Að fjárfesta í góðverkum

Nú er landssöfnuninni Neyðarhjálp úr norðri nýlokið og megum við Íslendingar vel klappa okkur á bakið fyrir framlag okkar til fórnarlamba flóðanna í Asíu. En á þessum tímapunkti er líka rétt að velta fyrir sér góðverkum í víðara samhengi og til lengri tíma.

Gettu betur, syngdu best og dettu samt úr leik

Sigursælasti skóli í sögu Gettu betur, Menntaskólinn í Reykjavík, féll í gær úr leik í seinni útvarpsumferð keppninnar. Í Idol-keppninni síðastliðinn föstudag fékk Nanna Kristín Jóhannsdóttir fæst atkvæði áhorfenda og varð því frá að hverfa. Var þetta verðskuldað, eða má kenna bjánalegu skipulagi um ófarir þessara aðila?

Og hvað heitir þú?

Á Íslandi er samkvæmt VII. kafla laga um mannanöfn númer 45/1996 er starfrækt hið merkilega fyrirbæri mannanafnanefnd. Hlutverk hennar er að leggja blessun ríkisins yfir nafnaval borgara á börnum sínum. Mannanafnanefnd er klárlega lágmarksþjónusta. Eða í hvernig samfélagi vilt þú eiginlega búa?

Skipulagsmál eða skipulagsleysi

Skipulagsmál hafa komist í umræðuna undanfarið með meðal annars sérstökum þætti hjá Ríkissjónvarpinu, viðtal Jóns Ársæls við Trausta Valsson skipulagsfræðing í Sjálfstæðu Fólki og sýningu Þórðar Ben Sveinssonar í Listasafni Reykjavíkur. Þórður bendir á, í sýningu sinni, þau áhrif sem borgir hafa á samfélagið og er í því samhengi athyglisvert hversu lítið samfélagið hefur í raun og veru haft á það hvernig borgin (Reykjavík) hefur verið mótuð. Skipulag hefur legið hjá fáum aðilum og lítil umræða verið um það hvernig borg borgarbúar vilja búa í.

Litlir limir geta lengst

Þar sem ekkert er óviðkomandi dyggum lesendahópi tækni- og vísindapistla Deiglunnar er pistill dagsins tileinkaður mjög sérstökum framförum í skurðlæknisfræði. Er hér um að ræða meðferðarúrræði til handa tiltölulega litlum hópi manna, þ.e. þeirra sem flokkast undir að hafa micro-lim (micro-penis). Eða er þetta kannski ekki svo lítill hópur?

Tölva eða manneskja

Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna Íslendingar séu svona einstaklega leiðinlegir þegar það kemur að því að eiga samskipti við afgreiðslu- eða þjónustufólk. Almennt þorir fólk ekki að viðurkenna það að hafi misst sig við afgreiðslumanneskjuna á kassanum í Hagkaup en í raun hafa eflaust flestir komið illa fram við þjónustustarfsmann. Hver er yfirleitt ástæða þess að fólk missir stjórn á skapi sínu? Það eru líklega margar ástæður fyrir því en yfirleitt kemur það afgreiðslumanneskjunni bara ekki neitt við.

Er æskilegt að skondin ákvæði séu í lögreglusamþykktum?

Í gildandi lögreglusamþykktum víða um land má finna ýmis skondin og undarleg ákvæði. Einkum á þetta við um eldri samþykktir sem settar voru á síðustu öld. Í nýlegri lögreglusamþykktum eru ákvæðin ekki jafnskondin og áður. Er vafalaust ýmislegt sem veldur því.

Nauðsynlegt að gera ríkar kröfur til ákæruvaldsins um sönnun

Á forsíðu Morgunblaðsins í gær var að finna sláandi frétt um afdrif kæra vegna kynferðisbrota á Íslandi. Þar var sagt frá því að einungis 16 ákærur af þeim 125 kynferðisbrotamálum sem bárust ríkissaksóknara árið 2003 hafi leitt til sakfellingar. Aðalástæða þessa virðist vera skortur á sönnunum. Pistlahöfundur fjallar hér stuttlega um sönnunarbyrði ákæruvaldsins í sakamálum.

Bananar á Austurvelli

Á síðustu misserum hefur færst í vöxt að fólk mótmæli aðgerðum (og stundum aðgerðaleysi) stjórnvalda. Taka þessi mótmæli á sig ýmsa mynd en þó hefur vakið athygli að hópar mótmælenda hafa í auknum mæli gripið til þess ráðs að fjölmenna á Austurvelli til að leggja banana á stéttina fyrir framan Alþingishúsið.

Hvernig á að ráðstafa söluvirði Símans?

Fyrir rétt rúmri viku setti Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fram þá skoðun að nota ætti hluta af söluvirði Landssímans til að byggja nýtt sjúkrahús. Vakti yfirlýsing þessi eðlilega mikla athygli og eru umræðurnar um hvar og hvernig eigi að reisa ýtt hátæknisjúkrahús þegar hafnar.

Barack Obama

Í byrjun þessa mánaðar voru nýkjörnir þingmenn í Bandaríkjunum teknir inn í embætti sín. Meðal þeirra var Barack Obama öldungardeildarþingmaður fyrir Illinois. Hann vann sæti sitt í öldungardeildinni með um 70% atkvæða og er eini svarti fulltrúinn í deildinni.

Netsíður stjórnmálamanna

Bloggið hefur náð gríðarlegum vinsældum hér á landi og líklega eiga Íslendingar heimsmet í því miðað við höfðatölu eins og svo mörgu öðru. Stjórnmálamenn hafa í aukum mæli notað þessa aðferð til að nálgast fjölmiðla og kjósendur. Þó má spyrja sig hvort þetta sé gagn eða böl, þar sem þessi skrif hafa oft verið notuð gegn mönnum.

Fáeinar athugasemdir um fréttir liðinnar viku- frá fallinni jómfrú.

Sá sem hér heldur á penna ýtir hér með knerri sínum úr vör og heldur í jómfrúarferð sína á þessu vefriti. Höfundur hefur reyndar lengi beðið færis á að koma helstu skoðunum sínum á framfæri-en vettvanginn hefur hingað til skort og áhlýðendur hafa vart fyrirfundist. Jómfrúin er því fallin-og Örninn lentur.

Hætt við að hækka skatta

BorgarstýraR-listinn hefur nú ákveðið að hætta við að hækka skatta! Í kjölfar þess að Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi kenndu R-listanum stærðfræði hefur borgarstjóri R-listans dregið boðaða hækkun á fasteignagjöldum til baka. Ber þá hugsanlega að túlka þetta sem skattalækkun hjá R-listanum? Hækka skatta….hætta við að hækka skatta…=…lækka skatta???

„Ég bara get ekki sofnað“

Höllin í Vestmannaeyjum er samkomuhús sem byggt var í Eyjum fyrir nokkrum árum. Það er glæsilega staðsett með frábært útsýni yfir Heimaklett og stutt frá flugvellinum og niður í bæ. Öll aðstaða til skemmtana og ráðstefnuhalds er til fyrirmyndar og eftirbreytni. Síðan Höllin var opnuð hafa verið haldnar þar ráðstefnur og fundir, Idol áheyrnarpróf, diskótek og stórdansleikir.

Töfraeplið

Allir þekkja fyrirtækið Apple og þær glæsilegu vörur sem það framleiðir. Um tíma virtist Apple fara út tísku en er nú á óstöðvandi siglingu.

Tækniárið 2004

Í síðustu viku var hér á Deiglunni fjallað um helstu afrekin á sviði vísindanna á síðasta ári. Eins er áhugavert að velta fyrir sér helstu afrekum á sviði tækninnar. Ekki verður annað sagt en að eitt tækniafrek hafi yfirskyggt öll önnur á liðnu ári, nefnilega flug fyrstu einkareknu geimferjunnar.

Aðalatriði stjórnarandstöðunnar

Þeir sem ná árangri eru þeir sem hafa hæfileika í að greina aðalatriði og eyða kröftum sínum í þau en að sama skapi geta árangursríkir sneitt hjá aukaatriðum og leitt framhjá sér. Stjórnarandstaðan hefur sýnt það á fyrstu dögum ársins að hún er sérlega góð í að einblína á aukaatriðin.

Enn eitt árið að baki í Guantanamo

Í dag eru þrjú ár liðin frá því að stjórnvöld í Bandaríkjunum settu upp fangabúðir í herstöð sinni í Guantanamo á Kúbu til að hýsa meinta hryðjuverkamenn. Fangabúðirnar eru svartur blettur á vestrænu lýðræði og framganga Bandaríkjamanna þar óverjanleg með öllu.

Jólaþynnka og jólahamingjuhagfræði

JólaþynnkaÞá eru jólin búin og við tekur blákaldur hversdagsleiki með sinni alvöru og skuldum. Eftir að hafa kveikt í síðustu seðlunum á þrettándanum fara Íslendingar að taka niður jólaskrautið og kvíða visareikningnum – og það þýðir lítið að kveikja í honum og skreytingargildi hans er lítilfjörlegt.