Tölva eða manneskja

Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna Íslendingar séu svona einstaklega leiðinlegir þegar það kemur að því að eiga samskipti við afgreiðslu- eða þjónustufólk. Almennt þorir fólk ekki að viðurkenna það að hafi misst sig við afgreiðslumanneskjuna á kassanum í Hagkaup en í raun hafa eflaust flestir komið illa fram við þjónustustarfsmann. Hver er yfirleitt ástæða þess að fólk missir stjórn á skapi sínu? Það eru líklega margar ástæður fyrir því en yfirleitt kemur það afgreiðslumanneskjunni bara ekki neitt við.

Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna Íslendingar séu svona einstaklega leiðinlegir þegar það kemur að því að eiga samskipti við afgreiðslu- eða þjónustufólk. Almennt þorir fólk ekki að viðurkenna það að hafi misst sig við afgreiðslumanneskjuna á kassanum í Hagkaup en í raun hafa eflaust flestir komið illa fram við þjónustustarfsmann. Hver er yfirleitt ástæða þess að fólk missir stjórn á skapi sínu? Það eru líklega margar ástæður fyrir því en yfirleitt kemur það afgreiðslumanneskjunni bara ekki neitt við.

Fyrir jólin fór Verslunarmannafélag Reykjavíkur í auglýsingaherferð sem bar yfirskriftina ,,Virðum störf afgreiðslufólks”. Auglýsingin gengur út á það að viðskiptavinur, sem í þessu tilfelli er kona, á hin versta dag sem hugsast getur verið. Í lok dags fer hún síðan í matvöruverslun og lætur reiði sína bitna á afgreiðslumanninum. Hún öskrar á hann og lætur ölllum illum látum án þess að afgreiðslumaðurinn segi neitt á móti. Hvað gefur henni rétt á því að láta svona? Alls ekki neitt, en hún gerir greinilega ráð fyrir því að hann segi eitthvað til að styðja sitt mál eða biðjist afsökunar en þegar hann svarar ekki þá öskrar hún á hann “HALLÓ”.

Erum við ekki farin að búast við of miklu af afgreiðslufólki? Samfélagið okkar er orðið svo rafrænt að gert er ráð fyrir því að afgreiðslufólk komi fram við okkur eins og tölvan okkar gerir. Tölvan gerir það sem við segjum henni að gera og við vitum öll hvernig við látum þegar það gerist ekki . . . þá eigum við, því miður, það til að tapa reiði okkar á tölvunni. Í dag sjáum við afgreiðslufólk eins og tölvurnar okkar eða bara vélmenni sem við búumst við að geti gert allt sem við ætlumst til og meira en það. Við megum segja allt sem okkur dettur í hug við hana en hún má ekki segja neitt á móti líkt og tölvan.

Kúnninn hefur altaf rétt fyrir sér.Hver ákvað það? Var það ekki bara kúninn sjálfur? Ef það er löng röð á kassann í matvöruverslun þá látum við kassastarfsmanninn vita af því að þetta gangi ekki en viðkomandi starfsmaður hefur aftur á móti ekkert með það að gera. Þetta vitum við öll. Við vitum öll að það er ekki stúlkan á kassa fimm sem segir að það eigi að vera 16 manns á kassa í dag heldur er það verslunarstjóri eða einhver samskonar starfsmaður.Við ætlumst til þess að þau geti svarað öllu sem við spyrjum um en ekki svara okkur þegar við erum dónaleg. Hins vegar þegar starfsmenn svara slíkum dónaskap fullum hálsi þá finnst okkur sjálfsagt að fara beinustu leið í yfirmanninn og kvarta hástöfum án þess að minnast á það hvernig við höfum komið fram.

Við eigum að líta á fólk sem er í afgreiðslustörfum sem lifandi manneskjur, ekki tölvur, og þetta fólk á því skilið að því sé sýnd sama kurteisi og virðing og það sýnir okkur.

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.