Hætt við að hækka skatta

BorgarstýraR-listinn hefur nú ákveðið að hætta við að hækka skatta! Í kjölfar þess að Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi kenndu R-listanum stærðfræði hefur borgarstjóri R-listans dregið boðaða hækkun á fasteignagjöldum til baka. Ber þá hugsanlega að túlka þetta sem skattalækkun hjá R-listanum? Hækka skatta….hætta við að hækka skatta…=…lækka skatta???

BorgarstýraR-listinn hefur hætt við að hækka skatta! Í kjölfar þess að Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi kenndu R-listanum stærðfræði hefur borgarstjóri R-listans dregið boðaða hækkun á fasteignagjöldum til baka. Ber þá ef til vill að túlka þetta sem skattalækkun hjá R-listanum? Hækka skatta….hætta við að hækka skatta…=…lækka skatta?

Þann 16. nóvember síðastliðinn hækkaði R-listinn útsvar úr 12,7% í 13,03% og fasteignaskatta úr 0,32% í 0,345% sem átti að skila borginni 900 milljónum aukalega. Við höfum heyrt af hverju – jú, kennarar heimtuðu svo há laun (kennarar eru núna með milljón á mánuði eins og allir vita). Auk þess sem að: „… allir hagfræðingar [viðurkenna], og allir sem vit hafa á hagfræði, að í þensluástandi eins og nú ríkir er bara vitlaust að lækka skatta.“ Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar. Morgunblaðið, miðvikudaginn 17. nóvember, 2004. Nú skil ég, Árni. Í þensluástandi er best að hækklækka skatta.

Sjálfstæðismenn, með Vilhjálm í broddi fylkingar, gagnrýndu réttilega skattahækkanir R-listans í nóvember og sögðu þær vera vegna fjármálaóráðsíu. Nýi borgarstjórinn svaraði: „Það er auðvitað af og frá að setja málið fram með þessum hætti, því þetta hefur ekkert með fjármálastjórn eða skuldasöfnun að gera. [nei, af og frá, þetta eru bölvaðir kennararnir] Þetta er villandi málflutningur þegar menn eru að koma því inn hjá fólki að hvítt sé svart,“ segir Steinunn og bendir á að í reynd séu skuldir Reykjavíkurborgar að lækka milli ára. Morgunblaðið, 4. febrúar 2005

Einmitt, Steinunn, skattar eru auðvitað alltaf að lækka hjá ykkur, eða hækklækka öllu heldur. Ég skil samt ekki, Steinunn, er svart hvítt eða hvítt svart núna? Eða er öll endemis fjármálavitleysa R-listans á gráu svæði.

Í greinargerð með hætt-við-að-hækka-skatta-aðgerðinni segir nýi borgarstjórinn að þegar skattar voru hækkaðir (fyrir tveimur mánuðum síðan) hafi ekki verið ljóst hversu mikið fasteignamatið myndi hækka um áramót en nú sé ljóst að ekki þurfi að hækka skatta því húsnæðisverð sé orðið svo hátt. Bíddu….var ég sá eini sem tók eftir því að húsnæðisverð hefur verið að að hækka í borginni? Ég hefði kannski átt að hringja í Steinunni, eða Þórólf, eða Alfreð, eða Árna, eða Stefán Jón eða einhvern sem ber ábyrgð á einhverju innan meirhlutans, og láta hann/hana vita?

Ég tek hattinn ofan fyrir Sjálfstæðismönnum og fjármálastjórn í Seltjarnarnesbæ. Jónmundur, þegar stærðfræðikennslunni lýkur, og ekki ljúka henni strax, skaltu segja nágrönnum þínum hvenær nóg sé komið af hringlandahætti og vitleysu.

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)