Eigingirni dýru verði keypt

Sagt hefur verið að margur verði af aurum api. Samkvæmt nýlegri rannsókn, sem unnin var við stjórnunarsvið Columbia Business School, getur merkjavara skilað svipuðum árangri.

Atlögu Vinstri grænna hrundið

Vinstrihreyfingin grænt framboð hvetur landsmenn til að hrinda atlögu ríkisstjórnarinnar að almannaþjónustunni. Það er ekki vitað með vissu hvað við er átt þegar almenningur er beðinn um að hrinda atlögu ríkisstjórnarinnar, en undir niðri virðist krauma gömul gremja yfir einkavæðingarferli sem fór fram undir lok síðustu aldar. Það að halda því fram að einkavæða eigi velferðarkerfið á Íslandi er úr lausu lofti gripið og á sér enga stoð í raunveruleikanum og ályktun gegn því í raun marklaus.

Pappírstígrar og slúðurberar II

Ósmekkleg skrif einstaklinga á netinu geta vitaskuld valdið þeim álitshnekki. En ef mönnum brestur þor til þess að taka á sig slíkan skell og taka ábyrgð á orðum sínum freistast þeir gjarnan til þess að stytta sér siðferðislega leið framhjá vandanum og vega að óvinum sínum úr launsátri. Nafnlausir bloggarar og nafnlausar „fréttasíður“ eru umfjöllunarefni dagsins.

Upp úr meðalmennskunni

Háskóli Íslands hefur kynnt hugmyndir um að setja á laggirnar afreks- og hvatningarsjóð til þess að styrkja afburðanemendur við skólann. Þetta er rétt skref af hálfu skólans og í átt frá þeirri jafnstöðu- og meðalmennskuhugsun sem einkennt hefur skólann og stjórn hans um langa hríð.

Pappírstígrar og slúðurberar I

Skrif Össurar Skarphéðinssonar um Gísla Martein Baldursson hafa vakið nokkra athygli enda eru þau bæði svæsin og rætin. Það er þó vitaskuld ekki einsdæmi að Össur skrifi harðorðan texta um aðra stjórnmálamenn. Afrakstur Össurar má meðal annars sjá í skoðanakönnun í dag þar sem hann kemst í annað sæti á lista stjórnmálamanna sem njóta minnsts trausts. Össur sætir því ábyrgð fyrir skrif sín, en eins og fjallað verður um næstu daga hlýtur það að teljast alvarlegri þróun hversu margir komast hjá slíkri ábyrgð – frekar heldur en það hvort einn kall fari offari í bloggskrifum.

Mannlegi þátturinn í pólitík

Mikið fíaskó hefur myndast í kringum borgarstjórastólinn undanfarna daga og er óhætt að segja að hitinn hafi nálgast hámark. Beðið er í ofvæni eftir ákvörðun Vilhjálms Þ. um hvort hann muni sitja eða standa upp frá borði og þar af leiðandi kveðja hinn pólitíska heim sem hann hefur lifað og hrærst í undanfarna áratugi.

Umferðalögin hvetja til afbrotahegðunar

Getur verið að í samfélagi eins og okkar sé verið að ala upp glæpamenn án þess að við veitum því sérstaka athygli? Er það meðvituð og upplýst ákvörðun að brjóta lög? Eða er það fáfræði og heimska sem verður til þess? Ef til vill er skynsemin og gagnrýn hugsun borgaranna stundum í stríði við laganna bókstaf?

Hið háa ímyndarálag

Skuldatryggingaálag íslensku bankanna er mikið til umfjöllunar á Íslandi í dag, en ekki ætti að hafa farið framhjá neinum að téð álag er í hæstu hæðum þessa dagana. Þrátt fyrir að skuldatryggingaálag allra fjármálastofnana hafi hækkað mikið á undanförnum mánuðum í kjölfar óróleika á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum, er álag íslensku bankanna úr öllum takti við önnur sambærileg fyrirtæki.

Rót vanda íslenskra banka er á öðru tilverustigi segir danskur sérfræðingur

Í ljósi fréttaflutnings erlendis frá af íslensku viðskiptalífi hefur greiningardeild Flugufóts Deiglunnar ákveðið að fara ofan í saumana á öllum þáttum málsins. Í þessari úttekt var komið víða við og hér er birt athyglisvert viðtal við yfirmann greiningardeildar virtasta banka Dana, sem auk þess hefur yfirburðaþekkingu á landi, þjóð og þjóðháttum.

Hæstivirtur forseti, Royal Straight Flush!

Birkir Jón Jónsson alþingismaður tók þátt í pókermóti um helgina og að sögn Vísis vann fjárhæð á mótinu. Birkir Jón Jónsson alþingismaður tók enn fremur þátt í Bridgemóti um helgina þar sem verðlaunafé var í boði.

Manstu þegar Framsókn var í ríkisstjórn?

Minnisleysi íslenskra kjósenda er rómað en sumir stjórnmálamenn virðast líka þjást af þessum kvilla.

Eigi má vita, hverjum að mesta gagni kemur

Stjórnarandstæðingar leggja sig nú í líma við að finna nýjum kjarasamningunum sem flest til foráttu. Það kemur því fáum á óvart að Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna skuli gagnrýna samningana.

Ríkið sýni festu og ábyrgð

Aðilar vinnumarkaðarins sýndu það með nýgerðum kjarasamningum að þeir standa undir þeirri ábyrgð sem þeim hefur verið falin af umbjóðendum sínum. Hóflegar og markvissar launahækkanir eru mikilvægt framlag vinnumarkaðarins til að treysta stöðugleikann í íslensku efnahagslífi. Framundan eru samningar við opinbera starfsmenn og því miður eru blikur á lofti um að þar gangi menn ekki til samninga með jafn ábyrgt hugarfar, ef marka má yfirlýsingar forystumanna opinberra starfsmanna.

Ríkiskapítalistar ríða í hlað

Á næstunni munu vestræn stórfyrirtæki í síauknum mæli verða ríkisvædd, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það sem er óvenjulegt við þessa þróun, í sögulegu samhengi, er að það eru ekki ríkisstjórnir heimalandanna sem standa að ríkisvæðinguni heldur erlend ríki, með Kína, Singapúr, Abú Dabí, Kúveit og Noreg í fararbroddi. Bandarískir bankar í hremmingum eru vinsælir þessa dagana.

Vaxtahækkun í raun?

Gagnrýnendum peningastefnu Seðlabanka Íslands fjölgar þessa dagana. Sú ákvörðun bankans að halda stýrivöxtum óbreyttum þann 14.febrúar reyndist atvinnulífinu mikil vonbrigði, og vert að spyrja þeirrar spurningar hvað þurfi eiginlega að gerast til að vaxtalækkun sé tímabær að mati bankastjórnar?

R-orðið ógnvænlega

„Fram þjáðir menn í þúsund löndum,“ er það fyrsta sem kemur í hugann þegar skrifa á um nýjasta uppátæki breskra stjórnvalda; þjóðnýtingu Northern Rock.

Djúp lægð á leiðinni

Blikur eru á lofti í íslensku efnahagskerfi og staða mála er grafalvarleg. Bankakreppa er skollin á. Húsnæðismarkaðurinn gefur eftir og hrun hefur átt sér stað á hlutabréfamarkaðnum. Meðan á þessu stendur eru vextir alltof háir en krónan veikist engu að síður. Ljósið í myrkrinu er að aðilar á vinnumarkaði hafa skrifað undir nýja kjarasamninga sem þýðir að friður mun ríkja á vinnumarkaði að svo stöddu.

Evran – töff eða tabú?

Evruumræðan hefur enn á ný fengið byr undir báða vængi, en í vikunni fór fram Viðskiptaþing Viðskiptaráðs sem bar yfirskriftina “Íslenska krónan – Byrði eða blóraböggull?” Vilji atvinnulífsins er kristaltær. Köstum krónunni hið fyrsta og tökum upp Evru. Hins vegar eru ekki uppi jafn kristaltærar skoðanir um það með hvaða hætti best væri að kasta krónunni og taka upp annan gjaldmiðil. Um það þurfa stjórnmálamenn að taka af skarið.

Riddarinn úr Vatnsmýrinni til bjargar?

Nú í vikunni voru tilkynntir verðlaunahafar í skipulagssamkeppni um Vatnsmýrina. Með lokum keppninnar er rekinn endahnútur í afar langt og strangt ferli sem margir eru fegnir að sé nú lokið. Í bili. Það er þó mikilvægt að áfram sé unnið að því að skilgreina betur þá þætti og þau lóð sem leggja þarf á vogarskálarnar til að gera góða borg betri. Ávinningur af byggð í Vatnsmýrinni fyrir borgina er óumdeilanlegur, en hún leysir ekki nándar nærri allt. Riddarinn úr Vatnsmýrinni mun ekki bjarga öllu.

Þröngt á miðjunni

Nýlegar skoðanakannanir hafa sýnt fram á að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur farið þverrandi undanfarnar vikur. Slíkt gengistap er skiljanlegt í ljósi atburða í Reykjavík þar sem mikill óstöðugleiki hefur ríkt í langan tíma og kjósendur hafa ekki haft tíma til þess að kynnast vinnubrögðum og verkum nýs meirihluta og móta sér skoðun á þeim.