Eigi má vita, hverjum að mesta gagni kemur

Stjórnarandstæðingar leggja sig nú í líma við að finna nýjum kjarasamningunum sem flest til foráttu. Það kemur því fáum á óvart að Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna skuli gagnrýna samningana.

Í kjölfar þess að kjarasamningar eru í höfn hafa álitsgjafar þjóðarinnar látið í sér heyra og deilt með þjóðinni skoðun sinni á þeim

Stjórnarandstæðingar leggja sig nú í líma við að finna samningunum sem flest til foráttu. Það kemur því fáum á óvart að Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna skuli gagnrýna samningana.

Ögmundur gagnrýnir skattalækkanir á fyrirtæki og lýsir sem dæmi um að „ríkisstjórn stórfyrirtækjanna“ sé að „að hygla vel stæðum fyrirtækjum“*.

Skoðanir Ögmundar eru ekki nýjar af nálinni en þær lýsa sérstakri sýn hans á eðli fyrirtækja.

Ögmundur virðist standa í þeirri trú að „fyrirtæki“ séu fáir, mjög stórir aðilar sem græði stjórnlaust. Alltaf, allsstaðar.

Leggjum til hliðar þá staðreynd að það að reka fyrirtæki, án þess að fara á hausinn, er sérlega erfitt og meirihluti fyrirtækja leggur niður rekstur innan við 15 árum frá stofnun.**

Horfum hinsvegar á þá kenningu Ögmundar að fyrirtæki séu öll stór.

Staðreyndin er sú að langflest fyrirtæki landsins, 15.299 talsins, eru einyrkjar.

8.564 fyrirtæki til viðbótar eru fyrirtæki með tvo til níu starfsmenn***.

Með öðrum orðum er langstærstur hluti þeirra fyrirtækja, sem mun njóta lækkana á tekjuskatt, smáfyrirtæki.

Þegar stjórnmálamenn eins og Ögmundur tala gegn því að lækka álögur á fyrirtæki, gera þeir sér virkilega ekki grein fyrir því að þetta eru líka bændur landsins, smábátasjómenn og bakarar?

* Sjá heimasíðu Ögmundur (næst síðasta og síðasta efnisgrein): http://www.ogmundur.is/kjaramal/nr/3763/

** Samkvæmt rannsókn á fyrirtækjum í Evrópu og Japan var meðalævi fyrirtækja 12,5 ár. Sjá bók Arie de Geus, “The Living Company” http://www.strategy-business.com/press/16635507/18728

*** Tölurnar eru frá 2005 og fengnar á heimasíðu Hagstofunnar (www.hagstofa.is):
http://www.hagstofa.is/?PageID=638&src=…..

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.