Kröfuhafar gömlu bankanna eignist þá nýju

Mikið verk er fyrir höndum, bæði í ríkisrekstrinum og við að bjarga fyrirtækjum með verðmætan rekstur þannig að atvinna haldist eins mikil og unnt er og verðmætasköpun haldi áfram. Þrengingar verða í ríkisfjármálum næstu ár og eftir ríkisvæðingu bankanna eru kjöraðstæður spillingar að myndast. Þess vegna er líklegt að besta lausnin á endurskipulagningu bankanna sé að kröfuhafar gömlu bankanna eignist þá og reki.

Fjármagnsfíklar

Sífellt kemur betur og betur í ljós að sá fámenni hópur manna sem var hvað mest áberandi í viðskipta- og bankalífi landsins síðustu ár, átti við fíkn að stríða. Fíkniefnið var ekki áfengi, eiturlyf eða tóbak heldur peningar. Þetta voru fjármagnsfíklar.

Ég sagði ykkur það

Fyrrverandi stjórnmálamenn, hvort heldur sem þeir eru fyrrum sendiherrar eða seðlabankastjórar, keppast nú við að benda á að þeir hafi nú haldið hinu og þessu fram fyrir nokkrum árum eða mánuðum, og að menn hefðu betur hlustað á þá.

Hin bjartsýnu börn kreppunnar

Mér var um daginn boðið á umræðufund með jafnöldrum mínum og nokkrum þingmönnum. Þingmennirnir spurðu ákafir hvernig kreppan hefði áhrif á okkur unga fólkið og virtust búast við grátklökkum harmsögum. Þögn sló á hópinn þar til ég tók af skarið og spurði hálf kindarlegur hvort það væri ekki alveg ágætt að vera ungur í kreppunni, geta bara verið skuldlaus í skóla og haft það gott og svona. Mér leið strax eins og ég hefði blótað í kirkju. Það var greinilega algjört guðlast að halda að manni gæti bara liðið vel í kreppunni, eins og það væri eitthvað pláss fyrir bjartsýni.

Íslandsmeistaramót í sakleysi

Þau vandamál sem nú steðja að virðast, ef marka má yfirlýsingar í fjölmiðlum, öll vera einhverjum öðrum að kenna. Það hefur ekki þótt til siðs á Íslandi í seinni tíð að ganga fram fyrir skjöldu og viðurkenna mistök sín, en sú afneitun sem stjórnmálamenn, viðskiptamenn og almenningur virðast vera í er ekki vænleg til að styrkja innviði samfélagsins til framtíðar.

Lærdómur bankakreppunnar

Þessa dagana fer fram mikil umræða um tillögur sem ætlað er að auðvelda almenningi að komast yfir erfiðleika bankakreppunnar. Þó að í langflestum tilfellum sé ásetningurinn góður geta sumar hugmyndanna skapað meiri erfiðleika en þær leysa.

Nei, ráðherra!

Vel má vera að það sé möguleiki að ríkisstjórnin þurfi að íhuga af fullri alvöru að blása til kosninga fyrr en ella en að ráðherrar í henni komi fram og lýsi þessu yfir á þessum erfiðu tímum hljóta að teljast forkastanleg vinnubrögð.

Var neyðaráætlun ekki til?

Undirritaður hefur nú aftur pistlaskrif á Deiglunni eftir nokkurt hlé enda er hverjum Íslendingi skylt að taka þátt í umræðunni, leggja sitt af mörkum í uppbyggingunni framundan, byggja upp réttlæti og standa vörð um það. Við verðum að komast sem fyrst á það stig að geta horft til framtíðar en til þess þarf traustan grunn. Sá grunnur verður ekki reistur með smjörklípuleikjum og galgopahætti formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands og vinnubrögðum bankastjórnarinnar sem er umfjöllunarefni þessa pistils.

Grunnur að framtíð

Það eru erfiðar tímar framundan. Uppgangur síðustu 10 ára hefur verið gífurlegur og því er fallið hátt. Sjálfstæðisflokkurinn sem leitt hefur uppgangin síðustu ár verður nú fyrir barðinu á því hvernig fer.

Barnalegt frumvarp Vinstri Grænna

Verðbólga er mjög há þessa dagana og mikil óvissa er um þróun hennar næstu mánuði. Hún svíður margan skuldarann og er eðlilega ekki vinsæl. Andstæðingum verðtryggingar barst undarleg aðstoð frá þingflokki Vinstri Grænna í byrjun þessarar viku.

Kosningar fyrir hverja?

Það ber vott um mikla vanvirðingu við íslensku þjóðina að hvetja til kosninga á þessum tíma. Sérstaklega þegar litið er til þeirra aðkallandi verkefna sem nú bíða stjórnmálamanna.

Yes we did!

Barack Obama skráði nafn sitt í sögubækurnar þegar hann vann stórsigur á John McCain
í forsetakosningunum vestanhafs fyrir tæpum tveimur vikum. Miklar vonir eru bundnar
við Obama og ljóst er að hann á mikið verk fyrir höndum næstu fjögur árin.

Aðgerðir til aðstoðar við heimilin í landinu

Ríkisstjórn Íslands hefur birt aðgerðaáætlun til að létta undir með fjölskyldum næstu misseri. Þó nokkur þrýstingur er fyrir því að ganga lengra. Lykilatriði er þó að allir geri sér grein fyrir hvaða afleiðingar yfirgripsmiklar aðgerðir hafa og hvernig sé best að þeim staðið til þess að hinn hái kostnaður sem þeim óhjákvæmilega fylgir nái markmiðum aðgerðanna. Hér eru mismunandi leiðir skoðaðar og greindar.

Það góða við kreppuna

Nú þegar raunveruleg vandamál blasa við þjóðinni kann að vera að þolinmæði gagnvart áhuga stjórnmálamanna á því að stjórna lífi og lífsstíl fólks fari þverrandi.

Tækifæri til að móta framtíðina

Framundan eru spennandi og ögrandi tímar í starfi Sjálfstæðisflokksins. Nær allar stórar ákvarðanir í sögu íslensku þjóðarinnar hafa verið teknar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ef einhvern tímann hefur verið tækifæri til að hafa áhrif á framtíðina, þá er það núna.

Evrópusambandið í hlutverki handrukkara

Öll réttarríki grundvallast á því að lögin komi í veg fyrir að hinir veikari lúti valdi þeirra sterku. Þegar lögum og reglum er vikið til hliðar á smáríkið Ísland ekki mikla möguleika gegn yfirgangi og valdbeitingu Evrópusambandsins.

,,Ný glæpasagnadrottning”

Nú þegar mikil ringulreið ríkir í þjóðfélaginu og öll gildi virðast vera að breytast, er mikilvægt að gleyma sér ekki í svartnættinu og huga að því sem ennþá er gott og gilt í samfélaginu; stendur óhaggað af sér stormsveipinn. Margir eiga um sárt að binda og sjá ekki fyrir endann á vandræðum sínum.

Höfum við efni á pólitískum stöðuveitingum?

Í síðustu viku voru ný bankaráð skipuð yfir nýju ríkisbönkunum. Svo virðist sem nýju bankaráðin hafi verið skipuð á pólitískum en ekki faglegum forsendum. Það er vitaskuld engin nýlunda á Íslandi að fagleg sjónarmið víki fyrir flokkspólitík þegar ráðið er í stöður hjá ríkinu. Á undanförnum vikum höfum við byrjað að súpa seyðið af þessu svo um munar.

Við erum öll Pólverjar

Undanfarin ár, þegar ástandið á Íslandi var hvað best, og menn töldu (ranglega) að Ísland væri ríkasta land í heimi, þá varð það stundum talið ásættanlegt hjá furðulega miklum fjölda fólks að tala illa um útlendinga sem komu hingað til að vinna.

Íslenska útrásin hættir aldrei!

Í kjölfar hruns íslensku bankanna hafa margir litið svo á að íslensku útrásinni sé lokið. Greinarhöfundur telur hana aldrei hætta. Hér er einfaldlega of mikið af hæfileikaríku fólki sem mun láta til sín taka innan lands sem utan og halda útrásinni áfram.