Jólahugvekja

Það er góð jólaguðsþjónusta að gæta þess sem okkur er trúað fyrir og á jólum er mikilvægt að gefa því gaum sem er innan seilingar og næst okkur er. Það er fólkið okkar sem er það dýrmætasta í lífi okkar.

Jól í skugga erfiðleika

Á aðventuni hafa okkur borist margar fréttir af neyð. Fréttir af kröppum kjörum, skorti og tilheyrandi tárum og kvíða. Ólíkt því sem oftast hefur verið hafa þessar fréttir borist úr næsta nágrenni okkar. Af fólki sem við erum líkleg til að hitta fyrir í daglegum önnum okkar og býr jafnvel á sömu þúfunni og við sjálf.

Lögregla í hefndarhug?

Fyrir um ári síðan fór virðing fyrir lögreglunni minnkandi meðal hluta Íslendinga. Gekk þetta svo langt að þingmaður gaf það í skyn að lögreglan væri í hefndarhug í aðgerðum sínum. Er eðlilegt að þingmaður tali með þessum hætti um lögregluna?

Flestir geta lagt eitthvað að mörkum

Þjóðfélagið hefur tekið miklum breytingum á örskömmum tíma. Það er stöðugt talað um að siðbótar sé þörf. Jafnframt heyrast dómar frá mönnum sem kalla sig siðfræðinga að siðgæði hins og þessa sé nú ekki upp á marga fiska. Það er vanlifað í heimi þar sem reynt er að gera allt tortryggilegt.

Tiger Woods hélt framhjá!

Slúður er ópíum fólksins. Vinsælustu heimasíðurnar sem við skoðum eru slúðursíður og vinsælustu dálkarnir sem við lesum eru slúðurdálkar. Fólki finnst forvitnilegt að skoða nýja kjólinn hennar Rihönnu, velta fyrir sér hvert Madonna fari í lýtaaðgerðir og að David Beckham telji, eftir að hafa virkilega vandað valið, að Tom Cruise sé myndarlegasti karlmaður sem hann hafi hitt.

Hann er víst mannlegur

Það er því miður eitt af okkar mannlegu einkennum að við veltum okkur gjarnan upp úr óförum annarra, sérstaklega þegar einstaklingarnir eru frægir fyrir einstaka hæfileika. Tiger Woods er eins og við öll, mannlegur, með kosti og galla.

Íslensk tónlist í jólapakkann

Það má finna mikið af nýútgefinni íslenskri tónlist fyrir þessi jól. Fjölbreytnin er mikil og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mikið er um að tónlistarmenn séu að gefa út sína fyrstu plötu. Eldri og þekktari tónlistarmenn hafa einnig verið að gefa mikið út af nýju efni og spútnik bönd síðustu ára reyna að standast undir væntingum aðdáenda sinna með nýju efni.

Aðeins lengra…

Össur Skarphéðinsson líkti aðildarferlinu að Evrópusambandinu við maraþon. Hvað veit hann?

Nokkrar góðar ástæður til að hafna Icesave-frumvarpinu

Það eru margar góðar ástæður fyrir þingmenn að hafna Icesave-frumvarpinu og engar góðar ástæður fyrir því að samþykkja það. Málsstaður Íslands á erlendri grundu hefur lítið sem ekkert verið kynntur og samkomulagið sem við ákváðum að gangast undir til þess að taka ekki áhættuna á því að tapa dómsmáli jafnaðist á við að við hefðum gjörtapað slíku máli. Í ofanálag er þjóðin klofin í málinu.

Álit Fésbókarinnar

Ný verið hefur nokkuð verið rætt um alls konar hópa sem til eru á www.facebook.com. Það virðist sem álit flestra hafi loksins komist upp á yfirborðið. Íslendingar hafa nefnilega verið mjög duglegir á þessum nýja miðli. Samkvæmt síðustu tölum eru meira en 46% landans með síðu á fésbókinni. Fólk hefur svo verið að búa til alls konar síður til að sýna ákveðnum málstað, einstaklingum eða bara hverju sem er stuðning.

Feminismi, Hollywood og árið 2009

Ár eftir ár hefur hver Hollywood stórmyndin á fætur annarri verið sýnd hér á landi. Fæstir vita þó að bak við myndavélarnar og í kvikmyndaverunum sjálfum ríkir mikið karlaveldi. Allar helstu stórmyndirnar fjalla um hasarhetjur og innrásir geimvera. Markaðurinn snýst nefnilega að miklu leiti í kringum unga karlmenn. Auðvitað er nokkuð um rómantískar gamanmyndir og ástarsögur en þær ná sjaldan jafn mikill aðsókn og eru talsvert ódýrari í framleiðslu.

Afnám sjómannaafsláttarins

Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á skattakerfinu er að finna umdeilt ákvæði um niðurfellingu sjómannaafsláttarins. Löngu var orðið tímabært að afnema afsláttinn og þó að ýmislegt megi gagnrýna í skattafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er þessi breyting af hinu góða.

Njótum aðventunar

Á morgun er fyrsti sunnudagur í aðventu. Dagur sem markar upphaf tíma sem er okkur mörgum dýrmætur enda sérstakur andi yfir þessum síðustu vikum fram til jóla. Annríkið mikið og tækifærin til afþreyingar og notalegheita nokkuð meiri heldur en aðra tíma ársins.

Í tilefni stórafmælis

Þann 24. Nóvember eru 150 ár frá því að eitt áhrifamesta vísindarit allra tíma var gefið út, Þróun tegundanna. Í þeirri bók setti Charles Darwin fram þróunarkenninguna sem þótti gífurlega umdeild. Menn máluðu Darwin í skopstíl sem apa með mannshöfuð og kirkjunnar menn gerðu sitt besta til að þagga niður í þessari nýju kenningu. Flestir hafa ábyggilega lesið um þetta í sögutímum og hlæja að fáfræði forfeðra okkar. Við Íslendingar ásamt meirihluta af hinum vestræna heimi lítum í dag á þróunarkenninguna sem trausta kenningu í líffræði. Eða það hélt ég.

Computer says no

Árlega koma tugir flóttamanna hingað til lands. Þrátt fyrir að landið hafi á sínum tíma verið byggt af fólki sem hraktist frá öðrum löndum hingað til lands og tók sér hér búsetu, þá höfum við farið þá leið í okkar löggjöf og framkvæmd í málefnum flóttamanna hér á landi að hafa landið nánast lokað. Afar fáar umsóknir ná í gegn, flestar þeirra eru sendar til umfjöllunar í öðrum löndum en þær sem ná í gegn er í flestum tilfellum hafnað.

Ung var ég kommúnisti

– fer ekki saman að vera skapandi og hægrisinnaður? –

Af hverju er sál mín sem eitt sinn var iðandi af spenningi og sköpunarkrafti allt í einu orðin beigelituð og bæld? Hvenær villtist ég af leið hressleika og flipps og ráfaði úr Grjótaþorpi inn í Garðabæ, táknmynd fyrir samfélag hægrisinna þar sem ég hef andlega dvalið síðustu ár með nýtt gildismat, aðrar áherslur og fálkatattú á upphandleggnum?

Mikilvægasta breytan í formúlunni

Í síðustu viku var þáttur sýndur í Þýska ríkissjónvarpinu um Ísland og var viðfangsefnið niðursveiflan og hvernig Íslendingar bregðast við hinum breyttu aðstæðum. Hingað til hefur fréttaflutningurinn verið meira á neikvæðu mótunum og vilja sumir benda á Ísland sem skólabókadæmi hversu niðursveiflan hefur leikið hinn vestræna heim illa. En umfjöllunin í þættinum sem sýndur var í síðustu viku var á öðrum nótum og fékk höfund til að líta á aðstæður frá fleiri hliðum enn fjölmiðlar hafa viljað líta á.

Að velja sér vini

Dominique Strauss-Kahn staðfesti grun margra þegar hann, í bréfi sínu til Gunnars Sigurðssonar leikstjóra, útskýrði að Ísland myndi ekki fá endurskoðun hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrr en lausn fengist í Icesavemálinu. Sú krafa hafi þó ekki verið sjóðsins, heldur okkar svokölluðu vinaþjóða í Skandinavíu. Norðurlöndin neita nefnilega að afgreiða lán til vinaþjóðarinnar Íslands fyrr en við höfum gengist að fullu við ríkisábyrgð gagnvart tryggingasjóði innistæðueigenda.

Alþjóðleg Athafnavika er hafin!

Nú stendur yfir Alþjóðleg athafnavika (16-22 nóv) sem milljónir manna um allan heim taka þátt í. Vikan er hugsuð til þess að hvetja til almennrar athafnasemi og hrinda hugmyndum í framkvæmd undir markmiðunum; hvatning, leiðsögn, tenging og virkjun.

Kínamúr Obama

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur síðustu viku verið á ferðalagi í Asíu. Þessi ferð er talin vera fyrsti prófsteinninn á Obama á alþjóðavettvangi. Sérstaklega mun eftir því verða tekið hvernig honum tekst til í fyrstu heimsókn sinni til Kína.