Íslensk tónlist í jólapakkann

Það má finna mikið af nýútgefinni íslenskri tónlist fyrir þessi jól. Fjölbreytnin er mikil og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mikið er um að tónlistarmenn séu að gefa út sína fyrstu plötu. Eldri og þekktari tónlistarmenn hafa einnig verið að gefa mikið út af nýju efni og spútnik bönd síðustu ára reyna að standast undir væntingum aðdáenda sinna með nýju efni.

Það má finna mikið af nýútgefinni íslenskri tónlist fyrir þessi jól. Fjölbreytnin er mikil og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mikið er um að tónlistarmenn séu að gefa út sína fyrstu plötu. Eldri og þekktari tónlistarmenn hafa einnig verið að gefa mikið út af nýju efni og spútnik bönd síðustu ára reyna að standast undir væntingum aðdáenda sinna með nýju efni.

Ein vinsælasta hljómsveit síðustu tveggja ára, Hjaltalín, gefur út sína aðra plötu, en hún nefnist Terminal. Nýja platan gefur þeirri gömlu ekkert eftir og því ekki ólíklegt að hljómsveitin muni afla sér enn meiri vinsælda hér á Íslandi og út í heimi, en þar hefur hún varið talsverðum tíma í tónleikaferðum undanfarna mánuði.

Meistari Megas og félagar hans í Senuþjófunum gefa út plötuna Segðu ekki frá (með lífsmarki). Á plötunni má finna safn bestu og þekktustu lög Megasar en upptökum af tónleikum Megasar og Senuþjófanna síðustu ára hefur verið safnað saman og er útkoman þessi glæsilega plata með einum mesta snillingi íslenskrar tónlistarsögu.

Ein heitasta hljómsveit landsins, Dikta, gefur út nýja plötu fyrir þessi jól. Fjögur ár eru liðin frá síðustu plötu sveitarinnar og eru aðdáendur þessarar mögnuðu sveitar því í skýjunum. Platan sem nefnist, Geti It Together inniheldur nokkur þekkt lög eins og Let Go og Get it Started sem hafa verið gríðarlega vinsæl í útvarpinu síðustu tvö árin.

Ein eftirlætis sönkona Íslendinga, Færeyingurinn Eivör Pálsdóttir, gefur út tónleikaplötuna Live. Upptökurnar áttu sér stað á tónleikum Evörar frá árinu 2005 til 2009 og er að finna mjög mikið af fjölbreyttum útgáfum á þesseri mögnuðu plötu.

Ekki er hægt að mæla með íslenskri tónlist hér á þessari síðu án þess að minnast á plötu karlakórsins Fjallabræður en kórinn gefur út sína fyrstu plötu fyrir þessi jól. Kórinn hefur að skipa kröftugum karlröddum frá Vestfjörðum með Deiglupennann Óla Örn Eiríksson í broddi fylkingar.

En sú íslenska plata sem hefur fallið hvað best í kramið hjá pistlahöfundi er platan Á ljúflingshól með Sigríði Thorlacius og Heiðurspiltunum. Sigríður sem er eins og flestir vita söngkona hljómsveitarinnar Hjaltalín en hún syngur lög Jóns Múla af mikilli innlifun á þessari plötu. Söngurinn er silkimjúkur og þægilegur og útsetning laganna alveg hreint frábær.

Þessi stutti listi er langt frá því að vera tæmandi og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í þeirri fjölbreyttu flóru íslenskrar tónlistar sem gefin er út fyrir þessi jól. Um að gera er að reyna velja íslenskt í ár og styrkja með því þessa frábæru listamenn. Íslensk tónlist er því jólagjöfin í ár.

Latest posts by Jan Hermann Erlingsson (see all)