Störfin sem vaxa ekki á trjánum

Það virðist einhvern veginn gleymast stundum í umræðunni að störf hvorki vaxa á trjánum né detta af himnum ofan. Þau birtast heldur ekki allt í einu eins og óvæntur lottóvinningur sem galdraður er upp úr hatti stjórnmálamanna eða erlendra fjárfesta.

Muse á Wembley… ólýsanlegt

Það eru tæpir 11 mánuðir síðan við ákváðum nokkur að kaupa okkur miða á tónleika með Muse á Wembley 11. september 2010. Þessi ákvörðun var tekin nokkuð hratt og það gafst ekki mikill tími til að hugsa sig um, við þurftum að slá til eða sleppa þessu. Við ákváðum að slá til og sáum svo sannarlega ekki eftir því.

… og hugsa smátt

Hið útþvælda bankahrun hefur ómeðvitað kennt landsmönnum þá röngu lexíu að þeir ættu nú ekkert að abbast mikið til útlanda með hugmyndir sínar. Útrás, þ.e.a.s. útflutningur íslenskra hugmynda er álíka vinsæl pæling og mansal. Á sama tíma og því er troðið inn í heilahvelið á okkur að við þurfum ekki að loka okkur innan Evrópusambandsins heldur eigum að líta á allan heiminn sem markað, veigra flestir íslenskir frumkvöðlar sér við að horfa út fyrir girðingu á eigin túni.

Samstíga stöndum vér

Undir lok næstu viku munu fulltrúar sveitarfélaganna á Austurlandi koma saman til skrafs og ráðagerða á Breiðdalsvík þegar að árlegur aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) verður haldinn. Að öllu jöfnu væri slíkur fundur ekki ofarlega í huga mér, hvað þá að ég eyddi á hann pistli. Nú er hins vegar uppi ákveðin ögurstund fyrir sveitarfélögin á Austurlandi og landshlutasamtök þeirra.

Eftir skjálftann

Í dag eru átta mánuðir liðnir síðan jarðskjálfti sem mældist 7 á Richter-skala reið yfir Haítí. Talið er að vel yfir 200.000 manns hafi farist og gríðarlegur fjöldi fólks missti heimili sitt. Heimsbyggðin stóð á öndinni, strax var ráðist í björgunaraðgerðir og aldrei hefur meiri peningur safnast til styrktar einu landi vegna náttúruhamfara. Það hefur þó lítið breyst þrátt fyrir björgunaraðgerðir og peningasafnanir víða um heim og er talið að afskaplega langan tíma taki að byggja samfélagið upp á ný.

9 ár : 11 september

Í dag eru níu ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin, þann 11. september 2001. Þá rændu hryðjuverkamenn Al-Qaeda fjórum farþegaflugvélum og flugu tveimur þeirra á Tvíburaturnanna í New York, einni þeirra á Pentagon í Washington D.C. og hrapaði sú fjórða í Pennsylvaniu eftir að hryðjuverkamennirnir lentu í átökum við farþega vélarinnar. Í þessum árásum fórust tæplega 3.000 manns og enn fleiri slösuðust

Þarf Ísland iðnaðarstefnu?

Íslenska ríkisstjórnin þarf að skera niður í ríkisútgjöldum. Hingað til hefur sá niðurskurður verið að mestu leyti flatur. Það á enn eftir að skera meira niður. Spurningin er hvort hægt sé að skera niður á markvissari hátt þannig að sá peningur sem sitji eftir sé nýttur með sem bestum árangri. Skýr stefna og forgangsröðun eru skilyrði þess að slíkur árangur náist.

Öll börn eru gæfubörn

Ég geri eiginlega allt hratt eða í flýti. Ég labba hratt, ég tala hratt, ég skrifa hratt, ég tek ákvarðanir í miklu flýti og er á móti því að lífið mitt sé allt fyrirfram ákveðið. Ég átti kærasta á leikskólanum og gekk ég að eiga hann við viðeigandi athöfn í dúkkukróki þegar ég var fjögurra ára. Ég var snemma byrjuð að syngja, tala og vera ákveðin og vildi vera löngu byrjuð í skóla þegar ég var fimm ára.

Mikilvægi frelsisins

Frelsi er það dýrmætasta sem við eigum. Það er ekki sjálfsagður hlutur. Frelsi er í raun forréttindi sem ekki allir búa við. Styrjaldir, uppreisnir, borgarastríð og ófriður af ýmsu tagi vitnar um það.

Með frelsi fylgir ábyrgð, en hver ber ábyrgðina?

Á Íslandi gildir sú regla að ábyrgð á fjármálum hvílir að meginstefnu til á neytendum og skuldurum. Hver kannast ekki við þá klassísku útskýringuna á hækkandi verðlagi að gengi krónunnar hafi lækkað eða verðbólgan hækkað þann mánuðinn? Öllu sjaldséðari eru lækkanir þegar gengi krónunnar hækkar eða verðbólgan hjaðnar. Veruleikinn virðist vera sá að um leið og einhver hækkun á sér stað í innflutningi á vöru er kostnaðinum sem hlýst af því varpað yfir á neytendur.

Barack Obama stendur í lappirnar

Nú er meira en eitt og hálft ár síðan Barack Obama sór embættiseið sem 44. forseti Bandaríkjanna. Gríðarlegar væntingar voru gerðar til hans þar sem hann vann nokkuð sannfærandi sigur á mótherja sínum John McCain. Frá fyrsta degi hefur Obama staðið í ströngu. Hann hefur þurft að taka ákvarðanir sem ekki alltaf eru vinsælar og sést það best á því að stuðningur við hann mældist ekki nema 43% í sumar.

Vondur, verri, verstur

Af umræðunni að dæma, mætti stundum ætla, að bandarískir repúblikanar og skandinavískir feministar séu þær hreyfingar sem berjast um hituna um versta stjórnarfarið á jörðinni. Eftir því hvar þú stendur í málefnum um hlutverk ríkisins og klæðaburðar. Þess á milli fleytum við kertum til að minnast hörmulegra atburða fyrri tíma og berjum okkur á brjóst „aldrei aftur“. Minna fer hins vegar fyrir slíkum athöfnum til að minnast þeirra hörmulegra atburða sem viðgangast í dag.

Smokkurinn orðinn munaðarvara

Á þeim niðurskurðartímum sem nú ríkja hefur ríkisstjórnin að mörgu leyti farið að fordæmi Norðmanna í því að skattleggja munaðarvörur hærra en nauðsynjavörur. Þannig hefur til að mynda skattur á áfengi og tóbak verið hækkaður mikið en reynt hefur verið að halda skatti á matvörum lægri. Í vikunni sem leið birtist frétt sem nefndi aðra vöru sem skattlögð er í hæsta flokki, en það eru smokkar.

Gefur efnahagslegur vöxtur svigrúm fyrir harðstjórn?

Þann 9. ágúst sl. gengu íbúar Rúanda að kjörborðinu. Kjörsókn var með ágætum eða 97%. Sitjandi forseti Paul Kagame hlaut 93% atkvæða í kosningunum en hann hefur verið við völd frá árinu 2000 þegar Pasteur Bizimungu sagði af sér. Í pistli dagsins ætla ég að fjalla stuttlega um manninn og tvær hliðar hans við stjórn landsins. Hina ljósu og þá dökku.

Viðhorf á villigötum

Kjarni hvers samfélags eru þau fyrirtæki sem þar starfa. Almenn þróun fyrirtækjaumhverfis á Íslandi hefur því miður verið slæm undanfarið og virðast horfur ekki fara batnandi. Það sem jafnvel er enn verra, eru vísbendingar um hvert almenningsálitið er að þróast ef eitthvað er að marka umfjöllun stjórnmálamanna, fjölmiðla, blogg og aðra umræðu.

Ég vel erlent … stundum

Síðasta árið hef tekið mig talvert á hvað varða hollt mataræði og hreyfingu. Þó það hafi tekist misvel til er ég enn vonandi á réttri leið. Það er því frekar leiðinlegt að sjá að flestir innlendir matvælaframleiðendur eru ekkert á þeim skónum að sýna næringarinnihalda framleiðslu sinnar. Undantekningarnar á þessu eru í nánast öllum tilfellum heilsuvörur, sem skiljanlega vilja reyna sína fram hve hollar vorur sínar eru.

Af jafnrétti kynjanna í Ekvador

Um daginn lét ég elstu nemendur mína í menntaskólanum þar sem ég kenni ensku hér í Ekvador, gera verkefni um frelsi og mannréttindi. Í verkefninu áttu nemendurnir, allt stúlkur á aldrinum 17-18 ára, að fjalla um efnið út frá því hvernig ástandið er í Ekvador í dag. Langflestum þeirra varð tíðrætt um misréttið á milli karla og kvenna hér og nauðsyn þess að auka jafnrétti kynjanna. Sitt sýnist hins vegar hverjum og ekki eru allir sammála um að hægt sé, eða að yfir höfuð skuli, breyta hlutunum.

Ríkisstjórnin skaðar trúverðugleika Íslands

Kanadíska fyrirtækið Magma Energy gerði á dögunum samning um kaup á HS Orku. Ríkisstjórnin hafði einhver afskipti af þeim samningaviðræðum á sínum tíma en sætti sig að lokum við kaupin. Nú, á síðustu metrunum, ákveður ríkisstjórnin hins vegar aftur að grípa inn í. Hún lýsir því yfir að hún muni “ekki staðfesta” samninginn, heldur skipa nefnd sem hefur það markmið að “vinda ofan af” kaupunum. Slíkt eykur ekki trúverðugleika landsins.

Frjáls fjöldamorðingi

Þann 20 ágúst n.k. mun fjöldamorðinginn Abdelbaset Ali Mohmed Al Megrahi, fagna því að eitt ár er liðið frá því að hann var látinn laus úr fangelsi. Hann var fundinn sekur um yfir 270 morð þegar hann sprengdi bandaríska farþegaflugvél í loft upp, yfir bænum Lockerbie, rétt fyrir jólin 1988.

Hvað er að óttast?

Nú þegar aðildaviðræður við Evrópusambandið eru að hefjast, er fólk í auknum mæli ósammála um viðræðurnar. Einhverjir eru komnir á þá skoðun að draga eigi umsóknina tilbaka og kom það sjónarmið meðal annars skýrt fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í síðasta mánuði. Íslendingar hafa í áraraðir þrætt um Evrópusambandið, kosti þess og galla. En er ekki kominn til þess að við sjáum hverskonar samning Evrópusambandið býður okkur og leyfum síðan þjóðinni að ákveða hvort hún vilji ganga í Evrópusambandið eða ekki?