Ég vel erlent … stundum

Síðasta árið hef tekið mig talvert á hvað varða hollt mataræði og hreyfingu. Þó það hafi tekist misvel til er ég enn vonandi á réttri leið. Það er því frekar leiðinlegt að sjá að flestir innlendir matvælaframleiðendur eru ekkert á þeim skónum að sýna næringarinnihalda framleiðslu sinnar. Undantekningarnar á þessu eru í nánast öllum tilfellum heilsuvörur, sem skiljanlega vilja reyna sína fram hve hollar vorur sínar eru.

Síðasta árið hef tekið mig talvert á hvað varða hollt mataræði og hreyfingu. Þó það hafi tekist misvel til er ég enn vonandi á réttri leið. Það er því frekar leiðinlegt að sjá að flestir innlendir matvælaframleiðendur eru ekkert á þeim skónum að sýna næringarinnihalda framleiðslu sinnar. Undantekningarnar á þessu eru í nánast öllum tilfellum heilsuvörur, sem skiljanlega vilja reyna sína fram hve hollar vorur sínar eru.

Ég tók nefnilega fyrst eftir þessari staðreynd þegar ég ætlaði að svindla á hollustunni og skella mér út í eitthvað óhollt, svona í tilefni af föstudegi. Eini gallin var að þegar mér var litið á allar þær vörur sem voru í boði þá voru þá var það bara innflutt framleiðsla sem sýndi einhverjar upplýsingar um næringar- og orkuinnihald. Hver skildi ástæðan vera?

Getur verið að íslensk framleiðsla sé bara talsvert miklu óhollari en erlend? Það er mögulegt en þarf ekki að vera. Það er vissulega staðreynd að sumir réttir, sem hafa verið kallaðir gamlir íslenskir heimilisréttur, eru bara alveg gífurlega óhollir. Í þessu hópi er til dæmis kjötfars sem er unninn kjötvara og þarf af leiðandi með því óhollara sem hægt er að láta ofan í sig. Það þarf þó ekki að vera að íslensk matvæla framleiðsla sé eitthvað óhollari en erlend en miðað við núverandi stöðu er bara engin leið til að bera þetta saman.

Getur verið að íslenskir matvælaframleiðendur séu bara of latir til setja þessar upplýsingar á vörurunar sínar? Þetta er að mínu mati líklegasta ástæða fyrir því að vöntun á næringa- og orkuinnihalda upplýsingum á innlendar vörur. Enda er greinilega ekki pressa frá ríkinu til að gera þetta aðgengilegra fyrir almenning. Því er það væntanlega bara val framleiðandanna hvort þeir vilji prenta þetta á pakkningar sínar.

Það í sjálfu sér er í góðu lagi og alveg sjálfsagt að matvælaframleiðendur geta prentað það sem þeir vilja á vörurunar sínar. Málið er að ég sem neytandi hef líka frjálst val til þess að versla þær vörur sem ég vil. Því vel ég frekar erlent fram yfir íslenskt. Alla veganna í öllum þeim tilvikum þar sem að upplýsingainnihald erlendu framleiðslunnar er betra en þessarar innlendu.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.