Vondur, verri, verstur

Af umræðunni að dæma, mætti stundum ætla, að bandarískir repúblikanar og skandinavískir feministar séu þær hreyfingar sem berjast um hituna um versta stjórnarfarið á jörðinni. Eftir því hvar þú stendur í málefnum um hlutverk ríkisins og klæðaburðar. Þess á milli fleytum við kertum til að minnast hörmulegra atburða fyrri tíma og berjum okkur á brjóst „aldrei aftur“. Minna fer hins vegar fyrir slíkum athöfnum til að minnast þeirra hörmulegra atburða sem viðgangast í dag.

Af umræðunni að dæma, mætti stundum ætla, að bandarískir repúblikanar og skandinavískir feministar séu þær hreyfingar sem berjast um hituna um versta stjórnarfarið á jörðinni. Eftir því hvar þú stendur í málefnum um hlutverk ríkisins og klæðaburðar. Þess á milli fleytum við kertum til að minnast hörmulegra atburða fyrri tíma og berjum okkur á brjóst „aldrei aftur“. Minna fer hins vegar fyrir slíkum athöfnum til að minnast þeirra hörmulegra atburða sem viðgangast í dag.

George B.N Ayittey rithöfundur og fræðimaður við American University í Washington, skrifaði grein fyrir Foreign Policy fyrir stuttu þar sem hann tekur saman 23 helstu harðstjóra heimsins í dag. Ayittey er af afrískum uppruna og hefur skrifað nokkrar bækur um stjórnarfar í Afríku og afleiðingar þess fyrir álfuna. Telur Ayittey upp harðstjóra 23 ríkja sem saman innihalda 1,9 milljarða íbúa. Mörg þessara ríkja og harðstjórar þeirra er mörgum gleymd og hörmungar íbúanna skiptir okkur því miður alltof litlu máli í daglegri umræðu.

Listi Ayittey um 23 verstu harðstjóranna er eftirfarandi og gaman er yfir lestrinum að velta fyrir sér þeim fjölda mótmæla og samstöðufunda hér á landi til handa íbúum þeirra ríkja sem hér eru talin upp.

1. Kim Jong Il, einræðisherra Norður Kóreu, hefur verið við völd í 16 ár. Mikill áhugamaður um góð frönsk vín og hefur sent hundruð þúsunda þegna sinna í fangabúðir. Reglulegar hungursneyðar ríða yfir landið, en þær auðlindir sem ríkið býr yfir fara í að þróa kjarnorkuvopn.
2. Robert Mugabe, einræðisherra Zimbabwe til 30 ára. Áður var hann frelsishetja en varð að lokum morðóður einræðisherra. Hann hefur handtekið og pyntað stjórnarandstöðuna í landinu og hefur náð að leggja duglega fyrir handa sjálfum sér á erlendum bankareikningum meðan milljón prósent verðbólga geysir yfir landið og efnahagskerfið í rústum.
3. Than Swe ,einræðisherra Búrma í 18 ár. Hershöfðingi sem hefur fangelsað stjórnarandstöðuna og neitaði íbúum landsins um mannúðaraðstoð árið 2008 (Þá létust 138.000 manns þegar hvirfilbylur reið yfir landið).
4. Omar Hassan AL-Bashir, einræðisherra Súdan í 21 ár. Verið stefnt fyrir stríðsglæpi en hersveitir hans frömdu fjöldamorð í Darfur. Sveitir hans eru umsvifamiklar í þrælasölu og hefur Al-Bashir verið ásakaður um að hafa sjálfur nokkra þræla á sínum tíma. Bashir ber ábyrgð á dauða yfir milljóna Súdana.
5. Gurbanguly Berdimuhamedov, einræðisherra Túrkemenistann í 4 ár. Tók við valdataumunum af Túrkmenbashi sjálfum. Hann endurskýrði mánuði dagatalsins eftir sér og sínum ásamt ýmsum öðrum dintum. En Berdimuhadedov heldur sömu braut og Túrkmenbashi setti.
6. Isaias Afwerki, einræðisherra Eritríu. Áður frelsishetja, en hefur breytt landi sínu í þjóðarfangelsi. Sjálfstæðir fjölmiðlar eru bannaðir og engar kosningar leyfðar. Herskylda fyrir lífstíð er skyldug. Hefur styrkt Sómalska bardagamenn meira en eigin þegna.
7. Islam Karimov,einræðisherra Úsbekistan í 20 ár. Hefur stjórnað með harðri hendi síðan á Sovéttímanum. Hann hefur bannað stjórnarandstöðu og pólitískir fangar eru allt að 6500 talsins. Þar eru þeir pyntaðir, en stjórn hans varð fræg fyrir að sjóða tvær manneskjur á lífi.
8. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans í 5 ár. Hefur lagt sig fram við að þróa kjarnorku í trássi við alþjóðalög. Ábyrgur fyrir allskyns óréttlæti á sínum valdatíma og barði niður mótmæli af mikilli hörku í fyrra, þegar mótmælaalda reið yfir vegna gruns um að niðurstöður kosninganna hafi verið falsaðar.
9. Meles Zenawi, einræðisherra Eþíópíu í 19 ár. Annar Marxistaleiðtoginn í röð og hagar sér eftir því. Hefur stungið undan háum fjárhæðum og keypt glæsivillur í London og Maryland í gegnum konu sína meðan ríkisstjórn hans tekur við þróunaraðstoð ár hvert. Hefur barið niður stjórnarandstöðuna og falsað niðurstöður kosninga.
10. Hu Jintao, aðalritari Kínverska kommúnistaflokksins í 7 ár. Greiðir fyrir erlendum fjárfestum meðan hann ber niður pólitískt andóf með hörku. Hu heldur Tíbet með járnhendi og virðist vera að leitast við að verða sér úti um einhverskonar nýlendur í Afríku, til að uppfylla þarfir Kína fyrir hrávörur.
11. Muammar Al-Qaddafi, einræðisherra Líbýu í 41 ár. Hann rekur lögregluríki sem byggir á hans eigin útgáfu af rauðbók Maós, grænbókinni.
12. Bashar Al-Assad, einræðisherra í 10 ár. Tók við af föður sínum og hefur sóað gríðarlegum auðæfum landsins meðan öryggissveitir hans sjá til þess að ekki sé kvartað.
13. Idriss Déby, einræðisherra Chad í 20 ár. Fyrrverandi byltingarleiðtogi sem steypti einræðisherra af stóli til þess eins að verða það sjálfur. Hann hefur sóað auðæfum landsins að mestu í herinn og stjórnarandstaðan stimpluð sem óvinurinn.
14. Teodro Obiang Nguema Mbasogo, einræðisherra miðbaugs Gíneu í 31 ár. Mbasoga og fjölskylda hans eiga hreint út hagkerfið. Hann hefur sankað að sér 600 milljónum dollara á meðan íbúarnir búa við sára fátækt. Útflutningstekjur landsins af olíu myndi setja það á par við mörg evrópuríki, ef þeim væri jafnar dreift. Þess í stað eru tekjurnar ríkisleyndarmál.
15. Hosni Mubarak, einræðisherra Egyptalands í 29 ár. Vænissjúkur eldriborgari sem hefur það eitt að markmiði að halda sjálfum sér við völd. Hann heldur 30 ára neyðarlögum í gildi til að geta tekið á andstöðu í landinu og undirbýr að sonur sinn taki við valdasprotanum.
16. Yahya Jammeh, einræðisherra Gambíu í 16 ár. Herforingi sem segist hafa fundið upp lækningu við HIV/alnæmi. Vill víst láta ávarpa sig eftirfarandi : „Hans hátign, sjeik prófessor Alhaji Dr. Yahya Abdul-Azziz Jemus Junkung Jammeh
17. Hugo Chavez, forseti Venúsuela í 11 ár. Hefur lokað sjálfstæðum fjölmiðlum, fangelsað stjórnarandstöðuna og talar fyrir lýðræði með einum þátttakanda, honum sjálfum.
18. Blaise Compaoré, einræðisherra Búrkína Fasó í 23 ár. Komst til valda með því að myrða forvera sinn og hans eina markmið í valdastólnum er að halda honum áfram.
19. Yoweri Museveni, forseti Úganda. Eftir að hafa staðið fyrir vopnaðri baráttu náði hann völdum 1986 og sagði þá að enginn afrískur landsfaðir ætti að ríkja lengur en í 10 ár. Nú 24 árum síðar er hann enn við völd. Í Úganda eru fleiri en eitt framboð leyfð, en ekki pólitískar samkomur sem telja fleiri en nokkra tugi.
20. Paul Kagame, forseti Rúanda í 10 ár. Bjargaði Tútsum frá algerri útrýmingu 1994 en stundar nú aðskilnaðarstefnu sem hann barðist fyrir að útrýma. Þ.e. stjórnarflokkur hans stjórnar öllum valdastigunum, lögreglu, stjórnsýslu, dómsvaldinu, bönkum o.s.frv. Þeir sem svo láta ekki vel af verkum hans eru handteknir.
21. Raúl Castró, einræðisherra Kúbu í 2 ár. Bróðir Fidel Castro sem tók við eftir veikindi hans, skilur ekki að byltingin hefur mistekist og kennir vestrænum samsærum um öll mistök byltingarinnar.
22. Aleksander Lúkasenkó, einræðisherra Hvíta Rússlands í 16 ár. Heldur þjóð sinni í járngreipum og er öll andstaða undir vökulum augum leyniþjónustunnar sem ber hið frumlega nafn KGB. Hefur auðnast sá titill að vera kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“
23. Paul Biya, einræðisherra Kamerún í 28 ár. Hefur í valdatíð sinni sankað að sér meira en 200 milljónum dollara og höllum sem passa við. Hefur breytt kosningalögunum tvisvar til þess að tryggja að tími hans í valdastóli hætti ekki nærri strax.

Rétt er að taka fram að þessi upptalning byggir alfarið á grein Ghanverjans George B.N Ayittey „the worst of the worst“ og endurspeglar ekki endilega skoðanir höfundar á öllum atriðum. Ayttey er forseti „Free Africa Foundation“ í Washington.

Latest posts by Vignir Hafþórsson (see all)

Vignir Hafþórsson skrifar

Vignir hóf að skrifa á Deigluna í október 2009.