Smokkurinn orðinn munaðarvara

Á þeim niðurskurðartímum sem nú ríkja hefur ríkisstjórnin að mörgu leyti farið að fordæmi Norðmanna í því að skattleggja munaðarvörur hærra en nauðsynjavörur. Þannig hefur til að mynda skattur á áfengi og tóbak verið hækkaður mikið en reynt hefur verið að halda skatti á matvörum lægri. Í vikunni sem leið birtist frétt sem nefndi aðra vöru sem skattlögð er í hæsta flokki, en það eru smokkar.

Á þeim niðurskurðartímum sem nú ríkja hefur ríkisstjórnin að mörgu leyti farið að fordæmi Norðmanna í því að skattleggja munaðarvörur hærra en nauðsynjavörur. Þannig hefur til að mynda skattur á áfengi og tóbak verið hækkaður mikið en reynt hefur verið að halda skatti á matvörum lægri. Í vikunni sem leið birtist frétt sem nefndi aðra vöru sem skattlögð er í hæsta flokki, en það eru smokkar.

Kynfræðsla er þáttur í grunnskóla og framhaldsskólakennslu á landinu og íslensk ungmenni eru stöðugt minnt á mikilvægi þess að nota verjur. Endalaust er áréttað mikilvægi þess að verjast ekki einungis þungunum heldur jafnframt kynsjúkdómum og er smokkurinn auglýstur í þessu samhengi sem eina verjan sem gegnir báðum hlutverkum. Þrátt fyrir þetta smitast fjöldi Íslendinga árlega af kynsjúkdómum sem koma mætti í veg fyrir með notkun smokksins. Samkvæmt tölum frá landlæknisembættinu greindust 1834 einstaklingar með klamydíu árið 2008 og 13 einstaklingar með alnæmi árið 2009 og hlutfall klamydíusmita er langhæst á aldrinum 15-25 ára.

Ýmsar rannsóknir benda til þess að íslensk ungmenni byrji að meðaltali að stunda kynlíf 15 ára gömul. Þau eru þá enn á framfæri foreldra sinna, í grunnskóla og fæst farin að vinna sér inn peninga að neinu ráði. Kynlíf er fyrir mörgum viðkvæmt umræðuefni og fæstir unglingar biðja foreldra sína um pening fyrir bíómiða og smokkapakka.

Í flestum tilfellum er ástæðan ekki skortur á þekkingu á kynsjúkdómum eða smitleiða þeirra, heldur virðist sem gleymst hafi að gera ráð fyrir því hvernig ungmenni eigi að fjármagna smokkinn. Í stað þess að gefa ungmennum smokkinn þeim að kostnaðarlausu, eins og tíðkast sumstaðar erlendis, eða að minnsta kosti á lágu verði, hefur verið gripið til þess ráðs að smyrja 25,5% skatti á hvern pakka af smokkum. Smokkurinn hefur því verið settur í hóp munaðarvara, ásamt tóbaki, áfengi og sykri.

Afleiðingar kynsjúkdóma og ótímabærra þungana eru mun alvarlegri heldur en ágóði 25,5% virðisaukaskatts á smokkum.

Heimildir:

http://www.landlaeknir.is/Pages/888

http://www.landlaeknir.is/Pages/877

http://www.visir.is/smokkar-settir-i-haesta-skattthrepid/article/2010423071505