Að vera í takti við tímann

Nýleg skoðanakönnun sýnir að um helmingur landsmanna telur að rétt sé að samþykkja hugmyndina um að færa klukkuna aftur um eina stund. Það er hins vegar vafamál hvort spurningin um hvernig stilla eigi klukkuna sé undirorpin því hvaða skoðanir menn hafa á málinu.

Lýðræði ®

Sums staðar hefur þeirri skringilegu staðhæfingu verið hent fram, að lýðræði, mannréttindi og frelsi séu vestræn hugtök sem ekki eigi við utan hins vestræna heims. Hvað þá í arabaríkjunum þar sem allt önnur menning byggir. Á móti er hægt að spyrja einfaldlega hvar hefur lýðræðið verið kosið burt eða skoðanakúgun í stað málfrelsis ? – Hvergi.

Eiga strákarnir okkar heima á Stöð 2 Sport?

Segja má að íslenska þjóðin fari í ákveðið ástand þegar íslenska karla landsliðið í handbolta fer á stórmót. Þjóðin einfaldlega límir sig við skjáinn á meðan strákarnir okkar reyna að sigra heiminn.

Að leyfa eða leyfa ekki staðgöngumæðrun

Staðgöngumæðrun er eitt af heitustu málunum á Íslandi í dag. Málið er svosem ekki nýtt af nálinni en nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga á Alþingi þess efnis að skipaður verði starfshópur sem undirbúi frumvarp til laga sem heimili staðgöngumæðrun á Íslandi. Á sama tíma hefur starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins komist að þeirri niðurstöðu að ótímabært sé að heimila staðgöngumæðrun hér á landi. Hver er rétta leiðin í þessu máli og er hún yfir höfuð til?

Að fara í manninn eða boltann

Það er ein af grunnreglum knattspyrnunnar að fara í boltann en ekki manninn þegar andstæðingurinn er á góðri leið með að sóla sig í gegnum vörnina og upp að endamörkum. Það þykir einnig vera góð þumalputtaregla í rökræðum að fara frekar málefnalega yfir hlutina og ekki eyða púðri í persónulegt skítkast en svo virðist sem fólk gleymi því gjarnan í opinberri umræðu. Nýlegt dæmi er umræðan um staðgöngumæðrun þar sem ýmsir hafa farið hamförum í einhvers konar rökræðu sem í besta falli gæti flokkast undir umræðu í upphrópunarstíl!

Hægrið í hægrinu

Á tímum veikrar og ósamstæðrar ríkisstjórnar er auðvelt fyrir stjórnarandstöðuna að þyrla upp ryki og njóta stundarhylli. Það nær hins vegar ekki langt ef hún er ekki klár á því hvert skuli stefna þegar hún kemst til valda. Hægrisinnuð viðhorf, sem lentu í mikilli vörn eftir hrunið, eiga sóknarfæri í því samhengi en þá þarf að læra af því sem gerðist, ekki eingöngu varðandi bankana og fjármál, heldur á öðrum sviðum þar sem ótrúlegt margt er enn í klóm ríkisvaldsins.

Af jöfnum tækifærum og þvingaðri forgangsröðun

Nýverið var í fjölmiðlum fjallað um rannsókn sem Catherine Hakim, doktor við London School of Economics, framkvæmdi þar sem niðurstöður sýndu meðal annars að meirihluti kvenna vildi giftast ríkum mönnum sem væru betur menntaðir en þær sjálfar. Hakim túlkar niðurstöðurnar á þann veg að konur hafi aðra forgangsröðun í lífinu en karlar og það sé þess vegna sem til dæmis fleiri karlar séu í stjórnunarstöðum en konur. En er þessi útskýring of einföld?

Stjórnlagaþingið

Eftir rúman mánuð munu hinir 25 nýkjörnu stjórnlagaþingmenn Íslands setjast niður og hefja umræður um breytingar á stjórnarskrá landsins. Stjórnlagaþingið mun hefjast þann 15. febrúar næstkomandi og er ætlaður frekar skammur tími til þess að gera tillögu um breytingar á stjórnarskránni, aðeins 2-4 mánuðir. Stjórnarskráin er grundvallarlagatexti hvers ríkis (sem hefur á annað borð stjórnarskrá) og mikilvægt að vel sé vandað til gerðar hennar. Þá er jafnvel mikilvægara að almenn sátt ríki um hana til að hún verði sá trausti grundvöllur laga og stjórnkerfisins sem henni er ætlað að vera. Því er ljóst að um er að ræða stórt og mikið verkefni sem krefst mjög vandaðrar niðurstöðu á skömmum tíma.

Þeir greiða sem keyra

Víðast hvar í Evrópu hefur sú leið verið farin að byggja stór og skilvirk samgöngumannvirki sem fjármögnuð eru að mestu með vegtollum. Þegar ráðist er í slíkar framkvæmdir er oft hægt að stytta leiðir töluvert sem spara vegfarendum oftast tíma og eldsneyti. Þó er það þannig í flestum tilfellum þar sem þetta tíðkast að bifreiðareigandinn getur valið hvort ekið sé um gjaldfrjálsa vegi eða tollvegi. Þar sem aðstæður eru eins og hér er lýst er það hagur allra að ráðast í slíkar framkvæmdir og vegtollar réttlætanlegir.

Loksins búin

Í dag er þrettándi og síðasti dagur jóla. Þetta verður síðasti dagurinn í bili sem við fáum að njóta jólaljósa, síðasti dagurinn sem jólatréð fær að standa í stofunni. Eftir daginn í dag verður skammdegið aðeins myrkara og framundan eru tveir köldustu mánuðir ársins. Margir kveðja því jólin á þessum degi með söknuði. Það geri ég ekki. Mér er létt.

Af norsku kartöflunasli og almennum leikreglum

Ég rak upp stór augu um daginn þegar ég var einu sinni sem oftar að verja tíma á facebook og tók eftir hlekk sem vinur hafði deilt. Sá hlekkur bar yfirskriftina „Tollkvóti fyrir norskt kartöflunasl” og ég hugsaði með mér hvað þeim Baggalútsmönnum dettur alltaf eitthvað nýtt og fáránlegt í hug. En þegar ég smellti á hlekkinn lenti ég óvænt inni á vef fjármálaráðuneytisins þar sem auglýst var eftir umsóknum um tollkvóta fyrir innflutning á norsku kartöflunasli, svo sem skífum, skrúfum, hringjum, keilum o.þ.h., þó ekki úr kartöflumjöli.

Frá flokksblöðum til fríblaða

Fjölmiðlar á Íslandi hafa verið mikið til umræðu undanfarin misseri og þá aðallega rekstrargrundvöllur dagblaða. Á Íslandi hefur alltaf verið nokkuð sérstakur dagblaðamarkaður en á árum áður voru blöðin mjög pólitísk og tengdust ákveðnum flokkum. Þessi flokksblöð voru áskriftarblöð og engum duldist að þau studdu ákveðna stefnu eða jafnvel flokka.

Verum jákvæð 2011

Nú þegar nýtt ár hefur gengið í garð er vert að líta um öxl og velta því fyrir sér hvað stóð upp úr árið 2010. Árið einkenndist að mörgu leyti af neikvæðni sem hefur eins og faraldssjúkdómur smitað stóran hluta af þjóðinni. Svo gegnumsýrður er maður orðinn af svartsýni að þegar árið er gert upp hugsar maður um verðhækkanir, skerta þjónustu, launalækkanir, innbrot, líkamsárásir, vafasamar ráðningar og niðurskurðar hjá hinu opinbera sem og víðar. Neikvæðnin er orðin svo mikil að manni er hreinlega ekki hugsað til þeirra fjölmörgu jákvæðu atburða sem áttu sér stað á árinu.

Völva Deiglunnar

Fyrir hver áramót talar tímaitið Vikan alltaf við völvuna sína til að reyna komast að því hvað nýja árið á að bera í skauti sér. Þetta er skemmtileg lítil hef sem margir hafa gaman að fylgjast með. Margir hafa líka gaman af Star Trek og ætti að setja þessi tvo hluti í sama flokk.

Stjarna ársins – seinni hluti

Í framhaldi af pistli gærdagsins, heldur niðurtalningin á þeim stjörnum er skinið hafa hvað skærast á árinu, til góðs eða ills, áfram. Þegar hafa komið við sögu David Cameron forsætisráðherra Bretlands, Liu Xiabio friðarverðlaunarhafi nóbels, Suður-Afríka gestgjafi Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, Lebron James körfuknattleiksmaður og Angela Merkel kanslari Þýskalands. Eftir standa þá fimm efstu sætin og ekki eftir neinu að bíða.

Stjarna ársins – fyrri hluti

Nú er árið senn á enda og ekki er annað hægt að segja, en að það hafi verið viðburðaríkt. 2010 verður minnst fyrir margar sakir og mismunandi eftir því hver á í hlut. Líkt er þó með 2010 og árunum þar á undan, að hvert ár á sínar stjörnur sem sköruðu fram úr eða voru einstaklega eftirminnilegar á árinu. Það er gamall siður að setja saman lista yfir þá einstaklinga sem þykja skara fram úr á árinu eða vera stjörnur ársins.

Í Betlehem er barn oss fætt

Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson fjallar um jólasöguna og það erindi sem hún á við okkur enn þann dag í dag. Deiglan óskar öllum gleðilegra jóla.

Mennskan brýst í gegn

Jól og friður eru í hugum flestra nátengd hugtök og allt að því samheiti.

Maður ársins

Nú þegar árið 2010 fer að renna sitt skeið fer ákveðinn hópur landans að velta fyrir sér vali á manni ársins. Hvaða Íslendingur hefur staðið upp úr, hver hefur unnið merkilegt afrek, barist fyrir verðugum málstað, verið fyrirmynd annarra o.sv.frv. En hvernig hefur þetta verið og hver er mögulegur listi yfir menn ársins 2010.

Erlendir vogunarsjóðir fara ekki svangir að sofa

Þegar kreppan skall á árið 2008 stóðu ráðamenn frammi fyrir erfiðum ákvörðunum um hvernig ætti að bregðast við. Þar þurfti að forgangsraða og fórna tilteknum hagsmunum til að tryggja aðra. Leiðin sem íslensk stjórnvöld fóru byggði á þeirri hugsun að vernda þjóðina eins og hægt var og að ríkissjóður taki á sig eins lítið og mögulegt var af erlendum skuldum bankanna, sem mætti einnig orða þannig að betra sé að erlendir vogunarsjóðir fari svangir að sofa en íslenskar fjölskyldur.