Maður ársins

Nú þegar árið 2010 fer að renna sitt skeið fer ákveðinn hópur landans að velta fyrir sér vali á manni ársins. Hvaða Íslendingur hefur staðið upp úr, hver hefur unnið merkilegt afrek, barist fyrir verðugum málstað, verið fyrirmynd annarra o.sv.frv. En hvernig hefur þetta verið og hver er mögulegur listi yfir menn ársins 2010.

Nú þegar árið 2010 fer að renna sitt skeið fer ákveðinn hópur landans að velta fyrir sér vali á manni ársins. Hvaða Íslendingur hefur staðið upp úr, hver hefur unnið merkilegt afrek, barist fyrir verðugum málstað, verið fyrirmynd annarra o.sv.frv.

Undanfarin ár hefur listinn verið uppfullur af ,,þekktum” einstaklingum, ýmist pólitíkusum, skemmtikröftum, áhrifamönnum í viðskiptalífinu, og jafnvel íþróttafólki. Svo slæðast með einstaka hvunndagshetjur af og til. Undanfarin ár hafa þessir meðal annars náð inn á topp 10 listann

• Vilhjálmur Bjarnason – ,,Batman viðskiptalífsins”
• Jón Ásgeir Jóhannesson – Kórdrengurinn með englaBAUGINN
• Davíð Oddsson – ,,I told you so-gæinn”
• Ólafur F. Magnússon – fyrir að hafa ofnotað pick-up línuna ,,I’m your mayor” á B5
• Jóhannes Jónsson – fyrir áberandi gott uppeldi
• Eva Joly – fyrir að hafa ,,bjargað” Íslandi
• Jóhanna Guðrún – fyrir að næstum því vinna Eurovision
• Jóhanna Sigurðardóttir – fyrir að vera neydd til þess að halda áfram í pólitík
• Svandís Svavarsdóttir – fyrir heimsmet í því að sópa baráttumálum sínu undir teppið þegar valdastóllinn var unninn

Aðrir sem hafa fengið atkvæði, sumir eitt og aðrir fleiri, eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jón Gnarr, Baggalútur, Gunnar í Laugarásvídeó, Annþór Karlsson, Logi Geirsson, Laddi, Vigdís Finnbogadóttir, Jón Bjarki Magnússon, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson.

En hvernig á að velja mann ársins? Á að velja einstaklinga eða hópa? Sumir vilja fara væmnu leiðina og velja íslensku þjóðina í heild sinni, enda hefur þjóðin þurft að þola vanhæfa stjórnmálamenn, skattahækkanir, höft og bönn á algjörlega nýjum mælikvarða. Aðrir vilja velja hópa, t.d fimleikastelpurnar í Gerplu, U-21 karla landsliðið í knattspyrnu, konurnar sem hafa komið fram gegn Gunnari í Krossinum, eða Ólafi biskup, sjálfboðaliðana hjá hjálparsamtökum og einhverjir vilja víst heiðra 9 menningana.

Í ljós sögunnar og með smá svartsýnis vonleysi á samlanda mína, gæti nýji listinn litið svona út.

Maður ársins 2010

1. Jón Stóri Hallgrímz – fyrir opinskáa og hjartnæma opinberun á lífi handrukkara
2. Catalina Mikue Ncogo – fyrir ,,ríkið er verri melludólgur en ég” kommentið
3. Eiður Smár Gudjohnsen – fyrir heimsmet í samfelldri bekkjarsetu
4. Ásdís Rán – fyrir undraverðan árangur í varastækkun með glossinum einum saman
5. Björgvin G. Sigurðsson – fyrir að færa hvítþvott á næsta level
6. Megas – fyrir að vera ótrúlegt en satt, enn á lífi og djammandi
7. Júlíus Jónasson – fyrir að eiga enga vini sem benda honum á háu kollvikin
8. Ásmundur Stefánsson – fyrir að hafa ráðið sjálfan sig sem bankastjóra Landsbankans
9. Sigríður Benediktsdóttir – fyrir sérstaklega dramatískan flutning á hagfræðihluta rannsóknarskýrslu Alþingis
10. A landslið Íslands í knattspyrnu karla – fyrir að hafa fallið niður í 112.sætið á styrkleikalista FIFA en það er aðeins 5 sætum frá sögulegu lágmarki

Latest posts by María Guðjónsdóttir (see all)

María Guðjónsdóttir skrifar

María hóf að skrifa í Deigluna í júlí 2008.