Verum jákvæð 2011

Nú þegar nýtt ár hefur gengið í garð er vert að líta um öxl og velta því fyrir sér hvað stóð upp úr árið 2010. Árið einkenndist að mörgu leyti af neikvæðni sem hefur eins og faraldssjúkdómur smitað stóran hluta af þjóðinni. Svo gegnumsýrður er maður orðinn af svartsýni að þegar árið er gert upp hugsar maður um verðhækkanir, skerta þjónustu, launalækkanir, innbrot, líkamsárásir, vafasamar ráðningar og niðurskurðar hjá hinu opinbera sem og víðar. Neikvæðnin er orðin svo mikil að manni er hreinlega ekki hugsað til þeirra fjölmörgu jákvæðu atburða sem áttu sér stað á árinu.

Nú þegar nýtt ár hefur gengið í garð er vert að líta um öxl og velta því fyrir sér hvað stóð upp úr árið 2010. Árið einkenndist að mörgu leyti af neikvæðni sem hefur eins og faraldssjúkdómur smitað stóran hluta af þjóðinni. Svo gegnumsýrður er maður orðinn af svartsýni að þegar árið er gert upp hugsar maður um verðhækkanir, skerta þjónustu, launalækkanir, innbrot, líkamsárásir, vafasamar ráðningar og niðurskurðar hjá hinu opinbera sem og víðar. Neikvæðnin er orðin svo mikil að manni er hreinlega ekki hugsað til þeirra fjölmörgu jákvæðu atburða sem áttu sér stað á árinu.

Á sviðum íþrótta er úr mörgu að velja. Stelpurnar í Gerplu urðu Evrópumeistarar í hópfimleikum, strákarnir hnepptu bronsið á EM í handbolta, kvennalandsliðið komst í fyrsta sinn á EM í handbolta og U-21 árs lið karla komst á EM í fótbolta í fyrsta sinn. Á sviðum fjölmiðlunar voru einnig jákvæðar fréttir, RÚV hlaut alþjóðleg verðlaun fyrir bestu sjónvarpsfréttamennsku á árinu vegna umfjöllunar um eldgosið. Og talandi um eldgosið þá var herferðin Inspired by Iceland sett af stað en hún hlaut einmitt alþjóðleg markaðsverðlaun.

Ekki vantaði skemmtunina á árinu, Iceland Airwaves var einstaklega vel heppnuð og talið er að um 2300 erlendir gestir hafi sótt hátíðina. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stóð fyrir sínu og þar var enn eitt árið slegið fjöldamet í gestum. Sjálfur Damien Rice mætti síðan í hljómskálagarðinn við mikinn fögnuð. Þegar á heildina er litið var árið 2010 kannski ekki alslæmt.

Mikil togstreita á sér stað í þessari svartsýni sem herjar á þjóðina, því á sama tíma og manni virðist vera ókleift að sjá ljósið í myrkrinu vonar maður að einhver kveiki á því. Það er kannski til marks um það hvað maður þráir orðið glens og grín í stað endalausra dómsdagsspár að það var nánast kærkomið þegar Jón Gnarr mætti með geimverugrímu til þess að taka á móti útnefningu sem maður ársins á Stöð 2 og maður losnaði við neikvæðnis hjalið í formönnum flokkanna fyrir aftan hann rétt á meðan.

Niðurskurðurinn er sár, verðhækkanirnar óbærilegar og innbrot eru óforsvaranleg, en geðheilsa þjóðarinnar er á enda ef við reynum ekki að líta á björtu hliðarnar á þessum tímum. Mörg fyllumst við svartsýni vegna efnahagsörðugleika landsins, og skal það tekið fram að hér er ætlunin alls ekki að draga úr alvarleika hans, en það er svo margt í þessu lífi sem ekki verður metið til fjár og vert er að gleðjast yfir.

Mitt áramótarheit er að líta á björtu hliðarnar árið 2011.