Loksins búin

Í dag er þrettándi og síðasti dagur jóla. Þetta verður síðasti dagurinn í bili sem við fáum að njóta jólaljósa, síðasti dagurinn sem jólatréð fær að standa í stofunni. Eftir daginn í dag verður skammdegið aðeins myrkara og framundan eru tveir köldustu mánuðir ársins. Margir kveðja því jólin á þessum degi með söknuði. Það geri ég ekki. Mér er létt.

Í dag er þrettándi og síðasti dagur jóla. Þetta verður síðasti dagurinn í bili sem við fáum að njóta jólaljósa, síðasti dagurinn sem jólatréð fær að standa í stofunni. Eftir daginn í dag verður skammdegið aðeins myrkara og framundan eru tveir köldustu mánuðir ársins. Margir kveðja því jólin á þessum degi með söknuði. Það geri ég ekki. Mér er létt.

Þrettán daga jól virðast vera frábær hugmynd. Flestar þjóðir telja jólin vera einn til tvo daga og þrettán er miklu betra en einn eða tveir, ekki satt? Enn og aftur erum við Íslendingar bara aðeins sniðugari en þessir útlendingar, eða hvað? Þetta er nefnilega ekki alveg svo einfalt.

Lengri jól þýða fleiri fjölskylduboð með tilheyrandi óþægilegum samræðum, öskrandi krökkum í sykursjokki og vandræðalega háværum frænkum sem hefðu mátt sleppa sjöunda snafsinum. Það sem verra er, þá er í öllum þessum boðum borin fram ógrynni af alls kyns óhollum mat og þykir sérlegur dónaskapur að fylla diskinn sinn ekki a.m.k. þrisvar. Það má ekki móðga gestgjafann.

Að morgni 7. janúar sitja Íslendingar því eftir með stein í maganum, samviskubit yfir tveggja vikna ofáti og hreyfingarleysi og Visa reikning á leiðinni. Margir detta síðan í þá gryfju vegna sektarkenndarinnar að kaupa sér árskort í ræktina sem þeir munu hætta að nota eftir mánuð. Þetta friðar samviskuna lítið en stækkar Visa reikninginn töluvert.

Nei, í þessu eins og í sumu öðru tel ég að Íslendingar hafa skotið yfir markið. Við þurfum ekki að vera best í þessu. Við þurfum ekki að hafa lengstu jól í heimi. Tveir dagar er alveg nóg, takk fyrir. Allt er best í hófi.

Latest posts by Ingvar Sigurjónsson (see all)