Viðbjóðslegt samfélagsmein

Fyrst fæ ég kökk í hálsinn, svo fæ ég illt í magann. Mig langar til að gráta og æla á sama tíma. Andleg vanlíðan fylgir með: sorg, reiði og leiði. Svona líður mér þegar ég fletti í gegnum albúm Hildar Lilliendahl, „Karlar sem hata konur“.

Tímabundið í 17 ár – jafnvel lengur

Hið opinbera styrkir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi tímabundið umfram aðrar atvinnugreinar með því að endurgreiða tiltekið hlutfall af framleiðslukostnaði kvikmyndar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Endurgreiðsla ríkisins á árinu 2011 nam um 700 mkr. eða 450% umfram heimildir fjárlaga það ár. Óljóst er hverjar tekjurnar voru á móti. En það hlítur að vera aukaatriði. Kvikmyndaiðnaðurinn er svo arðbær og skemmtilegur að þetta hlítur að borga sig einhvern veginn.

„Hinn eini sanni“

Níu óraunhæfar hugmyndir sem geta komið í veg fyrir að fólk finni heppilegan maka.

Ísak og sparnaðarskatturinn

Það er ástæða til að vera hugsi yfir stöðugum kröfum stjórnmálamanna um að nýta beri fjármuni lífeyrissjóðanna í ýmisleg verkefni. Ímyndaði vinur minn, Ísak, er að minnsta kosti skeptískur.

Hættulegir páskaungar og rauðvín sem leiðir til styrjalda

Ef einhverjum fannst áfengislöggjöfin í þessu landi ekki fela í sér nógu mikla forræðishyggju, t.d. með banni á einkaverslun með áfengi og banni við auglýsingum á áfengi, þá hafa forsvarsmenn ÁTVR tekið sig til upp á síðkastið og bætt við nýju lagi ofan á allt klabbið – að ritskoða umbúðir á áfengi.

Rétturinn til þess að ljúga

Árið 2007 fór Xavier Alvarez í framboð í Kaliforníufylki. Xavier hafði svo sannarlega átt viðburðarríka ævi, hann var atvinnumaður í íþróttum, fyrrverandi hermaður, verkfræðingur að mennt og hafði verið giftur frægri kvikmyndastjörnu.

„La temporada“, vatnsblöðrur og samba

„Perdida en el carnaval de Montañita!“ Þetta voru skilaboð á Facebook í gær frá pólskri vinkonu minni sem býr í strandbænum Montañita í Ekvador. Hún var sem sagt týnd á karnivalinu – týnd í gleðinni. Í Ekvador, sem og í fleiri ríkjum Rómönsku Ameríku, er heil helgi lögð undir karnivalið en hinir eiginlegu „karnival-dagar“ eru mánudagurinn og þriðjudagurinn. Á karnivaldögunum borðum við Íslendingar rjómabollur og saltkjöt en hvað ætli vinkona mín hafi verið að gera í Montañita sem var svona frábært?

Fram af bjargbrúninni

Síðari umræða um meðferð á tillögum stjórnlagaráðs var ekki þingsins besta stund. Í raun er öll meðferð Alþingis á tillögum ráðsins þinginu til vansa og skipulag þess leiðangurs sem framundan er með þeim hætti að jafnvel þolinmóðustu farþegarnir geta ekki annað en stigið frá borði. Því miður.

Það verður kosið um skuldir 2013

Eftir rúmt ár verða alþingiskosningar. Þá mun núverandi ríkisstjórn leggja verk sín í dóm kjósenda og leitast eftir því að endurnýja umboð sitt fyrir stjórn landsins í önnur fjögur ár. Það er næsta víst að stærsta kosningamál sem kjósendur munu spyrja frambjóðendur út í á næstu mánuðum verður: „hvað ætlið þið að gera í skuldamálum?“

Bakú 2012 – nei eða já

Fyrst þarf að svara því hvort að þátttökuleysi Íslands muni vekja þannig athygli að það muni hjálpa þeim sem standa höllum fæti gagnvart ofbeldi ríkisvalds viðkomandi ríkis. Hversu mikil þarf kúgunin að vera til að réttlætanlegt sé að slíta óformlegu sambandi ríkja sem keppa á ópólítískum vettvangi líkt og íþróttir og að mann grunar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eigi að vera?

Endurhugsum eftirlitsiðnaðinn

Eftirlit á vegum opinberra stofnana hefur aukist ótrúlega hratt undanfarin ár og áratugi og sennilega meira en nokkur annar geiri með afar umdeilanlegum árangri. Markmiðið getur þó ekki verið að setja upp eftirlit á öllum mögulegum og ómögulegum sviðum samfélagsins. En á ákveðnum sviðum eru rök fyrir því að halda úti eftirliti, sem verður þá að virka.

Lofsöngur til sjálfstæðrar hugsunar

Bókin The Fountainhead eftir Ayn Rand, sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu undir nafninu Uppsprettan, er samfelld varnarræða fyrir mátt og réttindi einstaklingsins. Allir frjálshuga menn, hvar sem þeir standa í pólitík, ættu að geta notið bókarinnar og fundið í henni boðskap að sínu skapi. Hópsálir gætu hins vegar móðgast við lesturinn.

Listin að slaka á

Þegar ég flutti til Ekvador átti ég í mestu vandræðum með að venjast því sem ég kallaði „letingja-kúltúr“. Síðar komst ég að því að „letingja-kúltúrinn“ er ekkert annað en listin að kunna að slaka á. Eitthvað sem ég tel að Íslendingar þyrftu að læra betur. Við förum jú öll í sumarfrí út á land eða til útlanda, í helgarferðir í bústað eða til framandi borga en erum við í alvörunni að slaka á í þessum fríum? Búum við okkur ekki oftast til þétta dagskrá eða leyfum við okkur að gera ekki neitt? Af hverju leyfum við okkur ekki líka að gera ekki neitt í hinu daglega lífi, að minnsta kosti svona af og til?

Draumur um góðverk… annarra

Það getur verið auðvelt að fara fram á að aðrir en maður sjálfur færi heilmiklar fórnir í þágu einhvers málstaðar sem manni þykir verðugur. Verra er ef menn þurfa sjálfir að færa þær.

Hoppandi hress upp á stól

Hver hefur ekki átt þá stund í lífinu að hann hoppi upp á stól, hristi á sér bossann og lyfti upp höndum? Ég hef átt það, ég hef fylgst með ótrúlegum fjölda fólks gera það, og það er held ég fátt eins gaman og að standa aðeins hærra en hinir í kringum þig, bara vegna þess að gleðin er svo mikil. Um síðustu helgi upplifði ég slíka stund.

Uppgjörsþjóðfélagið

Andrúmsloftið á Íslandi er að verða eins og í hjónabandi þar sem þarf að „ræða málin“ á hverjum einasta degi í mörg ár. Uppgjörsiðnaðurinn hefur fest sig í sessi en engin raunveruleg úrlausn mála, dómar, refsing, iðrun og fyrirgefning virðist í augsýn. Þetta er þrúgandi ástand. Á meðan líður tíminn.

Who’s your daddy?

Jón og Gunna sváfu saman og úr varð barn. Gunna kynntist öðrum manni, Palla, á meðgöngunni og þau skráðu sig í sambúð áður en barnið kom í heiminn. Barnið var þar með sjálfkrafa feðrað og er Palli skráður faðir barnsins, þar sem þau voru í skráðri sambúð. Sama á við ef frú Gulla sefur hjá öðrum en eiginmanni sínum og úr verður barn. Þá verður eiginmaður Gullu sjálfkrafa skráður faðir barnsins. Þessi framkvæmd er eðlileg í sjálfu sér enda á það við í langflestum tilvikum að eiginmaður eða sambýlismaður konu er faðir barns hennar.

Rússnesk varðstaða um einræðisherra

Í gær beittu Rússar og Kínverjar neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um ástandið í Sýrlandi. Tillagan naut stuðnings vesturveldanna og það sem vegur e.t.v. þyngra, Arababandalagsins sem beitt hefur sér þó nokkuð í málinu og er að mörgu leyti hinn eðilegi farvegur lausnar á því ógnarástandi sem ríkir í landinu. Reynist neitunarvaldið þannig Öryggisráðinu enn og aftur fjötur um fót og leiðir til þess að viðbrögð þess verða úr takti við alvarleika málsins og tilefni.

Millistéttaraulinn er bara auli

Samfélagið virðist verðlauna á marga vegu þá sem spara lítið eða ekkert en þeir sýna ráðdeild eru fyrst og fremst hópur sem er hægt að skattleggja. Skilaboðin eru að það séu bara aular sem spari, hinir kláru gefi bara skít í slíkt og skelli sér í siglingu eða kaupi nýjan bíl.

Markmið sérstaks saksóknara

Það eru margir sem bíða óþreyjufullir eftir að rannsóknum á bankahruninu ljúki og ýmsir hafa orðið til að gagnrýna ákæruvaldið fyrir seinagang. Fréttir Stöðvar tvö um helgina vörpuðu hins vegar skýru ljósi á það hversu vandasamt verkefni sérstaks saksóknara er, en umfjöllun fréttastofunnar gekk út á það að embættið hefði ekki náð markmiðum sínum þar sem gefnar hefðu verið út færri ákærur en áætlað hafði verið.