Bakú 2012 – nei eða já

Fyrst þarf að svara því hvort að þátttökuleysi Íslands muni vekja þannig athygli að það muni hjálpa þeim sem standa höllum fæti gagnvart ofbeldi ríkisvalds viðkomandi ríkis. Hversu mikil þarf kúgunin að vera til að réttlætanlegt sé að slíta óformlegu sambandi ríkja sem keppa á ópólítískum vettvangi líkt og íþróttir og að mann grunar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eigi að vera?

Nýverið fór af stað umræða um hvort Ísland ætti að draga sig úr söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Azerbaijan í vor, vegna mannréttindarbrota þarlendra stjórnvalda. Stjórnvöld eiga annars vegar að hafa tekið eignarnámi íbúðir í grend við Kristalshöllina svokölluðu, sem á að hýsa keppnina og svo hefur verið bent á ítrekuð mannréttindarbrot gagnvart samkynhneigðum, konum og að tjáningarfrelsi sé ekki virt.

Það er áleitin spurning, hvort og þá hvenær sé rétt að draga Ísland úr þátttöku í alþjóðlegum viðburðum á borð við söngvakeppnina eða íþróttakappleiki.

Fyrst þarf að svara því hvort að þátttökuleysi Íslands muni vekja þannig athygli að það muni hjálpa þeim sem standa höllum fæti gagnvart ofbeldi ríkisvalds viðkomandi ríkis. Hversu mikil þarf kúgunin að vera til að réttlætanlegt sé að slíta óformlegu sambandi ríkja sem keppa á ópólítískum vettvangi líkt og íþróttir og að mann grunar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eigi að vera?

Nú hefur FIFA tilkynnt að heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu muni fara fram í Rússlandi 2018. Í Rússlandi er til að mynda gleðiganga samkynhneigðra bönnuð í höfuðborginni, Moskvu og reglulega skýtur upp fréttum að dularfullum dauðsföllum þeirra sem gagnrýnir hafa verið á stjórnvöld. Óhætt er allavega að segja að mannréttindi séu almennt ekki í hávegum höfð í Rússlandi. Sömu sögu er að segja af Katar þar sem heimsmeistarakeppnin í handbolta mun svo fara fram árið 2015, sem og heimsmeistarakeppnin í fótbolta árið 2022. Í Katar er samkynhneigð bönnuð með lögum og getur varðað fangelsisvist upp í allt að fimm árum. Það var nú svo í kommúnistaríkinu sjálfu, Kína, sem handboltastrákarnir okkar unnu silfrið árið 2008.

Vissulega getur sú staða komið upp að réttast er að sniðganga mótshaldara með öllu, en erfitt er að sjá að ástandið í Azerbaijan sé með þeim hætti að það skeri sig úr ástandi í öðrum löndum þar sem við mætum með bros á vör. Mun frekar ætti að hvetja stjórnmálamenn til að taka öfluga afstöðu gegn mannréttindabrotum líkt og hefur verið fjallað um hér á Deiglunni.

Það væri að sjálfsögðu ein leið að Ísland tæki aldrei þátt í keppnum sem eru haldnar á stöðum þar sem mannréttindabrot eru framin. T.d bara taka þátt í alþjóðlegum kappleikjum í Skandinavíu, það myndi líklega vekja athygli og vera aðdáunarvert út af fyrir sig. Það verður þá líka eitt að ganga yfir allar keppnir. Það verður þó að teljast frekar ólíklegt að margir séu tilbúnir til þess að draga öll landslið Íslands út úr keppnum þar sem mannréttindabrot hafa átt sér stað. Eins er óvíst hvort að íbúar þeirra landa sem þurfa að lifa mannréttindarbrotin séu betur settir, ef lönd þeirra eru sniðgengin af frjálslyndum lýðræðisríkjum. Hefði Jesse Owens betur heima setið en að sigra á Ólympíuleikunum í Munchen 1936 ?

Réttast væri að mæta til leiks í Eurovision en gefa íbúum Bakú silfurpeningana frá einræðisríkinu Kína.

Latest posts by Vignir Hafþórsson (see all)

Vignir Hafþórsson skrifar

Vignir hóf að skrifa á Deigluna í október 2009.