Ögmundur Jónassonar mætti í Silfrið um helgina og ræddi ýmis mál. Einar helstu athugasemdir ráðherrans við tillögur stjórnlagaráðs voru að þær gerðu “einkaeignarréttinum” of hátt undir höfði. Síðan dustaði hann rykið af marxískum hugmyndum eignarrétt af slíkum þrótti að í augun sveið.
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir hefur tekið áskorun um forsetaframboð og tilkynnti framboð í seinustu viku. Gerðar voru miklar væntingar til Herdísar, en með yfirlýsingum í upphafi vöknuðu spurningar hvort hún væri í þessum framboði í fullri alvöru.
Af hverju gerir gott fólk vonda hluti? Hvernig gerast hlutir eins og ofbeldið gagnvart börnum á Breiðavíkurheimilinu, pyntingarnar í Abu Ghraib fangelsinu og útrýming gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Er um að ræða nokkra „vonda einstaklinga“ eða skipta aðstæðurnar einhverju máli?
Ríkisstjórnin verður sífellt gráðugri í að taka sér ráðstöfunarrétt yfir þeim verðmætum sem til verða á Íslandi. Réttlætingin er fyrst og fremst sótt í aðra höfuðsynd – öfundina.
Hóf er hagkvæmast.
Allt kann sá er hófið kann.
Meðalhóf er best.
Vandratað er meðalhófið.
Meðalhófið er marghæfast.
Ég lít enn upp til Vigdísar Finnbogadóttur sérstaklega eftir að hún lét þau orð falla í viðtali við Monitor að hún vilji jafnrétti fyrir bæði stelpur og stráka og sagði jafnframt að allar öfgar væru hættulegar. Við eigum ekki að etja kynjunum saman. Við erum frábært teymi konur og karlar, við bætum hvert annað upp.
Það er samt einhvern veginn þannig, held ég, að konur eru frekar áhrifavaldar hjá stelpum og karlar hjá strákum án þess að maður sé eitthvað að pæla sérstaklega í því. Ég held að það sé bara vegna þess að maður samsamar sig frekar við sitt kyn, en þetta er auðvitað ekki algilt.
Marsmánuður á Íslandi er vorboði. Hann vekur upp gamlar kenndir og minnir mann á annað líf og litríkara, sumarlífið. Mars kemur í kjölfar verstu veðurmánaða ársins: janúar og hinum hrútleiðinlega febrúar, sem er svo tíðindalítill, þar sem mannsandinn rís einna hæst við að rífa í sig úldin kynfæri af sauðfé; að dag einn var tekin ákvörðun um að hafa hann einungis tuttugu og átta daga. Í marsmánuði er vorjafndægur, þar sem jafn langt er í lengstu nóttina og bjartasta daginn. Tíðafar oftar slæmt, en á það til að sýna leiftur af liðnum tíma og vekja upp vonir um grillmat og útiveru í aðeins minna en fjórtán flíkum.
Jón Daníelsson hélt því fram í flestum fjölmiðlum síðustu helgi að Seðlabanki Ísland þyrfti eiga nóg af seðlum til að borga út í seðlum allar bankainnstæður á landinu og þess vegna væri hættulegt að taka einhliða upp nýja mynt. Þetta væri rétt ef engin verðmæti og engin verðmætasköpun ætti sér stað á Íslandi. Sem betur fer er það langt í frá að vera raunin.
Það hefur ekki verið nein gúrkutíð í íslenskum fjölmiðlum undanfarið. Sögulegum réttarhöldum fyrir Landsdómi er nýlokið, sérstakur saksóknari er farinn að gefa út ákærur, Eurovision-myndbandið var frumsýnt í vikunni og það er alltaf nóg að gerast í boltanum.
Nafn Josephs nokkurs Kony er líklega með þekktari nöfnum veraldar í dag, alræmt væri þó líklega réttara orðalag. Á hann þessa nýtilkomnu upphefð að þakka samtökum sem kenna sig við heimildarmynd sem kom út árið 2004 og kallast Invisible Children. Hafa samtökin allt frá þeim tíma barist fyrir friði á svæðinu og handtöku leiðtoga LRA-samtakanna, áðurnefnds Josephs Kony.
Það hefur varla farið framhjá nokkrum hér á landi að nú standa yfir réttarhöld, en síðasti dagur málflutnings var á föstudaginn. Í fyrsta skipti í sögunni er Landsdómur saman kominn, í þeim tilgangi að rétta yfir fyrrum forsætisráðherra, Geir Hilmari Haarde. Landsdómur hafnaði þó kröfu fjölmiðla um að annað hvort sjónvarpa eða útvarpa beint frá réttarhöldunum.
Seðlabankinn er smám saman að festa þjóðina í illvígum vítahring. Stjórnmálamenn þurfa að grípa í taumana, taka völdin í gjaldeyrismálunum og lágmarka þann vanda sem við er að glíma. Annars liggur leiðin bara í eina átt – og ekki mjög góða.
Þessi pistill átti upphaflega að heita „Leikskólinn við Austurvöll“. Svo varð mér hugsað til leikskólanna og hversu mikilvægu hlutverki þeir gegna í samfélaginu – og hversu mikla virðingu ég ber fyrir starfinu sem þar fer fram. Því miður get ég ekki sagt það sama um fyrirbærið við Austurvöll, Alþingi Íslendinga. Alþingi hefur auðvitað því mikilvæga hlutverki að gegna að setja lög og fyrir því er rétt að bera virðingu. Hvernig er þó hægt að bera virðingu fyrir Alþingi þegar svo virðist sem alþingismennirnir sjálfir beri litla sem enga virðingu fyrir sínum eigin störfum?
Í kringum aðalmeðferð í landsdómsmálinu rifjast upp umræðan um hrunið og hvað hefði mátt gera til að afstýra því. Enn er verið að nálgast viðfangsefnið þannig að ráðherrar og eftirlitsstofnanir hefðu getað leyst þetta vandamál, nánast með því að ýta á einn takka, en ákveðið að sleppa því.
Eyðir þú löngum tíma fyrir framan spegilinn? Finnst þér gaman að vera að miðpunktur athygli? Ertu viss um að þú eigir eftir að ná langt í lífinu? Ertu flottastur á Facebook? Lestu þá áfram
Það hlýtur að einfalda stjórnsýslu hvers ríkis að geta sameinað helstu stefnu í utanríkismálum og efnahagsmálum í sömu aðgerðinni áratugum saman. Glæpafjölskyldan í Norður Kóreu hefur nú enn á ný tekið það sögulega skref að fresta kjarnorkuáætlun landsins í skiptum fyrir friðargjafir.
Allt frá því ég var barn man ég eftir því að heyra fólk lýsa með miklu þjósti yfir andúð sinni á utanbókarlærdómi. Það er kominn tími til að einhver komi honum til varnar.
Í kjölfar mikilla umræðna um lögleiðingu fíkniefna fjallar þessi pistill um svonefnda portúgölsku leið, en árið 2001 ákvað ríkisstjórn Portúgals að afnema refsingar við fíkniefnanotkun þar í landi. Hver voru áhrif hennar og hvaða lærdóm má draga af henni.
Árið 1978 hófst á Sunnudegi. Íslendingar voru 222.552 að tölu. Bíómiði kostaði 500 krónur. Tvær plötur með Donnu Summer kostuðu 4.600 krónur í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. Símanúmer voru fimm stafir. Mánaðaráskrift að Morgunblaðinu kostaði 1.700 krónur. Fréttablaðið, DV og ýmsir fleiri fjölmiðlar voru ekki til.
Nú liggur forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson undir feldi og veltir fyrir sér hvort hann ætli að bjóða sig fram í 5. skipti. Eins og Ólafur sagði sjálfur þá gaf hann það skýrt til kynna að hann ætlaði ekki að halda áfram sem forseti en vegna “fjölda” áskorana ætlar hann nú að íhuga málið. Fari Ólafur fram getur hann brotið enn eitt blað í sögu forsetaembættisins með því að fara fram aftur því hann gæti orðið fyrsti forseti í sögu lýðveldisins sem tapar í kosningu.