Skák og mát

Um helgina stóð Skáksamband Íslands fyrir stórskemmtilegu skákmóti sem hét Reykjavík Rapid 2004. Margir af fremstu skákmönnum heims tóku þátt í mótinu sem lauk með sigri Garrí Kasparovs sterkasta skákmanns heims.

Höfum við lært einhverja lexíu?

Það er auðvelt að vera vitur eftirá. Vandinn meiri er að draga lærdóm af reynslunni. Hvaða lærdóm má draga af aðdraganda Íraksstríðsins?

Er aðhald fjármálamarkaða af hinu illa?

Margir virðast á þeirri skoðun að yfirtökur og endurskipulagning fyrirtækja sé ekkert annað en skaðlegt gróðabrask. En hættan á yfirtöku veitir fyrirtækjum aðhald sem er mikilvægur liður í því að tryggja að framleiðslutæki í landinu séu nýtt á hagkvæman hátt.

End of an Era

Það stefnir í að 2004 verði ár breytinga, ár umróts í íslensku samfélagi. Davíð Oddsson, Ari Teitsson og Menntaskólinn í Reykjavík eru tákngervingar þesa umróts.

Getur verið að þú leigir?

ReykjavíkÓlíkt því sem almennt gerist hjá nágrannaþjóðum okkar hefur íslenskur leigumarkaður ekki verið upp á marga fiska. Landinn hefur viljað eiga sitt húsnæði sjálfur. Stemmingin hefur verið sú að einungis þeir leigi sem ekki hafa efni á að kaupa sér íbúðir eða búa í tímabundnu húsnæði.

Þetta gæti þó verið að breytast og fólk átta sig á því að ekki er alltaf hagstæðara að kaupa og í sumum tilfellum er ekki mikill munur á því að kaupa og leigja.

Jöfn fyrir guði og lögum?

Síðan lög um staðfesta samvist tóku gildi hér á landi árið 1996 hefur umræðan um hjónabönd og staðfesta samvist samkynhneigðra fyrst og fremst beinst að kirkjunni, sem hefur verið sökuð um að draga lappirnar í þessum málum. Á meðan hér er við lýði stjórnarskrárvernduð þjóðkirkja vaknar hins vegar sú spurning hvort það sé raunverulega á valdi hennar að jafna stöðu eða koma í veg fyrir jafna stöðu samkynhneigðra í þessu sambandi.

Krónur á hvern kjörinn þingmann

sdfdÁ þessum síðustu og verstu tímum er fátt mikilvægara en að finna sjálfan sig. Sumir gera betur en aðrir í þeim efnum og finna sjálfa sig allt að því 54 sinnum í röð.

Mannslíf metin til fjár

Fyrir skömmu varð hörmulegt slys við Kárahnjúka þar sem ungur maður beið bana. Þótt það geti virst kaldranalegt að velta vöngum yfir því á þessari stundu, hvarflar hugurinn til fyrri umfjöllunar um öryggismál og áætlanagerð í tengslum við virkjunina, sem voru til umræðu á síðasta ári.

Minna kólesteról, minni hætta á hjartasjúkdómum.

Niðurstöður sem þessar ætti fólk ekki að láta fram hjá sér fara enda eru hjartasjúkdómar algengasta dánarorsökin í hinum vestræna heimi.

Hinar „staðföstu“ þjóðir

Madríd 11-3Skelfileg hryðjuverk í Madríd í síðustu viku virðast hafa haft úrslitaáhrif á spænsku þingkosningarnar. Búið er að senda hryðjuverkamönnum heimsins skilaboð: Hryðjuverk geta skilað „árangri“. Ef svo hræðilega má að orði komast.

Ég verð að ná Sambandi

Árni Magnússon virðist telja að stjórnmálamenn ráði ekki nógu miklu og þurfi hugsanlega að endurskoða það frelsi sem þeir hafa „veitt” á undanförnum árum. Miðað við þetta getum við eflaust þakkað fyrir að hann komst ekki fyrr í ríkisstjórn – ella hefði hann kannski náð að skemma þann mikla árangur sem náðst hefur á síðustu áratugum. Og hver veit? Kannski væri Sambandið þá enn á lífi.

Freud og sálgreining

Sigmund Freud er í dag líklega sá kennismiður í sálfræði sem almenningur kannast mest við. Þegar fólk hugsar um sálfræðinga og geðlækna sjá líklega flestir fyrir sér sófann góða sem fólk leggst á áður en það greinir frá vandamálum sínum. En hverjar voru kenningar Freuds og var eitthvað vit í þeim?

Hún byrjar bratt!

Hún fer bratt af stað kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Þegar enn eru tæpir átta mánuðir til kosninga hefur John F. Kerry lýst repúblikana hóp lævísra lygara og repúblikanar hafa svarað með því að kalla Kerry, Ted Kennedy í megrunarkúr.

Risinn

Í dag var greint frá því í helstu fjölmiðlum landsins að líklegast mundi Enski boltinn færast yfir á SkjáEinn á næsta ári. Þetta hlýtur að vera mikið áfall „fjölmiðlarisann mikla“ sem á víst að vera allsráðandi á íslenskum fjölmiðlamarkaði.

Hermdarverkin í Madríd

Íbúar Spánar vöknuðu upp við skelfilegan draum í gærmorgun þegar í ljós kom að hryðjuverkamenn höfðu sprengt tíu sprengjur í lestum eða á brautarstöðvum í Madríd. Árásin hafði greinilega þann tilgang að valda sem mestum skaða því sprengingarnar urðu á annasamasta tíma dagsins. Árásin undirstrikar hlutverk löggæslu fremur en hernaðar í vörnum gegn hryðjuverkum.

Einkarekstur – Nýjar leiðir

Á allra síðustu árum hefur færst í vöxt hér á landi að einkaaðilar taki að sér að veita þjónustu sem ríki og sveitarfélög hafa fram til þessa annast. Ef vel tekst til eiga allir hlutaðeigandi að geta hagnast á einkaframkvæmd eða með öðrum aðferðum þar sem rekstarleg ábyrgð er færð frá hinu opinbera til einkaaðila.

Skattalækkanir strax

Ef marka má yfirlýsingar formanns Framsóknarflokksins og verðandi forsætisráðherra mun flokkur hans hugsanlega standa gegn áformum um skattalækkanir á vorþingi. Sú afstaða er kvíðvænleg, svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Forsetakosningar í Rússlandi

Síðustu vikur hefur forval forsetakosninga Bandaríkjunum vakið mikla athygli enda líkur á því að hart verði tekist á á milli frambjóðenda demókrata, John Kerry’s og núverandi forseta George W. Bush. Aðrar kosningar í öðru risaveldi hafa vakið minni athygli heimspressunnar þó nú séu aðeins 3 dagar þangað til að Rússum býðst að ganga að kjörborðinu.

Beint lýðræði

Nýlega skapaðist umræða um beint lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur í kjölfar annarrar umræðu um völd og hlutverk forseta Íslands. Skoðanir eru skiptar, sumir telja málið mestu lýðræðisbót á meðan aðrir þjást af óskiljanlegum ótta við heimsku þjóðarinnar.

Lifandi vísindi

Í nýjasta hefti tímaritsins Lifandi vísindi eru tækni- og vísindaframfarir síðustu tveggja áratuga raktar. Í þessu greinargóða yfirliti eru það þó ekki aðeins áfangar í tækni og vísindum sem náðst hafa sem koma á óvart. Stigvaxandi hraði framþróunar á þessum sviðum er ekki síður athyglisverður.