Ekki láta nafnið fæla ykkur frá. Bókin The Right Nation: Conservative Power in America á fátt sameiginlegt með geðsjúklingum á borð við Ann Coulter, Rush Limbaugh og Bill O´Reilly. Höfundarnir eru tveir breskir blaðamenn, John Micklethwait og Adrian Wooldridge hjá The Economist, sem hafa starfað sem fréttaritarar í Bandaríkjunum undanfarin ár.
Engum dylst að á Alþingi eru lið. Hefur það raunar afhjúpast oft og tíðum í ummælum einstakra þingmanna, sem virðast raunar halda svo fast við liðskipanina, að nærtækt er að álykta að þeir telji sig þátttakendur í knattspyrnuleik.
Það er oft ekki fyrr en lyktarskynið glatast, t.d. vegna kvefs, að maður áttar sig á því hvað það spilar mikilvægt hlutverk í leik og starfi. Nýjustu Nóbelsverðlaunahafarnir á sviði læknisfræði eyddu meira en áratug í að komast að því nákvæmlega hvernig.
Nýtilkomin umhyggja einstakra stjórnmálamanna og fjölmiðla fyrir því að halda aftur af ríkisútgjöldum er mikið fagnaðarefni. Vonandi er að myndast breið samstaða um það í samfélaginu að standa fast gegn öllum kröfum sem upp kunna að koma um viðbótarframlög úr ríkissjóði.
Þetta er spurning sem margir andstæðingar viðskiptafrelsis og afnáms landbúnaðarstyrkja hafa áhyggjur af. Þessar áhyggjur eru allt of oft byggðar á misskilningi.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birtir í vikunni skýrslu um hvort hefja eigi samningaviðræður við Tyrkland um aðild að sambandinu. Hugsanleg innganga Tyrklands virðist vekja sterk viðbrögð meðal almennings.
Stundum er þörf, nú er nauðsyn. Ég er þreyttur á stöðugu rugli. Fólk er sífellt að láta rugl út úr sér og lætur misvitra sérfræðinga segja sér fyrir verkum.
Í helgarnesti dagsins er tilvalið að staldra aðeins við og líta um öxl á atburði vikunnar sem er að líða.
Til að safna upplýsingum um DC++ „tölvuþrjótahringinn“ fylgdist lögreglan með internetnotkun þeirra í nokkra mánuði, og segist hafa upplýsingar um internetnotkun um hundrað íslendinga.
Að horfa á þingfund er góð skemmtun. Þessi pistill er leyfður öllum aldurshópum.
Kosningar færast sífellt nær og Bandaríska þjóðin bíður í ofvæni eftir nýjum eða gömlum forseta.
Ásmundur Stefánsson hagfræðingur kynnti í gær nýja rannsókn á því hvernig staða aldraðra verður eftir 40 ár, og voru niðurstöðurnar mjög jákvæðar. Það er því ágætt tilefni til að velta fyrir sér stöðu aldraðra í dag. Enn viðgengst það á elliheimilum landsins að heimilismönnum er ætlað að tvímenna í herbergjum sínum, sem oft eru heimili fólks í ár eða jafnvel áratugi. Hvernig má það vera?
Um helgina var haldin viðamikil björgunaræfing. Sett var á svið stórslys á Reykjavíkurflugvelli. Æfingin þótti heppnast vel en leiðir hugann að því hversu vel í stakk búin við erum til að bregðast við aðstæðum sem þeim sem þarna mynduðust.
Viðskiptaráðherra kynnti í síðustu viku drög að frumvarpi um breytingu á lögum um hluta- og einkahlutafélög. Drög að breytingunum eru gerð í kjölfar skýrslu nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi sem birt var í lok ágúst.
New York, Kalifornía, Írland, Noregur og bráðum Svíþjóð eru meðal þeirra sem lagt hafa bann við reykingum á veitingarhúsum og börum. Í þessum pistli er ætlunin að skoða nokkur rök fyrir slíku banni.
Í kosningum um helgina felldu Svisslendingar tillögur Ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um ríkisborgararétt. Svissnesku lögin eru einhver þau íhaldsömustu á byggðu bóli. Það er til dæmis ekkert sem tryggir að fólk sem hefur búið alla ævi í Sviss, eða jafnvel börn þeirra, fái ríkisborgararétt.
Mikilvægur þáttur í kosningabaráttu bandarískra forsetaframbjóðenda eru kappræðurnar sem eiga sér stað nokkrum sinnum fyrir hverjar kosningar en frammistaða forsetaefnanna í kappræðunum getur haft úrslitaáhrif á niðurstöðu kosninganna.
Allar einkavæðingar hafa mætt mótspyrnu en hingað til sagan sýnt fram á að hættan var ekki sú sem menn töldu. Þess vegna verður að drífa í einkavæðingu Símans.
Ævintýri lánlausa lögregluforingjans Jacques Clouseau í kvikmyndunum um bleika pardusin eru óborganleg.
Auðveldasta leiðin til að sannfæra fólk um kosti einkabílsins er að halda bíllausa daga í Reykjavík. Eða það hélt ég að minnsta kosti þar til í fyrradag. Hér á eftir fylgir saga af hrokafullum ungum manni sem mætir örlögum sínum í miðborg Reykjavíkur.