Svo sem varla hefur farið fram hjá neinum munu eiga sér stað forsetakosningar í Bandaríkjunum eftir u.þ.b. tvær vikur. Það er viðtekin venja í Bandaríkjunum að stóru dagblöðin stilli sér upp á bak við einn frambjóðanda fyrir kosningar. Pistlahöfundur telur það varhugavert að fjölmiðlar beiti sér með þessum hætti til að hafa áhrif á úrslit kosninga.
Aukið viðskiptafrelsi og afnám ríkisstyrkja kemur ekki öllum að góðu. Slík stefna er því tvíræð frá siðferðilegu sjónarmiði.
Fólki virðist finnast það hræðilegt að aðilar sem séu ekki „alvörupar“ geti notað sér kosti hjúskapar á „fölskum forsendum“. Umræðan um hentihjónabönd hefur þannig skotið upp kollinum hér sem annars staðar. En er nóg að nema staðar þar? Þarf ekki að tækla hentisamkynhneigð líka?
Flest förum við reglulega í apótek til að kaupa tannkrem, magnyl, eða þá einhver lyf sem læknir hefur ávísað okkur. En í apótekinu má líka finna aðra hluti, svo sem náttúruleg þynnkumeðul, brennsluaukandi pillur, náttúrumeðul við appelsínuhúð og svefnaukandi efni í sama stíl. En eru þetta vörur sem eiga heima á hillum apóteka?
Ég er ein af þeim sem hef aldrei skilið öll lætin í kringum fótbolta og hef velt því fyrir mér hvort þessi ólæknandi baktería gæti hreinlega ekki verið heilsuspillandi. Ég hef bara aldrei skilið þetta. Því finnst mér það í líkingu við það að einhver af mínum listrænt steingeldu vinum segðist hafa fundið fegurðina í ballet, að segja frá því að ég hef séð ljósið í fótbolta.
Sumir spá í bolla, aðrir stjörnumerki og fleiri ráða drauma. Greinarhöfundur spáir í stórmyndina Demolition Man.
Þriðju og síðustu kappræður forsetaframbjóðendanna John Kerry og George W. Bush fóru fram í nótt. Staðsetning þeirra í þetta skiptið var táknræn. Þær voru haldnar í þriðja stærsta háskóla Bandaríkjanna, Arizona State, í byggingu sem upphaflega var hönnuð sem tónleikahús og átti að rísa í Bagdad, höfuðborg Íraks.
Þórður Þórisson (nei, ekki ég!) missti, ef mark er takandi á auglýsingu í dagblöðum landsins, 4,3 kíló á aðeins tveimur dögum – þökk sé Hollywood kúrnum. Það er hins vegar ekkert merkilegt. Þórður Þórarinsson (já ég!) missti næstum tvöfalt fleiri kíló, reyndar á lengri tíma, þökk sé nýjum byltingarkenndum megrunarkúr – streptokokkakúrnum!
Samhliða forsetakosningunum nú í nóvember munu íbúar í Colorado kjósa um athyglisverða breytingu á lögum um forsetakjör í fylkinu. Tillagan gerir ráð fyrir að kjörmönnum fylkisins verði í framtíðinni úthlutað með hlutfallskosningu.
Hver er munurinn á leigumorðingja og atvinnu mannorðsmorðingja? Það er von til þess að koma leigumorðingjanum á bak við lás og slá en ef þú snýst gegn hinum er allt eins víst að þú verðir sjálfur næsta fórnarlamb hans. Erum við virkilega orðin aftur eins og blóðþyrstur lýðurinn í Colosseum til forna?
Rússneski blaðamaðurinn, leikritahöfundurinn og rithöfundurinn Mikhaíl Búlgakov fæddist árið 1891 í Kiev. Þegar hann var 29 ára gamall ákvað hann að gerast rithöfundur og þá fyrst byrjuðu vandræðin.
Vísindamenn við Kentucky-háskóla tilkynntu núverið að konur virðast þola áfengi betur en karlmenn.
Í frumvarpi sem Pétur Blöndal hefur lagt fram er lagt til að forsetaembættið verði lagt niður. Sjálfsagt muni einhverjir túlka þetta sem árás á Ólaf þótt ungir Sjálfstæðismennn höfðu verið á þessari skoðun raunar áður en til átakanna um fjölmiðlafrumvarpið kom. Stjórnskipulega eru þessar hugmyndir ágætar en varast ber að ofáætla þann „sparnað“ sem af þeim getur hlotist.
Í ljósi sívaxandi útgjalda vegna heilbrigðismála er nauðsynlegt að grípa til aðgerða svo að þeir fjármunir nýtast sem best. Rannsóknir hafa sýnt með ótvíræðum hætti að vænlegast sé að efla heilsugæslu sem fyrsta valkost í heilbrigðiskerfinu og víða hafa markaðslaunir verið innleiddar með framúrskarandi árangri.
Íslendingar kunna ekki að drekka. Undanfarið hafa fréttir og umræður gefið það til kynna að vínmenning hafi skapast á landinu en það er tómt kjaftæði. Hefðbundin helgi hjá ungum Íslendingum er rússíbanaferð sem oftar en ekki endar illa. Helgarnestið einbeitir sér að áfengi þessa vikuna.
Öll vitum við hversu tungumálið er mikilvægt til að skiptast á skoðunum. Ýmsar rannsóknir benda til þess að tungumál sé ekki bara forsenda þess að geta tjáð skoðanir sínar, heldur sé það í vissum tilfellum forsenda þess að hafa þær yfir höfuð.
Ein þreyttasta tugga í nútíma stjórnunarfræðum er stærðarhagkvæmnistuggan 1+1=3. Henni hefur verið haldið uppi að stórum hluta af greiningardeildum fjármálafyrirtækja sem lýsa því stöðugt yfir að fyrirtæki sem sameinist eigi að hækka í verði. Þetta gera þau þrátt fyrir að vita það fullvel að það eru nær engar rannsóknir í stjórnun sem staðfesta að stærri einingar skili betri afkomu en smærri.
Í verkfalli kennarastéttarinnar er snjallráð að nýta hádegispistil dagsins í að kenna íslenskum grunnskólabörnum eitt og annað um réttritun.
Hvernig tekst Zöru að bjóða upp á fatnað samkvæmt nýjustu tísku, samtímis um allan heim á töluvert lægra verði en keppinautarnir? Skýringin er sú að Zöru búðirnar eru reknar eftir sérstakri hugmyndafræði
Það þarf enginn að velkjast í vafa um að verðlag á Íslandi er hátt, nema á kranavatni. Ég hef nú stundað nám í Bandaríkjunum í rúmlega ár og í leiðinni kynnst verðlagi sem var mér framandi áður en ég lagði land undir fót. Nauðsynjavörur og þjónusta eins og matvara, bensín, sjónvarp, internettenging og fleira eru umtalsvert ódýrari en maður á að venjast á klakanum.