Áfengisóþolandi niðurstöður

sdfdVísindamenn við Kentucky-háskóla tilkynntu núverið að konur virðast þola áfengi betur en karlmenn.

Skál í boðinu…

Það urðu uppi fótur og fit á ölstofum og kaffibörum borgarinnar þegar vísindamenn við Kentucky-háskóla tilkynntu að kvenmenn virðast þola áfengi talsvert betur en karlmenn. Niðurstöðurnar voru birtar eftir áralangar rannsóknir á drykkjumynstri karla og kvenna og miðaðist rannsóknin við að mæla líkamleg áhrif eftir einn drykk á barnum. Karlpeningurinn brást almennt ókvæða við fréttunum, réðst til atlögu að nálægum bargestum en hringdi að því búnu til þeirra sem sáu um framkvæmd rannsóknarinnar og sagði: „Veistu, ég hefi alltaf elskað ykkur…(hikk)!“

Niðurstöðurnar koma eins og köld vatnsgusa framan í karlmenn um víða veröld og eru síst til þess fallnar að styrkja annars brenglað sjálfsmat þeirra sem orðið hefir fyrir hverri árásinni á fætur annari undangengin misseri.

Ein af meginniðurstöðum rannsóknarinnar var sú að bæling virtist minnka þrisvar sinnum meira hjá körlum en konum miðað við sama áfengismagn í blóði, eins og greint er frá í tímaritinu Addicition. Vísindamennirnir segja að þetta KUNNI að útskýra hvers vegna karlmenn verða árásagjarnari við áfengisneyslu en konur. Að sögn rannsakenda eru aðrir mögulegir áhrifaþættir taldar vera óþol gagnvart Idol-stjórnuleit sem verði til þess að karlmenn drekki úr hófi fram milli 20 og 21 á föstudagskvöldum.

Enn hefir þó ekki tekist að benda á beint orsakasamband þar á milli.

Latest posts by Halldór Benjamín Þorbergsson (see all)