Klíkan í Reykjavík

Allir flokkanir sem standa að R-listanum bera ábyrgð á klúðrum og svikum síðustu ára, hvort sem boðin verði fram sameiginlegur listi eða ekki.

Stress og stundvísi

Hver þekkir ekki af eigin raun að vera á síðustu stundu að klára verkefni dagsins, vera fimm mínútum of seinn á fund eða missa af fyrstu mínútunum í bíói? Það hefur stundum verið sagt að þetta sé einkenni okkar Íslendinga. Þessu fylgja bæði kostir og gallar.

Gíslatakan í Teheran 1979

Þann 4. nóvember 1979 réðust íranskir námsmenn inn í bandaríska sendiráðið í Teheran höfuðborg Írans og náðu því á sitt vald. Þeir tóku sendiráðsstarfsmennina sem gísla og héldu þeim föngnum í 444 daga með stuðningi nýju stjórnarinnar sem íranska byltingin hafði alið af sér fyrr á árinu.

Sjúklegur veðuráhugi

Sumarleyfin eru nú í fullum gangi og svo virðist sem að þessum árstíma fylgi ávallt sjúklega mikill áhugi á veðrinu. Ástæðan er sú að fólk bindur miklar vonir við veðrið telur að það ráði úrslitum um það hvernig fríið heppnist. Í þessum pistli er þessari áráttu landans gerð skil.

Geimferðir NASA hefjast á ný



Þrátt fyrir að geimferðir séu engin nýlunda og flokkist því varla undir nýjustu tækni og vísindi, þá ætlar ævintýraljóminn seint að hverfa af þessum lengstu ferðalögum mannsins. Á miðvikudag er fyrirhugað að geimflaugin Discovery hefji sig til lofts.

Framsæknir þingmenn – afturhaldsþjóðir?

Á Íslandi og víðar koma andstæðingar beins lýðræðis oftast úr röðum íhaldsmanna meðan frjálslyndir vinstrimenn eru því hvað mest fylgjandi. Í þessu felst ákveðin þversögn enda sýnir reynsla annarra þjóða að mun erfiðara sé að koma á breytingum í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu en þing.

Satyagraha hins vestræna almennings

Þegar menn fylgjast með viðbrögðum Lundúnarbúa við hryðjuverkaárásunum sem þar áttu sér stað getur maður vart annað en fyllst aðdáun á þeirri stóísku ró sem þeir hafa tekið atburðunum með.

Kína – risinn í austri

Mikið hefur verið fjallað um Kína undanfarna mánuði í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til landsins í síðasta mánuði, ásamt fylgdarliði. Umfjöllunin hefur að megninu til snúist um viðskiptatækifæri Íslendinga í landinu, sem er gott og vel, en í þessari grein langar mig að fjalla um nokkrar staðreyndir Kína, hvað varðar land og þjóð.

Hryðjuverk virka ekki

Á síðasta fimmtudag var heimsbyggðin enn og aftur minnt á þá staðreynd að öryggi á Vesturlöndum er ekki sjálfgefið. Saklaust fólk var myrt með hrottalegum hætti í miðborg Lundúna og enn fleiri sitja eftir sárir, hvort sem er á líkama eða sál.

Una cerveza por favor

Sundföt, sandalar, sólgleraugu, kútar, vindsæng, sólarvörn númer 4, 6, 8, 15, 30 og 50 –allt eftir húðlit og grunni og síðast en ekki síst, after sun til að hin dýrmæta brúnka flagni ekki af fyrir lendingu í Keflavík. Að ýmsu þarf að huga þegar lagt er í sólarlandaferð en fjöldi Íslendinga flykkist nú, sem önnur sumur, suður á bóginn til að njóta veðurfars og ódýrara verðlags sólríkra landa.

Demantar að eilífu?

sdfdBesta auglýsingabrella allra tíma var fólgin í því að sannfæra karlmenn á biðilsbrókunum um að demantar væru í senn fágætir og verðmætir.

Dönsk afmælisveisla

sdfd

Það er frekar fúlt að eiga afmæli yfir sumartímann. Helgarnestið er að þessu sinni kokhraust og ætlar sér ekki bara að fullyrða að það sé fúlt heldur ansi fúlt að eiga afmæli yfir sumartímann. Sérstaklega ef þú ert barn og allir vinir og félagar eru út úr bænum eða að svamlandi um á spænskum eða portúgölskum ströndum – og afmælisbarnið sem blásið hefur til fagnaðar, situr kannsk uppi með hauga af brauðtertum þar sem majónesan er farin að skilja sig og flatt gos, ásamt veislu sem samanstendur af skrýtna stráknum með freknurnar og gleraugun og stelpunni með plattfótinn.

Vandi Afríku

Í kjölfar vel heppnaðar Live-8 tónleika hefur athygli alþjóðasamfélagsins beinst að bágum kjörum almennings í Afríku. Augu flestra eru núna á fundi átta helstu iðnríkja heims þar sem Tony Blair mun reyna, í skugga hryðjuverkanna, að ná fram einróma samþykki um raunhæfar lausnir á vanda Afríku.

Sækjast sér um líkir

Það skiptir öllu að fara rétt að þegar menn hyggjast níðast á náunganum. Regla siðleysingjans númer eitt er: Ekki skilja eftir ummerki eða áverka – þá er allt í lagi. Svo virðist sem veruleikafyrring og andlegt óheilbrigði sé vaxandi vandamál í fjölmiðlaheiminum.

Faðmlag á dag kemur skapinu í lag

Það er alveg ótrúlegt hversu miklu eitt faðmlag getur breytt. Hver hefur ekki upplifað það um ævina að finna særindi, illindi, ótta eða depurð fjara út við innilegt faðmlag eða snertingu yfirleitt? Jafnvel þegar deilandi aðilar snertast, eða faðmast, getur það orðið til þess að deilurnar eru úr sögunni og hið jákvæða á milli aðilanna brýst fram og tekur yfirhöndina í aðstæðum sem augnabliki áður virtust óleysanlegar og ósættanlegar.

McSlæða

Um daginn keypti undirritaður sér kaffi á Aðaljárnbrautastöðinni í Kaupmannahöfn. Eins og sönnum fjölmenningarsinnuðum kapítalista sæmir var kaffið keypt í McDonalds. Þótt kaffið hafi verið ágætt var það þó höfuðklæðnaður starfstúlkunnar sem gladdi hjarta undirritaðs. Þetta var blá höfuðslæða með kunnuglegum gulum „M“-um á víð og dreif.

Svindlað á dauðanum

Ný lyf, nýjar aðferðir í skurðlækningum og líffæraflutningar hafa gefið mannskepnunni ótal vopn til að berjast gegn eða fresta vísum dauða. Nýjustu fregnir af meðhöndlunum lífshættulegra bráðatilfella herma að nú sé hægt að vekja fólk aftur til lífs eftir allt að þriggja tíma dauða. Ótrúlegt?

Króna hér og króna þar

Flestir kannast við það hafa borgað auka krónur fyrir hluti eða þjónustu sem eftir á að hyggja þeir hefðu geta sloppið við. Yfirleitt er um að ræða smáar upphæðir sem fæstir hafa fyrir að amast yfir og oft er það svo að við tökum ekki einu sinni eftir því að verið er að rukka okkur hærri upphæð en við þurfum að borga.

Samkynhneigðir í eina sæng á Spáni

Í síðustu viku voru Kanadamenn og Spánverjar þriðja og fjórða ríkið í heiminum til að samþykkja lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra. Enn er langt í land að Íslendingar séu til fyrirmyndar í málefnum samkynhneigðra þó að við séum framar flestum öðrum ríkjum.

2. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar

Undirrituðum hefur ævinlega fundist 2. mgr. 65. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Ísland, l. nr. 33/1944, sbr. 3. gr. l. nr. 97/1995 um breytingar á henni, einkennilegt ákvæði þ.e. að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna.