Dönsk afmælisveisla

sdfd

Það er frekar fúlt að eiga afmæli yfir sumartímann. Helgarnestið er að þessu sinni kokhraust og ætlar sér ekki bara að fullyrða að það sé fúlt heldur ansi fúlt að eiga afmæli yfir sumartímann. Sérstaklega ef þú ert barn og allir vinir og félagar eru út úr bænum eða að svamlandi um á spænskum eða portúgölskum ströndum – og afmælisbarnið sem blásið hefur til fagnaðar, situr kannsk uppi með hauga af brauðtertum þar sem majónesan er farin að skilja sig og flatt gos, ásamt veislu sem samanstendur af skrýtna stráknum með freknurnar og gleraugun og stelpunni með plattfótinn.

Hressir menn…

Það er frekar fúlt að eiga afmæli yfir sumartímann. Helgarnestið er að þessu sinni kokhraust og ætlar sér ekki bara að fullyrða að það sé fúlt heldur ansi fúlt að eiga afmæli yfir sumartímann. Sérstaklega ef þú ert barn og allir vinir og félagar eru út úr bænum eða að svamlandi um á spænskum eða portúgölskum ströndum – og afmælisbarnið sem blásið hefur til fagnaðar, situr kannsk uppi með hauga af brauðtertum þar sem majónesan er farin að skilja sig og flatt gos, ásamt veislu sem samanstendur af skrýtna stráknum með freknurnar og gleraugun og stelpunni með plattfótinn.

Ein leið við þessu er að fara bara í ferðalag meðan á afmælinu stendur. Kostur slíks er sá að þá lítur það út fyrir að afmælisbarnið hafi ótilneytt ákveðið að best væri að eyða afmælinu á ferðalagi, þegar oft á tíðum er það ekki löngun til ferðalags sem ræður för heldur leyndur ótti um að vera dissaður í sumarafmælisveislu – eigin sumarafmælisveislu meira að segja.

Í fréttum liðinnar viku var sagt frá heimsókn Bush Bandaríkjaforseta til Danmerkur. Var heimsókn forsetans farin í þeim tilgangi meðal annars að heimsækja einn dyggasta stuðningsmann meðal þjóðarleiðtoga Evrópu Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur.

Er heimsóknin merkileg fyrir margra hluta sakir – en um pólitískan tilgang þessarar ferðar verður ekki farið nánar út í hér – enda er Helgarnestið meira stillt inn á húmanískan tilgang lífsins. En það sem Helgarnestið tók sérstaklega eftir var að Bush fór og heimsótti Anders-Fogh og Dani einmitt sama dag og hann fagnaði 59 ára afmæli sínu.

En forsætisráðherra Danmerkur, greinilega enginn tilfinningalaus rusti, heldur einmitt maður sem skilur vel þessa erfiðleika við það að vera sumarafmælisbarn – og það þrátt fyrir að eiga sjálfur afmæli í janúar.

Til þess að gleðja Bush fékk hann Tindátalúðrasveit danska hersins til þess að leika ,,Hannáafmæliídag” þegar Bush kom að hitta hann og sjálf Danadrottning var dubbuð upp í að bjóða forsetanum upp á afmælisköku með kertum-svona rétt í sígópásu morgunsins hjá hennar hátign.

Á fréttamyndum sýndist Bush jafnvel vera klökkur yfir því að munað var eftir afmælinu hans.

Og hvað má læra af ofangreindu. Jú…það er mikilvægt að sýna þeim sem eiga afmæli á sumrin tillitssemi og skilning.

Þá er bara spurningin hvort Bush minnist frekar, lúðrablásturs- og kökuveislu Dana, eða þegar Davíð Oddsson söng fyrir hann afmælissönginn síðast þegar Bush fagnaði afmælið.

Það er spurning sem er verðugt að taka með sér inn í helgina!

Góða helgi!

Latest posts by Ari Karlsson (see all)

Ari Karlsson skrifar

Ari hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2005.