Undirritaður mætti nýlega á merkilegan fund Heimdallar um íslenska landbúnaðarkerfið. Á einum stað tjáði hinn fluggáfaði og fjallmyndarlegi frummælandi Jón Steinsson þá skoðun sína að hann héldi að íslenskur mjólkuriðnaður gæti hugsanlega staðið undir sér, en bað þó enga síður alla sem vissu betur að leiðrétta sig.
Í geimnum gilda margvíslegar reglur. Engar settar reglur gilda þó um geimskiparán.
Augljósasti kosturinn í málefnum innanlandsflugs er sá sem er einna minnst í umræðunni. Við megum ekki láta eiginhagsmuni fárra og kjarkleysi stjórnmálamanna afvegaleiða okkur heldur krefjast skynsamlegrar lausnar.
Margsinnis hefur í rannsóknum komið fram að inntaka lyfleysu virðist oft hafa áhrif á líðan fólks til jafns við það sem virkt lyf gerir. Er þá ekki bara þjóðráð næst þegar að tvær verkjastillandi eru ekki við höndina á slæmum degi að taka bara tvær sakkaríntöflur – og sjá hvað gerist!?
Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga er rétt að velta því fyrir sér hvort glasið sé hálffullt, hálftómt eða hvort þingheimur sé jafnvel orðinn uppfullur af sjálfum sér.
Á dögunum úrskurðaði Persónuvernd að leynilegt rafrænt eftirlit í búningsklefa líkamsræktarstöðvar væri ólögmætt. Er réttlætanlegt að beita ítrustu aðgerðum sem þessum við að góma þjóf?
Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins í síðustu viku hefur farið fram umræða í ríkisstjórninni um breytingar á stjórnsýslunni og fækkun ráðuneyta. Of snemmt er að segja til um hvort nokkuð komi út úr þeim viðræðum en engu að síður er ástæða til að fagna því að þetta hefur verið tekið til skoðunar.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku var sagt frá tveimur skýrslum um þjóðhagsleg áhrif stóriðju. Önnur var vel rökstudd en hin var bull. Samt var þeim gert jafnt til höfuðs af fréttastofunni. Er ekki hægt að ætlast til þess að fréttamenn kynni sér aðeins trúverðuleika þess sem þeir eru að segja fréttir af?
Eins og þjóðin hefur eflaust tekið eftir þá er R-listinn að líða undir lok og ekki lengur munu flokkarnir sameinast til þess að halda völdunum frá Sjálfstæðismönnum. En í ljósi þessa verður að líta á verk hvers flokks í þessu samstarfi því það er víst einhver er ábyrgur fyrir öllu.
Í dag er menningarnótt. Þversögn? Já, þar sem að viðburðurinn stendur frá klukkan 11 til 23 og spannar því tíma sem flestir myndu líklega kalla dag og kvöld. En menningardagur/kvöld hljómar bara alls ekki jafn vel þannig að hver er að kvarta.
Í helgarnesti dagsins er fjallað um Menningarnótt og óræð tengsl næturinnar við smástirni af ýmsum toga auk þess sem þeirri spurningu er velt upp hvort mögulegt sé að læsi manna á annað en slúðurblöð fari almennt þverrandi.
Því hefur verið fleygt að mikil dýrkun á ungu fólki ríki í þjóðfélaginu í dag og reynsla sé lítils metin. Í morgunpistli dagsins er rætt um elstu borgarana.
Dramatík og æsifréttamennska í kringum Baugsmálið svokallaða má ekki glepja mönnum sýn á aðalatriði málsins. Hinn mikli vöxtur og sá gífurlegi hraði sem einkennir nútímaviðskipti getur ekki, og má ekki, verða afsökun fyrir því að ekki sé fylgt settum reglum. Viðskiptalífið og fyrirtækin sjálf eiga mest undir því að lög og reglur séu virtar.
Í Sovétríkjunum sálugu fór lítið fyrir einstaklingsfrelsi og almenningur hafði jafnan lítið milli handanna. Það sem almenningur virtist þó hafa nóg af var þjóðarstolt sem tuggið var ofan í rússneskan almúga í gríð og erg af áróðursvélinni í Kreml. Áratugum saman var einn sjötti af jarðkringlunni skrýddur með hamri og sigð, brjóstmyndir af Lenín blöstu við hvarvetna og ómur af glæstum hersýningum á Rauða torginu barst um alla heimsbyggðina.
Nú styttist óðfluga í kosningar og því ekki úr vegi að skoða hversu mikilvægt er að stjórnmálamenn þekki ímynd sína.
Í Dubai í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum eru framkvæmdir hafnar á turni sem skyggir á hæstu byggingar heims í dag svo um munar. Er þarna á ferðinni nokkurs konar Babelsturn 21. aldarinnar? Eða einfaldlega góð, en dýr, auglýsingabrella?
Á Íslandi hefur umræða í dagblöðum undanfarin misseri verið gríðarlega neikvæð. Raunar svo neikvæð að manni hættir til að gruna að stórfellt þunglyndi herji á blaðamannastéttina í heild sinni og stórfelldir skammtar af prósaki séu nauðsynlegir til að vinna á þessu meini.
Flestir taka hertum eftirlitsaðgerðum gegn hryðjuverkamönnum og öðrum misyndismönnum fagnandi. Tækni sem auðveldar þetta eftirlit er í stöðugri þróun á rannsóknarstofum um allan heim. En aukið eftirlit er ekki án aukaverkana fyrir almenning og spurningin er hversu langt skal ganga í þeim efnum.
Er hugsanlegt að fyrr á tímum hafi verið til spaðagosi sem átti alltaf ás uppi í erminni?
Nú er nýlokið heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem að þessu sinni var haldið í Helsinki í Finnlandi. Þrjú heimsmet féllu á mótinu en sem fyrr var enginn nálægt því að slá „vafasöm“ heimsmet sem sett voru í skugga lyfjamisnotkunar á 9. áratug síðustu aldar.