Í þjóðarmorðinu sem átti sér stað í Rúanda árið 1994 gerðust Sameinuðu Þjóðirnar og UNAMIR sveitir samtakanna ítrekað sek um viðurstyggilega hegðun sem í sumum tilfella fellur undir glæpi gegn mannkyninu.
Nú eru liðnar tæpar tvær vikur frá því að umræða fór fram á Alþingi um ætlað flug bandarísku leyniþjónustunnar um íslenska lögsögu með fanga sem sætt hafa pyndingum og ómannúðlegri meðferð. Í þeirri umræðu kom fram hjá Geir H. Haarde utanríkisráðherra að ítarlegra svara hefði verið krafist frá bandarískum stjórnvöldum um þetta flug. Enn bólar hins vegar ekkert á svörum.
Í vor ganga kjósendur að kjörborðinu og velja sér sveitarstjórn sem starfa skal næstu fjögur árin. En hvaða straumar liggja að baki þeim kostum sem í boði verða?
Áhersla íslenskra stjórnvalda á stóriðju umfram aðra atvinnuuppbyggingu er bæði yfirgengileg og ótrúleg. Pistlahöfundur hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum af málinu en eftir að Medcare ákvað að flytja starfssemi sína úr landi þá fyrst tekur steininn úr.
Flestir ef ekki allir þeir sem hafa gengið þrautabraut menntunar hafa líklega á einhverjum tímapunkti lent í vandræðum með skilafrest á verkefnum eða ritgerðum. Afleiðing þvílíkrar tímaþröng er yfirleitt á þann hátt að viðkomandi nemandi setur upp sinn saklausasta hvolpasvip og leitar á náðir kennarans. Þetta vandamál er nokkuð hvimleitt í skólakerfinu enda hefur það áhrif á alla aðila í jöfnunni, nemandann, kennarann og að auki aðra nemendur í sama áfanga. Við University of Essex í Englandi hefur verið hrundið í framkvæmd stefnu sem er ætlað að koma í veg fyrir aðstæður sem þessar, stefnan ber hið tvíræða nafn Zero Tolerance.
Jón Bjarnason þingmaður VG deyr ekki ráðalaus þótt hann fái vonda þjónustu. Hann lætur ekki bjóða sér lyftutónlist og sjálfvirka símsvörun heldur gerir hið eina rétta í stöðunni og heimtar lagasetningu. Þingræðið lengi lifi!
Erlendis eru svokölluð sérfræðivitni oft kölluð fyrir rétt þegar nauðsynlegt er að skera úr um atriði sem krefjast tiltekinnar sérfræðiþekkingar. Hér á landi eru það svonefndir dómskvaddir matsmenn sem að einhverju leiti sinna þessu hlutverki. Þörf er á skýrari reglum um hverjir eru valdir til þess og hvernig mati á þeirra aðferðum sé háttað.
Sú hugsun virðist afar sterk í mörgum að það sem ríkið geri, sé í senn gert af réttsýni og mikilli hlutlægni. Hinir sömu trúa því – gjarnan í fullri einlægni – að athafnir einstaklinga eða einkaaðila séu ævinlega því marki brenndar að skara eld að eigin köku á tilkostnað annarra.
Hin nýja Hringbraut hefur valdið óánægju þrátt fyrir að uppfylla öll yfirlýst markmið. Hver er rót gagnrýninnar? Og er unnt að leiðrétta það sem misfórst í fyrsta kasti?
Nýafstaðin heimsókn Bush til Kína markaði engin sérstök tímamót í samskiptum þjóðanna. Og slíkar heimsóknir gera það auðvitað sjaldnast. Bush bíður samt mikilvægt verkefni; að eiga náin samskipti við öflugra og sjálfsöruggara Kína sem er farið að láta utanríkismál sig miklu meira varða en áður. Það er góð þróun.
Á tímum eintóna fjöldaframleiddrar dægurtónlistar í neytendapakkningum er gaman að sjá að ferskleikinn er enn til staðar ef menn nenna að kafa aðeins undir yfirborð markaðssetningar og Idol-stjörnuleitar.
Í síðustu viku kynnti forsætisráðherra nýtt frumvarp um réttarstöðu samkynhneigðra sem hefur verið lagt fyrir þingflokkana. Er óhætt að segja að með þessu frumvarpi er verið að taka stór og þýðingarmikil skref í réttindabaráttu samkynhneigðra.
Brátt mun fjöldi framhaldsskólanema ganga til samræmdra stúdentsprófa. Mikið hefur verið rætt og ritað um prófin, flest á neikvæðu nótunum og fremur klént. Rökin eru oftast þau sömu og rök gegn öllu sem kemur úr Menntamálaráðuneytinu: Að það sé illa undirbúið, illa kynnt og „muni gera alla skóla eins“.
Nú fyrir helgina barst sú tilkynning úr herbúðum Manchester United að fyrirliði liðsins til fjölda ára, Roy Keane, væri farinn frá félaginu. Tilkynningin kom flestum í opna skjöldu, þrátt fyrir smávegis aðdraganda, enda frekar óvænt að fyrirliði félagsins og leikmaður til 12 ára hætti svo skyndilega.
Það tímabil sem fólk eyðir í jólaundirbúning hefur lengst. Áður fyrr var það óskráð regla að byrja ekki spila jólalögin fyrr en 1. desember en nú eru ljósvakar byrjaðir.
Það er tilefni til að fagna, því að í gær kynnti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra löngu tímabært frumvarp, frumvarp um jafna réttarstöðu samkynhneigðra.
Hinn nútíma einstaklingur eyðir sífellt stærri og stærri hluta lífs síns fyrir framan skjái af einhverju tagi. Sjónvarpsskjái, tölvuskjái, símaskjái, auglýsingaskjái og svo mætti áfram telja. Ofurskjáir framtíðarinnar munu bjóða upp á ótrúlegan sveiganleika og þægindi fyrir allt þetta skjá-gláp.
Það eru varla margir í heiminum sem hafa ekki heyrt eitthvað um fuglaflensu og þá ógn sem steðjar af henni. Í fréttum birtast æ oftar myndir af löndum þar sem veiran hefur fundist og þó flestir hér á landi séu kannski nokkuð rólegir yfir þessu ennþá, kemst maður varla hjá því að finna fyrir hvernig hún virðist læðast smám saman nær okkur.
Síðastliðin föstudag ákvað Bankastjórn Landsbankans að hækka vexti á íbúðalánum úr 4,15 prósent í 4,45 prósent. Hinum venjulega Íslending gremst það kannski að vextir skuli vera að hækka. En það er bara vegna þess að hin venjulegi Íslendingur er neyslusjúklingur.
Í fréttum fyrir helgi fagnaði fjármálaráðherra tíðindum um örlitla verðbólgulækkun og sagði mjúka lendingu efnahagskerfisins í augsýn. Þessa jákvæðu þróun vildi ráðherra þakka góðri hagstjórn ríkisstjórnarinnar og þeim „aðhaldsaðgerðum“ sem ráðist hafi verið í. Fjármálaráðherra er lentur en efnahagslífið er enn í 20.000 feta hæð.