Fjármálaráðherra er lentur

Jibbí, mjúk lendingÍ fréttum fyrir helgi fagnaði fjármálaráðherra tíðindum um örlitla verðbólgulækkun og sagði mjúka lendingu efnahagskerfisins í augsýn. Þessa jákvæðu þróun vildi ráðherra þakka góðri hagstjórn ríkisstjórnarinnar og þeim „aðhaldsaðgerðum“ sem ráðist hafi verið í. Fjármálaráðherra er lentur en efnahagslífið er enn í 20.000 feta hæð.

Jibbí, mjúk lendingÍ fréttum fyrir helgi fagnaði fjármálaráðherra tíðindum um örlitla verðbólgulækkun og sagði mjúka lendingu efnahagskerfisins í augsýn. Þessa jákvæðu þróun vildi ráðherra þakka góðri hagstjórn ríkisstjórnarinnar og þeim „aðhaldsaðgerðum“ sem ráðist hafi verið í. Fjármálaráðherra er lentur en efnahagslífið er enn í 20.000 feta hæð.

Atvinnuleysistölur birtust einnig fyrir helgi og mælast nú 1,4% sem þýðir að 70 hver vinnufær maður er án atvinnu eða á milli starfa (samanborið við sa. 10 hvern mann í Þýskalandi og Frakklandi þar sem raunverulega er hægt að tala um atvinnuleysi). Launaskrið er ennþá tölvuvert í þjóðfélaginu og vinnuveitendur eiga margir í erfiðleikum með að manna starfsemi sína. Bílainnflutningur hefur aldrei verið jafn mikill, það stefnir í mestu kortajól í Íslandssögunni og halli á viðskiptum við útlönd hefur slegið enn eitt Íslandsmetið . En ráðherra er lentur.

Stærsta matvöruverslanakeðja landsins var að skila 700mkr tapi sem var skýrt með miklu verðstríði á matvörumarkaði, stríði sem getur ekki annað en endað fljótlega og hvað gerist þá? Bankarnir tala um leiðréttu á gengi krónunnar, allt að 25% lækkun á tveimur árum, m.ö.o. 25% verðhækkun á innfluttum vörum til birgja. En ráðherra er lentur.

Þjóðin veit ekki hver er forsætisráðherra landsins og Framsóknarflokkurinn er minni en skákfélagið Hrókurinn. Loforðahrinu og fjárausturs úr ríkiskassanum er því fjótlega að vænta, a.m.k. fyrir næstu kosningar. Þá hefur Vegagerðin hafið útboðsferli Héðinsfjarðarganga, einhverri arðsömustu framkvæmd á Norðurhveli jarðar. Ætlar ráðherra e.t.v. að lenda þar?

Þegar það vantar vinnandi fólk, þegar of miklir peningar eru í umferð og þegar verðbólga rýkur upp á að draga úr umsvifum ríkisins, fækka ríkisstarfsmönnum og einkavæða til að takmarka peningamagn í umferð. Aðhaldsaðgerðir eiga ekki að snúast um að fresta framkvæmdum heldur draga úr umsvifum ríkisins, fækka fólki og minnka launakostnað – það sama og atvinnulífið gerir þegar það er hallæri.

Pistlahöfundur væntir mikils af nýjum fjármálaráðherra og treystir honum til þess að lenda efnahagslífinu, en fyrst þarf hann að taka sig aftur á loft og gera aðra atrennu.

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)