Kóngurinn Keane

Nú fyrir helgina barst sú tilkynning úr herbúðum Manchester United að fyrirliði liðsins til fjölda ára, Roy Keane, væri farinn frá félaginu. Tilkynningin kom flestum í opna skjöldu, þrátt fyrir smávegis aðdraganda, enda frekar óvænt að fyrirliði félagsins og leikmaður til 12 ára hætti svo skyndilega.

Nú fyrir helgina barst sú tilkynning, úr herbúðum Manchester United, að fyrirliði liðsins til fjölda ára, Roy Keane, væri farinn frá félaginu. Tilkynningin kom flestum í opna skjöldu, þrátt fyrir smávegis aðdraganda, enda frekar óvænt að fyrirliði félagsins og leikmaður til 12 ára hætti svo skyndilega.

Roy Mourice Keane er fæddur á Írlandi 10. ágúst árið 1971. Hann kom til félagsins, frá Nottingham Forrest í júlí 1993 og spilaði sinn fyrsta leik í rauðu treyjunni á móti Norwich City í ágúst sama ár. Hann hefur því eins og áður sagði spilað með liðinu í rúman áratug. Keane hefur verið fyrirliði liðsins í átta ár eða allt frá því Frakkinn Eric Cantona sagði skilið við félagið sumarið 1997.

Þrátt fyrir að brotthvarf Keane beri nokkuð skyndilega að er ekki hægt að segja að það komi alveg eins og þruma úr heiðskýru lofti. Eftir 4 – 1 tap liðsins gegn Middlesbrough í síðasta mánuði, sem Keane spilaði reyndar ekki vegna meiðsla, úthellti hann leikmönnum liðsins í viðtali á sjónvarpsstöð félagsins, MUTV. Viðtalið var reyndar aldrei sýnt, en menn vilja meina að þetta sé ein helsta ástæða þess að hann yfirgefi félagið nú.

Þetta er reyndar ekkert í fyrsta skipti sem Keane lætur skapið hlaupa með sig. Skemmst er þess að minnast þegar að hann stormaði eftirminnilega heim frá Sapai úr undirbúningi landsliðs síns fyrir Heimsmeistarakeppnina 2002 eftir deilur við þáverandi þjálfara írska landsliðsins, Mick McCarthy, um skipulagsleysi í uppstillingu liðsins. Hann hét því að spila aldrei aftur með landsliðinu undir hans stjórn. Það stóð hann við og spilaði ekki aftur með liðinu fyrr en Brian Kerr tók við stjórninni.

Keane hefur líka lent í útistöðum við framkvæmdastjóra Manchester United, Alex Ferguson, enda báðir þekktir skaphundar. Lengi vel voru þeir þó mjög nánir samstarfsmenn og miklir félagar. Við undirbúning liðsins á Portúgal fyrr á þessu ári lenti þeim saman og hafa síðan þá fjarlægst hvor annan.

Auk þess hefur hann alloft fengið að líta rauða spjaldið fyrir oft á tíðum mjög ljót brot. Einna efirminnilegast er sennilega þegar hann ætlaði “að meiða” Alf-Inge Haaland í leik gegn Manchester City árið 2001. Það tókst líka svona feiknarvel og hefur téður Alf-Inge nánast ekkert spilað fótbolta síðan. Keane fékk fyrir þennan glannaskap 5 leikja bann og sekt upp á lítil 150.000 pund.

“Á áttunda degi skapaði Guð Keane”. Þessi áletrun, sem oft sést á fánum stuðningsmanna “rauðu djöflanna”, er ef til vill ekki orðum aukin því þrátt fyrir skapofsann er Roy Keane einn af farsælustu mönnum liðsins og

af mörgum talinn einn færasti miðjumaður síns tíma. Sjálfur Pelé setti hann meira að segja á lista FIFA yfir 100 færustu núlifandi knattspyrnumenn heims.

Hann hefur í gegnum árin unnið til fjölda verðlauna með Manchester United og má þar nefna 7 Englandsmeistaratitla, 4 FA-bikara auk mjög svo eftirminnilegs Evrópumeistaratitils í hörkuspennandi leik gegn Bayern Munchen 1999. Það ár vann félagið einmitt hina eftirsóknaverðu þrennu þ.e. deild, bikar og Evrópubikar. Í febrúar á þessi ári skoraði Keane sitt fimmtugasta mark fyrir félagið, gegn Birmingham City.

Engan hefur sjálfsagt grunað 18. september síðastliðinn að leikur United gegn Liverpool, þar sem Keane fótbrotnaði illa, yrði síðasti leikur hans fyrir liðið. Það kom þó á daginn og er ljóst að maðurinn skilur eftir sig stórt skarð í herbúðum liðsins. Hann er þekktur fyrir frábæra leiðtogahæfileika og að mati undirritaðrar er það ekki öfundsvert hlutverk að feta í fótspor hans og taka við fyrirliðabandinu.

Stuðningsmenn United og aðrir áhugamenn um knattspyrnu geta þó sennilega séð Keane spila einu sinni enn í rauðu treyjunni því stjórnarformaður United, David Gill, hefur lofað Keane ágóðaleik fyrir vel unnin störf í þágu félagsins síðar á þessu ári.

Hvað Keane tekur sér nú fyrir hendur verður spennandi að sjá. Hann hefur lengi verið orðaður við Celtic á Skotlandi og ekki ólíklegt að hann gangi til liðs við þá. En einnig hafa fjölmörg önnur lið, bæði á Englandi og Ítalíu, lýst áhuga á að fá hann í sínar raðir. Þá hefur hann einnig oft verið nefndur sem eftirmaður núverandi framkvæmdastjóra United en hlýtur að hafa rýrt möguleika sína á því starfi með uppákomum síðustu vikna.

Latest posts by Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir (see all)