Ábyrgi bankinn

Síðastliðin föstudag ákvað Bankastjórn Landsbankans að hækka vexti á íbúðalánum úr 4,15 prósent í 4,45 prósent. Hinum venjulega Íslending gremst það kannski að vextir skuli vera að hækka. En það er bara vegna þess að hin venjulegi Íslendingur er neyslusjúklingur.

Síðastliðin föstudag ákvað Bankastjórn Landsbankans að hækka vexti á íbúðalánum úr 4,15 prósent í 4,45 prósent. Hinum venjulega Íslending gremst það kannski að vextir skuli vera að hækka. En það er bara vegna þess að hin venjulegi Íslendingur er neyslusjúklingur.

Í ágúst 2004 héldu viðskiptabankarnir innreið sína á íbúðalánamarkaðinn og fylgdu lífeyrissjóðir og aðrar fjármálastofnanir í kjölfarið. Þessi þróun hefði eflaust átt sér stað að einhverju marki, en hún gekk eins langt og raun ber vitni þar sem Framsóknarflokkurinn (sem er minni en skákfélagið Hrókurinn) ákvað að auka útlán hins ríkisrekna Íbúðalánasjóðs með hækkun hámarkslána og lánshlutfalla.

Þetta leiddi til þess að Íslendingar fengu betri tækifæri til að skuldsetja sig án þess að skipta um húsnæði. Olli þetta enn frekari hækkun á húsnæði þannig að veðrými varð meira og fólk gat endurfjármagnað yfirdráttinn sinn og kreditkortaskuldir á lágum vöxtum. Almenn neysla og bílainnflutningur stjórjókst. Hækkanir Seðlabankans á stýrivöxtum hafa hingað til ekki borið tilætlaðan árangur þar sem aðeins þeir sem fjármagna neyslu sína á yfirdrætti finna fyrir hækkunum, á meðan þeir sem en hafa veðrými á húsunum sínum geta fjármagnað plasmasjónvörpin sín með lágum vöxtum.

Á sl. 18. mánuðum hefur Seðlabanki Íslands hækkað stýrivextir alls 9 sinnum og hafa þeir farið úr 5,50 prósent (1.6.2004) í 10,25 prósent (15.11.2005). Með þessum aðgerðum hefur Seðlabanki reynt að draga úr verðbólgu og vonast til að neysluglaðir Íslendingar dragi úr einkaneyslu sinni. Síðustu hækkanir hafa valdið því að markaðsvextir á verðtryggðum ríkistryggðum skuldabréfum hafa hækkað um 0,4 – 0,9 prósentustig á örfáum vikum og eru nú 4,1 til 4,5 prósent. Á undanförnum vikum hefur í raun sú staða verið uppi að bankar, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður hafa veitt einstaklingum lán undir þeim kjörum sem ríkið nýtur nú á markaði sem gengur auðvitað ekki til lengdar.

En þetta er nú að breytast og segja má að aðhaldsaðgerðir Seðlabankans séu loks að skila árangri.

Að undanförnu hefur verið umræða um hvort og hvenær Íbúðalánasjóður, sem gefur út verðtryggð íbúðabréf með ábyrgð ríksins, taki af skarið og hækki vexti. Íbúðalánasjóðu þarf að halda útboð til að hækka sína vexti en hann hefur gefið út áæltun um útgafu upp á 10 milljarða króna á síðasta ársfjórðungs þessa árs. Miðað við ávöxtunarkröfu á markaði nú má búast við að vextir Íbúðalánasjóður að loknu útboði verði á bilinu 4,6-5,10% sem er töluverð hækkun vaxta úr 4,15%.

En það var ekki Íbúðalánasjóður sem reið á vaðið heldur ábyrgasti banki landsins, Landsbanki Íslands, sem hækkaði sína íbúðalánavexti í 4,45%. Viðbrögð Seðlabankans voru jákvæð og lýsti hann ánægju sinni með framtak bankans. Má gera ráð fyrir að það dragi úr þennslu á markaði ef áframhald verður á því að aðilar hans hækka vexti sína til einstaklinga. KB banki og Íslandsbanki hafa reyndar gefið út að þeir muni ekki hækka sína vexti fyrst um sinn, heldur bíða eftir Íbúðalánasjóði.

En það er forvitnilegt að sjá að einkafyrirtæki sýni fyrirhyggju á meðan að sjóður í eigu ríkisins hugsi nánast eingöngu um samkeppni, en ekki þróun á markaði og stöðugleika í efnahagslífinu. Það er lágmark að Íbúðalánasjóður sýni gott fordæmi á markaði, svo lengi sem hann er til í núverandi mynd.

Ákvörðun Landsbankans um hækkun vaxta er rökrétt framhald af ákvörðun hans um að lækka hámark íbúðalána úr 90 í 80 prósent, sem kynnt var 21. október s.l., og liður í leggja lóð á vogarskálarnar og styðja stjórnvöld og Seðlabankann í þeirri viðleitni að viðhalda efnahagslegum stöðugleika.

Latest posts by Torfi Kristjánsson (see all)

Torfi Kristjánsson skrifar

Torfi hóf að skrifa á Deigluna í október 2002.