Síðastliðin fimmtudag útnefndi enska knattspyrnusambandið Steve McClaren, framkvæmdastjóra Middlesbrough, sem arftaka Sven-Göran Eriksson, núverandi framkvæmdastjóra enska landsliðsins. Þar með lauk ferli sem tók tvo mánuði og var að öllum líkindum stöðugasta umfjöllunarefni enskra fjölmiðla á þeim tíma.
Frjálslyndir eru flokkur eins málefnis, kvótans, og þrátt fyrir þeim hefur ekki tekist að fá fylgi til að koma sínu að í þeim efnum þá hefur þeim orðið ágegnt í því að skemma kosningabaráttur fyrir fólki sem hugsar um annað en fisk. Tvennar seinustu Alþingiskosningar snerust því miður ekki um annað en „kvótabrask“ og „eignir þjóðarinnar“. Það er eflaust erfitt fyrir einsmálefnisflokk eins og Frjálslynda flokkinn að taka þátt í kosningabaráttu í Reykjavík, þar sem eina málefnið þeirra hefur lítinn hljómgrunn.<%image(IMG_0440.jpg|100|75|%>
Opið og víðtækt samráð við hagsmunaaðila táknar í fæstum tilfellum fulla sátt. Þrátt fyrir það virðist algengt að setja samansemmerki þar á milli. Samráð felur það í sér fyrst og fremst að lágmarka ósætti og tryggja að enginn einn beri skertari hlut frá borði en annar. Samráð við íbúa í tengslum við stórframkvæmdir getur verið sérstaklega mikil kúnst þar sem oft er um að ræða lítið en öflugt net eiginhagsmuna á móti öðrum stærri en töluvert veikari hagsmunaröddum. Sátt við þá táknar því ekki endilega bestu niðurstöðuna.
Eftir umrót í íslensku efnahagslífi undanfarnar vikur hefur sprottið upp umræða verðtryggingu og meðal annars hvort hún sé til þess fallin að auka eða minnka stöðugleika í hagkerfinu. Sumir vilja hana burt en aðrir vilja hana áfram.
Rekstur félagslegs íbúðarkerfis reynist nokkrum sveitarfélögum á landinu erfitt. Nokkur uppstokkun hefur átt sér stað í Reykjavík á undanförnum árum með stofnun Félagsbústaða og dreifingu félagslegra íbúða í flest hverfi borgarinnar.
Síðan um miðjan febrúar mánuð má segja að hlutabréf í Kauphöll Íslands hafi verið í frjálsu falli. Úvalsvísitalan hefur t.a.m. lækkað um ríflega 20% frá hæsta gildi sínu á árinu og er nú komin niður fyrir áramótagildi sitt. Ástæða lækkunarinnar er vafalaust tengd veikingu krónunnar og aukinni umræðu um óstöðugleika á markaðinum. En er þessi þróun eðlileg og í samræmi við væntingar um afkomu fyrirtækjanna sem skráð eru í Kauphöllinni?
Í dag eru 25 dagar í bæjarstjórnarkosningar og því eru bara nokkrir dagar í að flóðið kemur í gegnum bréfalúguna. Því er kannski rétt að kíkja á nokkur af mörgum lélegum kosningaloforðum. Ég þræddi í gegnum loforðin á heimasíðum flokkanna, ekki voru allir með eins fáránleg loforð en ég held að þessi hafi staðið upp úr.
Kaupauðgishugsun (e. mercantilism) er sorglega útbreidd á Alþingi. Nýleg umræða um stöðu garðplöntuframleiðenda er til marks um þetta. Jafnvel stjórnarliðarnir beittu að mestu kaupauðgishugsun við það að verja gjörðir ríkisstjórnarinnar. Fáir þingmenn virðast skilja að við borðum innflutninginn en ekki útflutninginn. Og enn færri skilja að innflutningur og útflutningur þurfa að haldast í hendur til lengdar.
Fyrsti maí í ár snerist að mörgu leyti um málefni innflytjenda og erlends verkafólks. Í Bandaríkjunum, þar sem venjulega er haldið upp á verkalýðsdag á haustin, var áformað að þúsundir ólöglegra innflytjenda mundu leggja niður störf til að krefjast meiri réttinda. Í dag rann rann einnig út fyrsti aðlögunarfrestur ESB vegna verkafólks frá átta nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins.
Íslendingar hafa lengi stært sig af heilbrigðiskerfinu. Hér höfum við góða lækna, besta hjúkrunarfólkið og aðstoðarfólk sem leitun er að. Umræðan um bætta heilbrigðisþjónustu hefur lengst af snúið að tæknimálum. Einn þáttur sem oft vill gleymast í umræðum um kröfur í heilbrigðisþjónustu, en sá er skiptir ekki minnstu máli, eru réttindi og kröfur sjúklinga enda eru þessir þættir oft virtir að vettugi.
Pistillinn fjallar um frumvarp til nýrra laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Frumvarpið er innleiðing á tilmælum FATF og tilskipun ESB um sama efni.
Borgarkrossfarinn Jane Jacobs dó þann 25. apríl síðastliðinn, 89 ára að aldri. „The Death and Life of Great American Cities“ frá árinu 1961 breytti hugsun heillar þjóðar.
Helgarnestið að þessu sinni beinir m.a. sjónum sínum að tengslum raunveruleikasjónvarps og borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík.
Skoðanakönnun Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar um hugsanlega afstöðu fólks til mögulegs framboðs þjóðernisflokks á Íslandi sýnir að jarðvegur er til staðar fyrir framboð sem byggist á tortryggni fólks gagnvart útlendingum. Niðurstaðan kemur ekki sérstaklega á óvart og líkast til var það einungis tímaspursmál hvenær einhver tæki það upp hjá sér að verða málsvari þeirra popúlísku sjónarmiða […]
Nú þegar tekur að nálgast borgarstjórnarkosningar í Reykjavík keppast flokkarnir um að lofa kjósendum hinu og þessu og reyna að ná til sem flestra hópa borgarbúa. Undirritaður er stúdent við Háskóla Íslands og því eru mál stúdenta ofarlega í huga – og hvað ný borgarstjórn getur gert fyrir reykvíska stúdenta. En eru flokkarnir í raun búnir að móta sér skýra stefnu í málefnum stúdenta? Eða fljóta þeir bara með straumnum til að veiða sem flest atkvæði?
Heimsþróun í verslun undanfarin ár hefur verið á þá leið að nokkrar stórmarkaðakeðjur hafa vaxið með miklum hraða og yfirtækið nær alla smásöluverslun, sérstaklega með matvæli. Þessi þróun er ein af þeim sem mótar heiminn hvað mest þessa stundina. Hér skal litið á eina ófyrirséða hliðarafleiðingu sem gæti haft mikil áhrif á Íslandi
Eldneytisverð stendur nú í sögulegu hámarki og virðist sem hækkanir á heimsmarkaðsverði ætli engan endi að taka. Ljóst er að þessar hækkanir eru komnar til að vera og munu því líklega tekjur ríkisins af eldsneyti halda áfram að hækka. Þessa tekjuaukningu vegna eldneytishækkana ætti ekki að nota til beinna niðurgreiðslna á eldsneytisverði heldur er nær að nota þá fjármuni til að hvetja fólk til minni bensíneyðslu.
Því miður er ekkert sem bendir til þess að Hvíta-Rússland muni þokast í lýðræðisátt í bráð. Lúkasjenkó, forseti landsins, heldur völdum á grundvelli skrumskælingar á lýðræði, grófri misbeitingu á fjölmiðlum og harkalegri valdníðslu.
Afnám hámarkstaxta til handa leigubílstjórum er væntanlega viðleitni í að auka frelsi á leigubílamarkaðnum. En er ekki ráð að leyfa neytandanum að njóta kóngstignar markaðshyggjunnar til fulls og byrja á að afnema haftir á útgáfu atvinnuleyfa?
Fyrrverandi þingmaður Borgarflokksins, Ásgeir Hannes Eiríksson lét framkvæma fyrir sig könnun um umfang rasisma á Íslandi. Þessa könnun hyggst hann nota til að láta einhvern stofna fyrir sig einhvers konar íslenskan þjóðernisflokk. Ásgeir kynnti hugmyndir sínar í Kastljósinu seinasta miðvikudag.