Steve McClaren

Síðastliðin fimmtudag útnefndi enska knattspyrnusambandið Steve McClaren, framkvæmdastjóra Middlesbrough, sem arftaka Sven-Göran Eriksson, núverandi framkvæmdastjóra enska landsliðsins. Þar með lauk ferli sem tók tvo mánuði og var að öllum líkindum stöðugasta umfjöllunarefni enskra fjölmiðla á þeim tíma.

Síðastliðin fimmtudag útnefndi enska knattspyrnusambandið Steve McClaren, framkvæmdastjóra Middlesbrough, sem arftaka Sven-Göran Eriksson, núverandi framkvæmdastjóra enska landsliðsins. Þar með lauk ferli sem tók tvo mánuði og var að öllum líkindum stöðugasta umfjöllunarefni enskra fjölmiðla á þeim tíma.

Útnefningin sem slík kom ekki svo mikið óvart þar sem fjölmiðlar sáu um að upprfræða ensku þjóðina í hvert skipti sem McClaren eða einn hinna umsækjendanna svo mikið skipti um nærbrækur. Því var það orðið nokkuð ljóst í byrjun vikunnar að það yrði McClaren sem fengi starfið. Hinsvegar þá er umræðunni fjarri því að vera lokið þrátt fyrir að búið sé að ráða í starfið. Skoðanakannanir sem framkvæmdar voru í þessari sömu viku sýndu að ríflega 70% aðspurðra vildu ekki sjá Steve McClaren stýra enska landsliðinu. Seint verður of mikið gert úr þeim áhrifum sem enskir knattspyrnuaðdáendur og slúðurblöð geta haft og því ljóst að mikil pressa er á McClaren að standa sig í nýja starfinu. Það er erfitt að finna góða ástæðu fyrir óvinsældum McClaren án þess að líta á hver það var sem enskir aðdáendur vildu fá í starfið. Sá knattspyrnustjóri sem naut mestra vinsælda (og það með miklum yfirburðum) er Frakkinn Arsene Wenger sem er framkvæmdastjóri Arsenal.

Það er alveg ljóst að Wenger hefur mikla yfirburði yfir McClaren þegar þessir tveir eru bornir saman. Wenger hefur sýnt það og sannað að hann er frábær knattspyrnustjóri, hann er sigurvegari sem leggur mikið upp úr því að þjálfa upp unga leikmenn. McClaren hefur aftur á móti lítið afrekað í samanburði við Wenger. Sem knattspyrnustjóri hefur hann aðeins einu sinni unnið til verðlauna, árið 2004 leiddi hann lið Middlesbrough til sigurs í enska deildarbikarnum (sú keppni innan enska knattspyrnusambandsins sem úrvalsdeildarliðin leggja minnsta áherslu á að vinna). Það er þó ekki einungis vegna reynslu- og árángursleysi sem McClaren er óvinsæll kostur í starfið.

Steve McClaren er nýorðin 45 ára gamall og því frekar ungur til þess að hlotnast sá heiður að verða framkvæmdastjóri enska landsliðsins. Vandamálið er að í stað þess að virka sem hressa, unga týpan í starfið sem kemur með ferska vinda með sér, minnir hann miklu frekar á “stereotypical upper-middle class Englishman” (má lauslega þýða sem enskt mennta- og íhaldssnobb). Sjaldan hafa knattspyrnuunnendur séð McClaren gantast líkt og aðrir stjórar eiga til á meðan hann virkar alveg skraufþurr á manninn. Dæmi um þetta er að flest slúðurblöð englendinga hafa keppst um síðustu daga við að sýna myndir af sjaldséðu brosi McClaren sem virðist varla hafa farið af síðan hann var útnefndur síðastliðin fimmtudag.

Það má þó búast við því að McClaren sjálfum sé ekki of mikið umhugað um þessar skoðanakannanir eða fréttir um vanhæfni hans. Í fyrsta lagi mun hann ekki taka við starfinu fyrr en eftir Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Þar af leiðandi munu enskar boltabullur fá nóg annað til þess að ræða um næstu mánuði. Í öðru lagi á hann fyrir höndum úrslitaleik í Evrópukeppni félagsliða með liði sínu Middlesbrough, sem verður án efa stærsti og mikilvægasti leikurinn á hans framkvæmdastjóraferli. Í þriðja lagi og að lokum má benda á að nokkrar vísbendingar eru fyrir því að vinsældir McClaren meðal enskra knattspyrnuunnenda gætu aukist á næstu vikum og mánuðum. Eins og kom fram hér að ofan er ein aðal ástæðan fyrir óvinsældum McClaren sú hversu fjarlægur hann er hinum venjulega breska verkamanni og knattspyrnuaðdáanda. Slúðurblöð hérna úti halda því nú fram að McClaren sem er nýskilinn eigi í ástarsambandi við fyrrverandi ritara sinn. Ef það er eitthvað sem enski landinn hefur gaman af þá er það að lesa stjörnuslúðrið sem fyllir margann fjölmiðilinn.

Þannig að þrátt fyrir að umfjöllunin og hegðunin séu ekki nokkuð sem við gætum kallað siðfágað eru allar líkur á því að þessi samblanda muni rífa upp vinsældir McClaren meðal enska almúgans.