Hver býður best?

Í dag eru 25 dagar í bæjarstjórnarkosningar og því eru bara nokkrir dagar í að flóðið kemur í gegnum bréfalúguna. Því er kannski rétt að kíkja á nokkur af mörgum lélegum kosningaloforðum. Ég þræddi í gegnum loforðin á heimasíðum flokkanna, ekki voru allir með eins fáránleg loforð en ég held að þessi hafi staðið upp úr.

Í dag eru 25 dagar í bæjarstjórnarkosningar og því eru bara nokkrir dagar í að flóðið komi í gegnum bréfalúguna. Því er kannski rétt að kíkja á nokkur af mörgum lélegum kosningaloforðum. Ég þræddi í gegnum loforðin á heimasíðum flokkanna, ekki voru allir með eins fáránleg loforð en ég held að þessi hafi staðið upp úr. Í ljósi þessa verður maður að spyrja hverjum dettur í hug að setja svona fram og jafnframt hafa frambjóðendur enga ábyrgðatilfinningu gagnvart kjósendum því við vitum öll að þetta verður aldrei framkvæmt og ég er bara ekki viss um að við viljum það.

Börnin okkar skipta okkur miklu máli en misjafnt er hvernig flokkarnir ætla að taka á því vandamáli sem birtist foreldrum þegar þau eru á aldrinum 9-18 mánaða vegna þess að ekki er pláss hjá dagforeldrum og það er ekki pláss á leikskólum. Samfylkingin vill efla dagforeldrakerfið og býður upp á að nýta vannýtta gæsluvelli (sem þeir lokuðu fyrir stuttu) til að hýsa samrekstur áhugasamra dagforeldra. Leysir þetta vandamálið? Ég held ekki vegna þess að ekki er sögð nein leið til þess að efla kerfið.

En hvað vill Framsókn? Þeir segja að mikill skortur sé á dagforeldrum og foreldrar á vinnumarkaði verði oft að bjarga vistun barna sinna frá degi til dags, sem er vitaskuld óásættanlegt. Þetta er svo sannarlega rétt en er þetta leiðin? Með því að greiða þessum foreldrum 50 þúsund krónur á mánuði er unnt að koma til móts við þessar þarfir og brúa bilið þar til leikskólavist fæst. Valkvæðar greiðslur: Foreldrar heima með barni, afi og amma gæta barnsins eða niðurgreiðsla á þjónustu dagforeldra. Ef einstætt foreldri þarf að vera heima nægja 50 þúsund krónur? Nei! Þetta er ekki lausn á neinum vanda.

Framsókn hættir ekki í peningaútlátunum því þeir vilja að teknir verða upp skólabúningar í grunnskólum Reykjavíkur. Fyrir utan að þetta mun augljóslega vera dýrt þá er ástæðan fyrir þessu sögð vera að einelti vegna efnamismunar skuli ekki viðgangast. Hugmyndin er falleg en einelti hverfur ekki nema við vinnum í vandanum en ekki með því að fjarlægja einn af mörgum hlutum sem börn lenda í einelti fyrir. Við þurfum fræðslu og kennslu og þeir sem vinna með börnum vita að þetta er ekki leiðin.

Hér er fræðsla til Framsóknarmanna af www.regnbogaborn.is: Flest fórnarlömb eineltis eru frekar viðkvæm börn eða unglingar. Þau sýna oft meiri ótta en önnur börn við erfiðar félagslegar aðstæður og bresta auðveldlega í grát þegar þau verða fyrir mótlæti. Fórnarlömb eineltis eru oft nokkuð undir meðallagi hvað námsárangur varðar og hafa lélegri sjálfsmynd en meðalbarn. Ekki er er talað um á www.regnbogaborn.is að ástæða eineltis sé útlit. Er þetta því ekki bara innantómt kosningaloforð?

En fáir hafa eins mikið af rugl stefnumálum en ex-bé áður þekkt sem Framsókn því þeir ætla sér að gera Reykjavík að stórum skemmtigarð með hugmyndum á borð við: Gamli lækurinn undir Lækjargötu verði opnaður og látinn renna í sínum gamla farvegi, byggja yfir hluta Laugavegar og skapa þannig yfirbyggða göngugötu með fjölbreyttu mannlífi, mörkuðum og verslun með stórborgarbrag, skemmtiferðaskip í gömlu höfnina, þeir ætla að byggja Vatnaveröld (vatnsrennibrautagarður) og til þess að kóróna allt þá kemur uppáhalds stefnumálið mitt því framsókn ætlar að setja skautasvell á Perluna.

Ég vona svo innilega að kjósendur sjá í gegnum loforðaflóðið og kjósi það framboð sem er trúverðugast.

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.