Umræðan um launaþróun hérlendis hefur undanfarið fjallað að mestu leyti um þá fáu sem hæstar hafa tekjurnar. Síðastliðinn föstudag fjallaði Fréttablaðið um þessa þróun á almennari hátt með því að skoða launadreifinguna í heild og fjalla um breytingar á Gini-stuðlinum sem notaður er til að lýsa umfangi launamunar.
Helgarnestið ætlar þessa vikuna að fjalla aðeins um velgengni nýjustu stjörnu okkar Íslendinga, Magna Ásgeirssonar. Eins og flestir landsmenn ættu að vita hefur Magni svo sannarlega verið að ríða feitum hesti frá rokksöngvarahæfileikakeppninni Rockstar Supernova.
Það sem af er þessum áratug hefur áróður um stríð gegn hryðjuverkum dunið sem síbylja í eyrum okkar. Svo mikið hefur verið rætt um yfirvofandi hryðjuverkaárásir að flestir eru hættir að hlusta, rétt eins og menn hættu að hlusta á hvern annan hræðsluáróður um fuglaflensu og aðra skaðlega heimsfaraldra fyrir löngu síðan. Ólíkt fuglaflensunni, sem heimsbyggðin hefur blessunarlega ekki enn séð mikið af, fáum við með reglulegu millibili áminningu um að hryðjuverkaógnin er raunverulega fyrir hendi. Í gær fékk almenningur slíka viðvörun svo um munaði.
Hvernig stendur á því að kerfi sem upphaflega átti að styðja við landbúnaðarframleiðslu í landinu hefur orðið helst það hlutverk að halda matvælaverði uppi og bændum niðri? Hvers vegna hefur þetta kerfi ekki verið afnumið? Stjórnmálamenn verða að fara að átta sig á því að í landbúnaðarmálum felast ekki bara erfiðleikar og svartnætti heldur stórkostlegt tækifæri til að stokka upp í ónýtu kerfi og nýta þá miklu fjármuni sem í það fara á miklu uppbyggilegri hátt.
Fyrsta helgi ágústmánaðar er eins og flestir Íslendingar vita tileinkuð verslunarmönnum. Þrátt fyrir það snýst verslunarmannahelgin fyrst og fremst um útilegur landsmanna og þar af leiðandi fá verslunarmenn sjaldnast frí þessa helgi. Því miður er það svo að eiturlyf, ofbeldi og slys hafa oft einkennt þessa helgi og varpað skugga yfir þá skemmtun sem á sér stað.
Söluhæsta bókin í sumarfríinu í Frakklandi í ár er bók Nicholas Sarkozy „Vitnisburður“ (Témoignage) sem er að hluta til ævisaga og að hluta til pólitísk stefnuskrá. Sarkozy er af mörgum talinn líklegur til þess að sigra frönsku forsetakosningarnar á næsta ári og er fólk því spennt að vita hvað hann hyggst gera nái hann völdum.
Bylting hefur orðið í kvikmyndagerð í Nígeríu. Slík er velgengnin að ríkisstjórnin þar í landi hefur áhuga á að taka þátt. Nollywood er því annað í röð eftirmynda hins upprunalega Hollywood í Los Angeles á eftir Bollywood á Indlandi.
Það er orðinn árlegur viðburður rétt fyrir verslunarmannahelgina að þjóðfélagið fari á hvolf vegna birtingar á launakjörum bankastjóranna í landinu. Laun þeirra hafa farið sífellt hækkandi og nema nú hátt á þriðja hundrað milljóna á ári hjá forstjóra KB banka. Þetta eru ótrúlegar tölur og að mati pistlhöfunar miklu hærri laun en eðlileg og sanngjörn geta talist. Það breytir því þó ekki að viðbrögð sumra stjórnmálamanna og forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar eru mikið áhyggjuefni.
Í kvöld kl. 23:00 mun Árni Johnsen leiða söng þúsunda manna í brekkunni í Herjólfsdal. Allir sem eitt sinn hafa upplifað brekkusöng á Þjóðhátíð í Eyjum munu aldrei gleyma þeirri mögnuðu stemningu sem þar myndast. Einstök tilfinning (Can´t beet the feeling). Á meðan brekkusöngnum stendur elska allir náungann og lífið og enginn er í vafa um ágæti Árna Johnsen eða flekkun mannorðs hans. Eftir verslunarmannahelgi þarf mannorð hr. Johnsen hins vegar að skoðast rækilega og án hughrifa þjóðhátíðarstemningar. Hvað felst í „óflekkuðu mannorði“?
Undanfarið hefur lagið “Veðurfræðingar ljúga”, með Bogomil Font og Flís hljómað í útvarpstækjum landsmanna. Fjölmiðlafár hefur geysað í aðdraganda helgarinnar og hafa fjölmiðlar breyst í útibú PR fyrirtækja.
Strætó hefur átt undir högg að sækja undanfarið. Fjárhagurinn hefur versnað og nýtt leiðarkerfi ekki skilað því sem til var ætlast, þótt ýmis merki séu um að ákveðinn viðsnúningur geti verið í vændum. En hvaða möguleika á Strætó í einkaborg einkabílsins? Ætti yfirhöfuð að styðja við þá gulu? Og við hvaða árangri má búast ef vel tekst til?
Í gær var þess minnst í ýmsum fjölmiðlum að tíu ár eru liðin frá því að Ólafur Ragnar Grímsson tók við embætti forseta Íslands. Ólafur hefur um margt komið á óvart sem forseti. Heilt yfir hefur háttsemi hans verið með talsvert frambærilegri hætti en áður var. Bæði ásýnd forsetans og orðbragð er öllu huggulegra en raunin var með formann Alþýðubandalagsins. Enda er forsetinn þjóðinni á allan hátt þóknanlegri en formaðurinn var.
Af hverju eru hægrimenn líklegri til þess að vera vantrúaðir á vísindin á bak við gróðurhúsaáhrifin en vinstrimenn? Spurningin um hvort gróðurhúsaáhrifin eru til staðar og hversu mikil áhrif þau munu hafa á hitastig og yfirborð sjávar eru hreinar vísindaspurningar. Það er undarlegt að stjórnmálaskoðanir virðast lita afstöðu manna til slíkra spurninga.
Þann 22. júlí 1968 rændu þrír palestínskir hryðjuverkamenn ísraelskri farþegaflugvél. Þetta flugrán markaði upphaf nútíma hryðjuverka en einnig upphaf sorglegrar sögu sem ekki sér fyrir endann á. Nýjasti kaflinn í sögunni á sér stað núna í Líbanon.
Síðastliðinn áratug hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt fram góðan matseðil fyrir landann. Aðalréttirnir hafa verið að bæta afkomu ríkissjóðs, lækka skatta fyrir fólk og fyrirtæki, einkavæða og “afregla” (e. Deregulation). Þessir réttir hafa runnið vel ofan í landann sem hefur þakkað fyrir sig með að tryggja núverandi ríkisstjórn stjórnarsetu undanfarin þrjú kjörtímabil. En nú virðist sem flestir hafa étið nægju sína. Ekki er hægt að “tyggja” sömu tuggurnar endalaust. Það er því mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn komi með nýja og ferska rétti á matseðilinn fyrir næstu kosningar.
Wiki samfélög hafa sprottið upp um hin ýmsu samfélög, nýjasta eru gular síður. Fyrirtækin sem eru fyrir á þessum markaði hafa brugðist ókvæða við og farið í mál við þá sem standa að baki þessu. Hinar íslensku gulu síður hafa fátt að óttast, en eiga langt í land með að nýta sér þau tækifæri sem eru í boði.
Að segja eitt og gera annað er ekki vænlegt til að auka trúverðugleika. Þessi pistill veltir upp tveimur slíkum dæmum.
Engum dylst að almenningssamgöngur á Íslandi eru í töluverðum vanda. Því er stundum fleygt að borgarbúar hafi valið einkabílinn – fólkið vill bara keyra. Ég hef alltaf verið því ósammála. Fólkið valdi ekki bílinn, heldur hafa borgaryfirvöld valið hann fyrir okkur, með lélegri stefnu í skipulags- og samgöngumálum.
Nýtt leiðakerfi Strætó virðist nú þegar farið að skila árangri þótt fjárhagurinn hafi versnað. Þetta gefur til kynna að viðsnúningur í þróun farþegafjölda geti verið á næsta leyti. Því ætti að leita allra leiða til að viðhalda áfram sama þjónustustigi þannig að betri mynd fáist á langtímaárangur. En hversu mikla möguleika eiga almenningssamgöngur í einkaborg einkabílsins yfirleitt?
Staðreyndin er líklega sú að vegakerfið á Íslandi er löngu orðið úrelt miðað við þá bílaumferð sem fer um þjóðvegi landsins. Þungaflutningar hafa t.a.m. stóraukist á undanförnum árum og auk þess hlutfall stórra og þungra bíla, s.s. jeppa í umferðinni. Stór hluti banaslysa verður einmitt þegar misþungir bílar rekast á úr gagnkvæmri átt.