Velgengni í Nollywood

Bylting hefur orðið í kvikmyndagerð í Nígeríu. Slík er velgengnin að ríkisstjórnin þar í landi hefur áhuga á að taka þátt. Nollywood er því annað í röð eftirmynda hins upprunalega Hollywood í Los Angeles á eftir Bollywood á Indlandi.

Nollywood rís

Bylting hefur orðið í kvikmyndagerð í Nígeríu. Slík er velgengnin að ríkisstjórnin þar í landi hefur áhuga á að taka þátt. Nollywood er því annað í röð eftirmynda hins upprunalega Hollywood í Los Angeles á eftir Bollywood á Indlandi.

Nollywood ævintýrið hófst árið 1992 þegar ungur maður í Nígeríu reyndi að selja tómar vídepspólur sem hann keypti í Taiwan. Hann komst fljótlega að því að salan gengi betur ef eitthvað væri á spólunum. Hann tók því upp myndina Living in bondage.

Myndin fjallaði um mann sem ávann sér völd og peninga með því að drepa konuna sína. Drápið framdi hann með helgisið sem hann síðar iðraðist þegar hún gekk aftur og ofsótti hann.

Myndin seldist í yfir 750 þúsund eintökum sem leiddu til þess að fjöldinn allur fylgdi í kjölfarið með eins hugmyndir. Nollywood framleiðir nú yfir tvö þúsund ódýrar bíómyndir árlega og eru um tveir þriðju þeirra á ensku. Það er meira en bæði Hollywood og indverska Bollywood framleiða árlega.

Kvikmyndaiðnaðurinn í Nígeríu er stærsti iðnaðurinn þar í landi á eftir landbúnaði. Iðnaðurinn skapar því um 15 til 22 milljarða íslenskra króna í tekjur á ári sem er gríðaleg upphæð í jafnfátæku landi og Nígeríu.

Nollywood bíómyndirnar eru enn aðallega seldar á spólum en ekki til kvikmyndahúsa. Þær eru það ódýrar og útbreiddar um Nígeríu að meira að segja fátækt fólk í afskekktum héruðum hefur ráð á að kaupa þær.

Velgengni kvikmyndaiðnaðarins í Nígeríu hefur náð langt út fyrir landamærin. Bíómyndirnar sem þar eru framleiddar fá áhorf um alla Afríku. Suður afrísk sjónvarpssamsteypa hefur þegar boðið upp á stöð þar sem eingöngu Nollywood myndir eru sýndar. Í síðustu viku buðu Zenithfilms, breskt fyrirtæki sem hefur boðið upp á Nollywood myndir til flugfélaga, upp á stöð á BSkyB undir heitinu Nollywood Movies

Nú þegar hefur kvikmyndaiðnaðurinn í Nígeríu vaxið án aðstoðar ríkisstjórnarinnar þar í landi. Kostnaðurinn við framleiðslu myndar er á bilinu ein til sjö milljónir íslenskra króna og kemur fjármagnið beint inn af markaðnum. Bankar lána ekki til Nollywood vegna þess að ómögulegt er að spá fyrir um hagnaðinn.

Forseti Nígeríu, Olusegun Obasanjo, hefur nú falið nefnd að leita leiða til þess að aðstoða iðnaðinn við að vaxa hraðar. En smá vandi er á höndum. Margir hafa óttast að kvikmyndirnar í Nollywood hafi slæm áhrif á landið fari þær að dreifast víðar um heim. Söguþráður margra kvikmyndanna er um svartagaldur og yfirnáttúrulega hluti. Menn innan iðnaðarins segja slíkan söguþráð mikilvægan því hann vegur upp á móti ódýrum framleiðslukostnaði og kemur kvikmyndunum í sölu.

Það er því ekki algjör eining um það innan iðnaðarins að ríkisstjórnin komi að honum. Margir óttast afskipti ríkisstjórnarinnar af söguþræði myndanna aðstoði hún iðnaðinn.

Næsta skref er að reyna að sýna bíómyndirnar í kvikmyndahúsum. Á næsta ári er áætlað að opna um fimmtíu kvikmyndahús í Nígeríu. Ríkisstjórnin er vongóð um Óskarsverðlaun og brottfluttir Nígeríumenn hafa komið á fót Nollywood stofnunni í Los Angeles til þess að koma á tengslum við Hollywood. Jafnvel þótt aðkoma ríkisins að Nollywood geri meiri skaða en gagn þá er ólíklegt að það hafi slæm áhrif á Nollywood.

Heimild: The ecomomist Julu 29th – August 4th

Kristín María Birgisdóttir
Latest posts by Kristín María Birgisdóttir (see all)

Kristín María Birgisdóttir skrifar

Kristín María hóf að skrifa á Deigluna í júlí 2005.