Íslenska 1A

Líklegast mundu flestir reka upp stór augu ef þeir læsu að besta leiðin til að bæta samgöngurnar í Reykjavík væri að kaupa fleiri neðanjarðarlestir í Borgina. „Það eru, jú, ekki einu sinni teinar í Reykjavík!“ mundi einhver segja. Svipuð staða er uppi á teningnum varðandi íslenskukennslu útlendinga. Stoðkerfið er ekki til staðar.

Pawel Bartoszek

Þetta er líklegast fyrsti pistillinn á Deiglunni sem ber sama nafn og höfundurinn sjálfur. En þrátt fyrir þennan egósentríska titil fjallar pistillinn alls ekki um höfundinn sjálfan heldur um einhverja allt aðra menn.

Zidane í nýju ljósi

Langflestir sem eitthvað fylgjast með fótbolta og fylgdust með síðustu heimsmeistarakeppni kannast við hinn frækna fótboltamann Zinedine Zidane. Á Kvikmyndahátíð í Reykjavík (Reykjavik international film festival) er nú verið að sýna myndina Zidane, un portrait du 21e siècle, en Sigurjón Sighvatsson er annar framleiðandanna. Þar er fylgst með Zidane í vinnunni sinni, þ.e. að spila fótbolta. Myndin er alveg hreint mögnuð upplifun.

Prófkjörslykt af hagsmunamati þingmanna

Pistlahöfundur gagnrýnir þá skerðingu fjárframlaga til æskulýðsmála sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2007. Öflugt og spennandi æskulýðsstarf er besta forvarnarstarf sem völ er á. Því er dregið er í efa að skerðing sem slík, án þess að henni sé mætt með uppbyggilegum gagnaðgerðum, feli í sér sparnað ef til langs tíma er litið.

Þjóðkirkjan áfram ríkistrú

Það þykir ekki sérlega smart að fjalla um trú og trúarbrögð nema þá ef vera skyldi til þess að hallmæla hvoru tveggja. Þjóðkirkjan á í vök að verjast og fáir eru talsmenn hennar þó svo nær öll þjóðin sé í þjóðkirkjunni. Í þessum pistli verður hanskinn tekinn upp fyrir ríkistrúna og það rökstutt af hverju ekki á að skilja að ríki og kirkju. Rökstuðningurinn byggist á því að ríkisvaldið er slæmt en trúarbrögð enn verri.

Hvað skóp Kárahnjúka?

Nýlega hófst fylling í hið nýja Hálslón á öræfum Austurlands. Viðburðurinn var eflaust sigur – og léttir – í hugum margra, og aftur ósigur í hugum annarra, sem töldu að verið væri að seilast heldur langt niður í pyngju móður náttúru. En hefðu frjálsir og óheftir markaðskraftar skapað þau risavöxnu mannvirki sem eru óðfluga að taka á sig mynd? Og ef ekki, hvað fleira þurfti til?

Hvað er hagvöxtur?

Í umfjöllun um framtíðaratvinnuvegi Íslands hefur hagvöxt borið á góma og menn eru ekki á eitt sáttir hvort það sé góð mælieining á velferð þjóðarinnar. En hvað er hagvöxtur og hverjar eru uppsprettur hans?

Her fer

Herinn er farinn. Ísland er herlaust. Eins og fyrir 66 árum er getur varla neinn verið almennilega sáttur við niðurstöðuna. En nú, eins og þá, höfðum við afskaplega lítið um málið að segja.

Á götum Dhaka

Ég er staddur í Dhaka, Bangladesh. Ramadan mánuðurinn hófst fyrir nokkrum dögum síðan svo það er erfitt að finna opinn veitingarstað á daginn. Í gær fór ég því út í KO-MART búðina og keypti Oreo kex og óáfengan bjór…

Vandræðaleg vanhæfni

Það verður að teljast nokkuð líklegt að nokkra vanhæfni megi finna á öllum starfsvettföngum á Íslandi, hugsanlega í heiminum. Að greina þessa vanhæfni er þó miserfitt og það fer mikið eftir því hversu opinber eða öllu heldur sýnileg störf eru þegar kemur að því að greina síendurtekin mistök. Tilgangur þessa pistils er að benda á allt of algenga vanhæfni í mjög svo sýnilegu starfi.

Að barma sér eða bjarga?

Fólkið á að elta tækifæri en ekki reyna að grenja fjármagn út úr ríkinu og vonast eftir því að tækifærin elti fjármagnið. Þessu er nefnilega öfugt farið, peningarnir koma ef tækifærin eru fyrir hendi og þau eru notuð rétt.

Halim heim?

Undanfarið hefur slúðurtímaritið Séð og heyrt birt myndir og viðtöl sem hafa farið verulega fyrir brjóstið á mér. Um er að ræða myndir af Íslandsvininum Halim Al þar sem hann er ýmist brosandi eða hlæjandi og meðfylgjandi eru viðtöl við Halim Al þar sem hann segir frá högum sínum og daglegu lífi.

Minnisvarði um mistök

Núna er liðið rétt ríflega ár síðan nýja Hringbrautin var opnuð fyrir umferð sumarið 2005. Framkvæmdin var mjög umdeild í þjóðfélaginu og háværar raddir gagnrýndu legu hennar og tilgang. Í þeim hópi voru m.a. Deiglupennar, sem lýstu yfir undrun sinni á þeirri ákvörðun að byggja þetta risastóra mannvirki á
verðmætasta byggingarlandi borgarinnar
og auk þess var vandséð hvaða vanda umferðarlega séð Hringbrautin nýja átti að leysa.

Verðleynd Landsvirkjunar

Síðasta sumar var haft eftir forstjóra Alcoa á heimasíðu fyrirtækisins að álrisinn borgaði helmingi minna fyrir raforku á Íslandi en í Brasilíu eða um 15 dollara fyrir megavattsstundina. Kom mörgum á óvart hversu opinskátt forstjórinn talaði um verðið, ekki síst þar sem Landsvirkjun hafði ávalt vísað í trúnaðarákvæði samninga um raforkusöluna.

„Seðlabankastjóri“

Þrátt fyrir að Íslendingar séu fyrir nokkru komnir út úr moldarkofunum þá erum við talsvert langt að baki öðrum siðmenntuðum ríkjum þegar kemur að skipun í embætti seðlabankastjóra.

Af hverju verðum við gömul?

Fátt er jafn óumflýjanlegt og það að líkami okkar hrörnar með aldrinum. Eða hvað? Líffræðingar hafa fundið gen sem slekkur á stofnfrumum þegar fólk eldist. Þeir telja að þessi uppgötvun skýri af hverju líkaminn hrörnar með aldrinum.

BA-NA-NA

STAR WARS húsiðNú er ljóst að heildarkostanður við byggingu nýrra höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur nemur fimmþúsundogátthundruð- milljónumkróna. Niðurstaðan er svo sláandi að Reykvíkingar hljóta að krefjast rannsóknar á fjármálastjórn fyrirtækisins og ábyrgð stjórnenda í málinu. Viðbrögð fráfarandi stjórnarformanns við tíðindunum voru hins vegar stórmerkileg og til marks um þá vitfirringu sem einkennt hefur þessa framkvæmd.

Að þekkja sinn vitjunartíma í pólitík

Nú hefur sá tími runnið upp að sitjandi alþingismenn lýsi því yfir hvort þeir hyggist sækjast eftir endurkjöri á þing vegna kosninga til Alþingis næsta vor eða draga sig í hlé. Þegar hafa flestir þingmanna lýst fyrirætlan sinn í þessum efnum. Ljóst er af þeim yfirlýsingum mörgum að sá plagsiður íslenskra þingmanna að þekkja ekki sinn vitjunartíma er enn við lýði.

Umhverfisstefnur

Umhverfismál hafa verið aðalfréttamatur fjölmiðla síðustu daga. Fréttamaðurinn Ómar Ragnarsson hefur sagt að við séum að eyðileggja náttúru landsins á sama tíma og alþjóðleg stofnun gaf forseta Íslands viðkenningu fyrir fyrirmyndarstöðu Íslands í umhverfismálum.

Bilderberg

Í kjölfar velgengni Fredriks Reinfeldts og hægri flokks hans í sænsku þingkosningunum hefur hinn dularfulli Bilderberger-hópur komist í fréttirnar á ný.