Umhverfisstefnur

Umhverfismál hafa verið aðalfréttamatur fjölmiðla síðustu daga. Fréttamaðurinn Ómar Ragnarsson hefur sagt að við séum að eyðileggja náttúru landsins á sama tíma og alþjóðleg stofnun gaf forseta Íslands viðkenningu fyrir fyrirmyndarstöðu Íslands í umhverfismálum.

Umhverfismál hafa verið aðalfréttamatur fjölmiðla síðustu daga. Fréttamaðurinn Ómar Ragnarsson hefur sagt að við séum að eyðileggja náttúru landsins á sama tíma og alþjóðleg stofnun gaf forseta Íslands vðurkenningu fyrir fyrirmyndarstöðu Íslands í umhverfismálum.

Umhverfismál er mikilvægur þáttur stjórnmála sem við Íslendingar verðum að skoða nánar. Við sjáum Samfylkinguna koma með nýja umhverfisstefnu, Ómar Ragnarsson segir Íslendingum að taka sig saman í andlitinu og Al Gore býður okkur í bíó. Lítið hefur hins vegar heyrst frá stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum. Þessi stærsti flokkur landsins ætti vitaskuld að taka forystu í umhverfismálum eins og öðrum málaflokkum.

Á á síðustu misserum, og sérstaklega eftir að birtingu heimildarmyndar Al Gore, hefur manni orðið ljóst hversu alvarleg mál um er að ræða. Það er mikilvægt að við styðjum áframhaldandi þróun hér á landi, en við ættum að “flýta okkur hægt”. Það er mikið til hér á landi sem hægt er að græða á, eða framkvæma. Margir möguleikar liggja fyrir, og lífið snýst ekki bara um að nýta nútímann heldur einnig að framleiða framtíðina. Því það sem við gerum í dag, verður grunnurinn sem börn okkar mun byggja á.

Það er hins vegar ekki hægt að fullyrða að það sem hingað til hefur verið virkjað sé röng stefna. Því með þessari stefnu og þessum framkvæmdum bættist við og stækkaði heill iðnaður. Það er mikilvægt að halda atvinnumarkaðinum fjölbreyttum, til að gefa fólki val um starfsmöguleika. Það er bara þannig í þessu lífi, að það vilja ekki allir vera banka- eða vísindamenn.

Góðar umhverfisstefnur geta verið hið besta mál, en það er mikilvægt að halda einnig úti byggðarstefnu þar sem við virkjum atvinnumarkaðinn á fleiri stöðum á landinu en höfuðborgarsvæðinu. Ef virkjanir eru til að skapa verðmæti, þá skulum við einnig skoða málið frá hlið fjárfesta. Því með virkjunum sjá þeir möguleika fyrir arðbærum fjárfestingum. En það eru til aðrir sem fara aðeins öðruvísi í þessi mál.

Branson hjá risafyrirtækinu Virgin sér til að mynda möguleika á viðskiptum í umhverfismálum. Hann segist reyndar vilja gera sitt í málum gróðurhúsaáhrifa með því að gefa allan hagnað af sinni fyrirtækjasamsteypu
(virgin records, virgin air, virgin train o.s.frv.). En það er þá kannski tilviljun að hann sé að setja fjármagn í rannsókn á nýju umhverfisvænu eldsneyti sem mun heita “Virgin fuel”? Nei, hér er ekki um að ræða tilviljun, heldur gott dæmi um það hvernig hægt er að beina viðskiptum og fjárfestingum í áttina að umhverfisvænni framleiðslu eða tækni.

Af hverju ætti Ísland ekki að vera í forystu á sviði vetnisrannsókna í heiminum? Leyfum heiminum að rífast um olíu, en látum Ísland þróa vetnisnotkun fyrir öll faratæki sem mun leysa margar alþjóðlegar deilur og vera þáttur í áttinni að stöðugum alþjóða viðskiptamarkaði, þar sem olía getur ekki verið notuð sem pólitískt verkfæri. Því það er furðulegt fyrirmig að þurfa borga hærra verð þegar ég fylli bensín á bílinn minn á Íslandi þegar/ef Íran gefur út fréttatilkynningu um eitthvað eða þegar Bandaríkin ákveða að ráðast inn í Írak.

Það er ekki hægt að setja krónuverð á umhverfið okkar, því ef við missum stjórn hér á þessu sviði þá er ekki víst að við höfum nein tök á því að grípa inn í vandan.

rej1@hi.is'
Latest posts by Reynir Jóhannesson (see all)