Grænar byggingar

Grænn arkitektúr eða grænar byggingar ryðja sér til rúms á alþjóðlegum vettvangi. Tæknin og þekkingin hefur þó verið til staðar í lengri tíma. Hvað veldur skyndilega aukinni eftirspurn eftir umhverfisvænum lausnum í byggingargeiranum? Og verða einhvern tímann byggðar alvöru grænar byggingar hér á landi?

Sameinumst hjálpum þeim?

Einar mestu hörmungar þessa áratugar fara fram í Darfur héraði í Súdan um þessar mundir. Meiriháttar mannréttindabrot eru þar daglegt brauð. Spurningin sem brennir á vörum margra er: „Hvers vegna er ekki búið að gera neitt róttækt í málunum?“

Síðustu Sósíalistanir – Heilbrigðiskerfið?

Ísland hefur á undanfarinni öld stigið hvert skrefið á fætur öðrum í átt til velsældar og hagsældar. Flest skrefin hafa falist í því að ganga í burtu frá höftum og miðstýringu í átt að frelsi og einstaklingsframtaki. Það eru ekki stjórnmálamenn heldur fólkið í landinu sem hafa fært okkur velferðina. Stjórnmálamennirnir gáfu fólkinu athafnafrelsið sem það svo nýtti til góðra verka.

Skutullinn brýndur

Sjávarútvegsráðherra hefur tilkynnt að hann hafi heimilað hvalveiðar í atvinnuskyni á nýjan leik. Ljóst er að þessi ákvörðun vekur misjöfn viðbrögð, tilfinningasamir Ameríkanar fella tár en hvalveiðihaukarnir brýna skutulinn. Flestir sjá þó rök með og á móti þessari ákvörðun ráðherrans sem hefur raunar legið í loftinu um nokkurt skeið. En hvaða áhrif ætli þetta hafi á ferðamennaiðnað hér á landi og kynningu á íslenskum vörum erlendis? Og er markaður fyrir hvalkjötið?

Óþorandi þingmenn

Frumvarp um afnám einkasölu Ríkisins á áfengi hefur verið lagt fram í fjórða skipti á jafnmörgum þingum. Það er mjög miður að svona spennandi og mikilvæg mál eins og þetta komist aldrei á dagskrá, meðan þingsályktunartillögur um brúargerð og fyrirspurnir um hlutfall íslenskrar tónlistar á öldum ljósvakans hljóta alltaf náð fyrir augum þeirra sem ákveða hvaða mál séu rædd.

Heyrði ég þá þinn hjartaslátt, heyrði ég þá þinn andardrátt!

Því hefur verið haldið fram að Ísland sé glæsilegasta sveitarfélag í heimi. Lesendum sem ekki hafa fylgst með sameiningu sveitarfélaga á síðustu árum-enda slík eftirtekt falin til þess að æra óstöðugan- er bent á að ekkert sveitarfélag ber enn þá heitið Ísland og er hér átt við það fyrirbæri sem nefnt hefur verið í lærðum bókum lýðveldið Ísland.

,,Höggðu vel svo Drottinn megi sjá“

Dauðarefsing er sá verknaður að taka af lífi dæmda sakamenn í refsingarskyni. Dauðarefsingar hafa komið við sögu flestra samfélaga, en hafa nú verið afnumdar í mörgum löndum. Í Asíu eru dauðarefsingar þó leyfilegar í flestum ríkjum, og það sama má segja um mörg Afríkuríki. Afar fá Vesturlandaríki heimila dauðarefsingar, aðeins Bandaríkin virðast vera eftir. Dauðarefsing er notuð vegna glæpa sem þykja alvarlegastir í hverju samfélagi.

Umferðarómenning

Við Íslendingar eigum það til að setjast undir stýri og aka um götur bæjarins eins og við séum ein í heiminum. Gatnakerfið og umferðarljós hjálpa lítið til og úr verður umferðarteppa kvölds og morgna alla virka daga.

Prófkjör?

Þegar efnt er til prófkjörs er algengt að flokksmenn kjósi þá frambjóðendur sem þeir hafa einhver persónuleg tengsl við, kunna best við eða eiga málefnalega mest sameiginlegt með. Þessi sjónarmið eru öll góðra gjalda verð en við prófkjör er mikilvægt að önnur og fleiri sjónarmið séu höfð til hliðsjónar.

Kraftmikil bloggfréttamennska

Bloggfréttamennska er ekkert ný af nálinni hvorki hér heima né erlendis, hins vegar hafa aldrei fleiri stundað þessa fréttamennsku hérlendis. Þetta hefur sett mikið líf í bloggheiminn hér á landi, hins vegar er oft erfitt að átta sig á því hvað er satt og hvað er logið á þessum vefjum.

Eldur í austri

Tuttugu ár eru frá því að stórveldin tvö, Sovétríkin og Bandaríkin áttu í vopnakapphlaupi. Heimurinn stóð á öndinni og minnstu munaði að til kjarnorkustyrjaldar kæmi. Í dag má gera ráð fyrir svipaðri stöðu í austri vegna hugsanlegrar kjarnavopnaeignar Norður Kóreu, ekki síst vegna tilraunasprengingar þeirra.

Hver á að gæta varðanna?

Undirritun samkomulags við Bandaríkin um framkvæmd varnarsamningsins er merkilegur áfangi. Fyrir liggur að Íslendingar verða að axla meiri ábyrgð á eigin öryggi og það er sjálfsagt þegar í hlut á ein ríkasta þjóð heims. Eðlilegt er að slíkt kosti ríkissjóð einhver fjárútlát og umfangsmeiri stjórnsýslu. Samhliða vinnu við að samþætta verkefni lögreglu, landhelgisgæslu og fleiri hlutaðeigandi stjórnvalda er ekki síður mikilvægt að skýrar takmarkanir séu settar valdsviði nýrrar tegundar öryggisgæslu.

Góð niðurstaða í varnarviðræðum

Bandarískir hermenn við heræfingar á Íslandi.Í gær undirrituðu íslenskir ráðamenn samkomulag við Bandaríkjamenn um fyrirkomulag á framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Í samkomulaginu felst ítrekun á þeim skuldbindingum sem Bandaríkjamenn hafa undirgengist gagnvart Íslandi. Þessi skuldbinding er mikilvægasta vörn landsins og gerir það að verkum að hið herlausa Ísland er í raun betur varið en flest ríki heims.

Háskóli Íslands á ekki að reka byggingar

Háskóli Íslands á að nýta fjármuni sína það sem skiptir máli: Rannsóknir og kennslu. Ekki steinsteypu.

Hættuleg kynhegðun?

Kynlíf er orðið hluti af menningarlegu lífi okkar í dag. Þó við sjáum ekki kynlíf í beinni merkingu daglega er samt alltaf eitthvað í okkar umhverfi sem tengist kynlífi. Það er í raun ekkert athugavert við þá staðreynd. En er þetta öruggt fyrir unglingana og börnin? Hin svokallaða klámvæðing hefur eflaust leitt til þess að kynhegðun unglinga hafi breyst og þá líklegast ekki til hins betra.

Greiningardeild fasteignasala

Fasteignasala í Reykjavík auglýsti í útvarpi að nú væri rétti tíminn til þess að selja fasteignir. Í kjölfarið kom auglýsing frá sömu fasteignasölu þar sem fasteignakaupendur voru hvattir til dáða þar sem að nú væri einmitt rétti tíminn til þess að kaupa fasteignir. Ég var nú orðinn svolítið ruglaður, enda skilaboðin misvísandi svo vægt sé til orða tekið. Ef það er rétt að nú sé rétti tíminn til þess að selja eignir þá getur ekki verið gott að vera í þeim sporum að þurfa að kaupa. En bíðið við, augnabliki síðar er orðið betra að kaupa en selja. Hver er þá að hagnast á þessum fasteignaviðskiptum? Sennilega er það bara fasteignasalinn.

Matarskattur lækkar loksins

Síðastliðna daga hefur umræðan um skattalækkun á matvælum verið ríkjandi. Ráðherrar ríkisstjórnir Íslands tilkynntu á blaðamannafundi í gær, 9. október að ákveðið hafi verið að grípa til viðtækra aðgerða til þess að lækka matvælaverð í landinu. Vörugjöld af innlendum og innfluttum matvælum, öðrum en sykri og sætindum verða felld niður að fullu 1. mars 2007. Þetta má telja mikið fagnaðarefni, því samkvæmt Vegvísi Landbankans gæti verðlag á matvælum lækkað um tæplega 16 %.

It’s the umhverfismálin, stupid!

Það er pólitík í loftinu. Stjórnmálamenn til sjávar og sveita, hvort sem þeir eru nýskriðnir úr ungliðahreyfingum flokkana eða steingráir embættismenn eru nú sýnilegri og brosmildari en almenningur á að venjast og allir reyna þeir að þefa uppi málin sem eru heit og fersk – það sem menn eru að smjatta á í heitu pottunum og á kaffihúsunum. Og í augnablikinu rekst maður varla á stjórnmálamann sem er ekki endurfæddur áhugamaður um umhverfismál.

Tár, bros og umferðarteppa

Það er engin einföld lausn að vandamáli sem umferðarteppur á annatímum eru. Ef við kjósum að halda áfram á sömu braut og undanfarna áratugi og reynum áfram að sigrast á hagfræðilegu vandamáli með tæknilegum lausnum einvörðungu þá munu umferðartafir að öllum líkindum stigmagnast og sóun aukast.

Hugdjarfa blaðakonan Anna Politkovskaya

Á Pushkinskaya-torginu í Moskvu er búið að kveikja á kertum og leggja blóm við mynd af Önnu Politkovskaya blaðakonu. Hún var skotin til bana í gær. Lík hennar fannst í lyftu fjölbýlishúss í miðborg Moskvu og við hlið hennar lá skammbyssa og skothylki.