Greiningardeild fasteignasala

Fasteignasala í Reykjavík auglýsti í útvarpi að nú væri rétti tíminn til þess að selja fasteignir. Í kjölfarið kom auglýsing frá sömu fasteignasölu þar sem fasteignakaupendur voru hvattir til dáða þar sem að nú væri einmitt rétti tíminn til þess að kaupa fasteignir. Ég var nú orðinn svolítið ruglaður, enda skilaboðin misvísandi svo vægt sé til orða tekið. Ef það er rétt að nú sé rétti tíminn til þess að selja eignir þá getur ekki verið gott að vera í þeim sporum að þurfa að kaupa. En bíðið við, augnabliki síðar er orðið betra að kaupa en selja. Hver er þá að hagnast á þessum fasteignaviðskiptum? Sennilega er það bara fasteignasalinn.

Fasteignasala í Reykjavík auglýsti í útvarpi að nú væri rétti tíminn til þess að selja fasteignir. Í kjölfarið kom auglýsing frá sömu fasteignasölu þar sem fasteignakaupendur voru hvattir til dáða þar sem að nú væri einmitt rétti tíminn til þess að kaupa fasteignir. Ég var nú orðinn svolítið ruglaður, enda skilaboðin misvísandi svo vægt sé til orða tekið. Ef það er rétt að nú sé rétti tíminn til þess að selja eignir þá getur ekki verið gott að vera í þeim sporum að þurfa að kaupa. En bíðið við, augnabliki síðar er orðið betra að kaupa en selja. Hver er þá að hagnast á þessum fasteignaviðskiptum? Sennilega er það bara fasteignasalinn.

Sömu aðilar og standa að þessari auglýsingu sem hljómar nú í útvarpinu koma að stofnun svokallaðar greiningardeildar um fasteignamarkaðinn. Ástæða fyrir stofnun hennar er fyrst og fremst sú að fasteignasölum finnast greiningardeildir bankanna ekki nægjanlega hliðhollar sér.

Annað sem fasteignasölum hafa gert aðfinnslur við í hegðun banka er núverandi útlánastefna þeirra. Bankarnir komu af miklum krafti inn á húsnæðislánamarkaðinn árið 2004 og hófu að lána húsnæðislán að miklum móð og lækkuðu vexti á þeim lánum verulega. En í dag eru breyttar aðstæður, fjármögnun bankanna er dýrari, stýrivextir eru svimandi háir og Seðlabankinn hefur einnig lagt mjög hart að bönkunum að draga úr útlánum. Því hafa skilyrði fyrir útlánum verið hert, en líka vegna þess að markaðurinn er að hægja á sér, enda virðist framboð á nýjum íbúðum vera meira en eftirspurn. Sú staðreynd er ekki greiningadeildum bankanna að kenna.

Nýlega tilkynnti framkvæmdarstjóri Félags fasteignasala að stefnt væri að því að koma á fót sérstakri greiningardeild innan félagsins. Jafnframt sagði hann að deildin yrði sett á fót meðal annars vegna þess að greiningardeildir viðskiptabankanna senda reglulega frá sér greiningu á fasteignamarkaði sem fasteignasalar eru ekki allir alls kostar sáttir við.

Það er eins og að fasteignasalar telji að greiningardeildir bankanna sé markvisst að vinna gegn sér Hlutverk greiningardeilda bankanna er að gefa mat sitt á á ástandi á mörkuðum og því reyna þær eftir bestu getu að gefa álit sitt á raunverulegu ástandi á mörkuðum á hverjum tíma. Íslenskir bankar hafa þvert á móti enga hagsmuni af því að húsnæðismarkaðurinn hrynji frekar en aðrir í íslensku samfélagi. Við slíkar aðstæður myndu vanskil vaxa mikið og bankar sætu uppi með mikið af illseljanlegum fasteignum.

Það er ástæðulaust að fasteignasalar fari á taugum þó að markaðurinn dragist tímabundið saman. Slíkt er eðli allra frjálsra markaða. En að rjúka til og stofna svokallaða greiningardeild til þess að spá látlaust góðu veðri er ekki trúverðugt. Það er gott að hafa gott fagfélag sem styður við og eflir stéttina en þessar aðgerðir miða aðeins að því að draga úr trúverðugleika slíks fagfélags og stéttarinnar í heild sinni.

Latest posts by Torfi Kristjánsson (see all)

Torfi Kristjánsson skrifar

Torfi hóf að skrifa á Deigluna í október 2002.