Matarskattur lækkar loksins

Síðastliðna daga hefur umræðan um skattalækkun á matvælum verið ríkjandi. Ráðherrar ríkisstjórnir Íslands tilkynntu á blaðamannafundi í gær, 9. október að ákveðið hafi verið að grípa til viðtækra aðgerða til þess að lækka matvælaverð í landinu. Vörugjöld af innlendum og innfluttum matvælum, öðrum en sykri og sætindum verða felld niður að fullu 1. mars 2007. Þetta má telja mikið fagnaðarefni, því samkvæmt Vegvísi Landbankans gæti verðlag á matvælum lækkað um tæplega 16 %.

Síðastliðna daga hefur umræðan um skattalækkun á matvælum verið ríkjandi. Ráðherrar ríkisstjórnir Íslands tilkynntu á blaðamannafundi í gær, 9. október að ákveðið hafi verið að grípa til viðtækra aðgerða til þess að lækka matvælaverð í landinu. Vörugjöld af innlendum og innfluttum matvælum, öðrum en sykri og sætindum verða felld niður að fullu 1. mars 2007. Þetta má telja mikið fagnaðarefni, því samkvæmt Vegvísi Landbankans gæti verðlag á matvælum lækkað um tæplega 16 % og neysluverðsvísitalan um tæp 3% á ári, tekjur ríkisins munu þó lækka af þessum sökum um 7 milljarða króna á ári.

Skattlagning á matvörum hefur verið misjöfn og mismikil. Sumar matvörur bera vörugjald en aðrar ekki og er gjaldið mishátt. Meiri hluti matvæla ber 14% virðisaukaskatt en um fimmtungur þeirra ber 24,5% skatt. Á sumum matvörum leggst svo tollur sem er einnig mishár. Þessari skattlagningu fylgja kerfi undanþága sem ætlað er að koma í veg fyrir margfalda skattlagningu innlendrar framleiðslu og starfsemi. Afleiðingar þess eru ýmsar til að mynda verð á matvörum sem bera skatta/tolla eða hærri skatta/tolla en aðrar matvörur veitir skjól fyrir hátt verð á samkeppnisvörum og vörum sem komið geta í stað skattlögðu vörunnar. Þessi mismunandi og misháa skattlagning veldur því að verðhlutföll skyldra vara brenglast, raunverulegt verð vörunnar er dulið og allur samanburður á verði hliðstæðra vörutegunda er mun erfiðari en ella. Álagningar- og undanþágukerfin sem þessu fylgja, eru flókin og ógagnsæ, þau fela í sér skrifræði, fyrirhöfn og kostnað.

Mikið hefur verið fjallað um lækkun á 14% þrepi virðisaukaskatts, matarskattsins svonefnda. Þar hefur komið fram að slík aðgerð hefði bein áhrif í eitt skipti á matvöruverð en hefði ekki þau afleiddu áhrif sem skipta svo miklu um afnám og samræmingu skattlagningar matvæla. Auk þess sem tölur um tekju- og útgjaldadreifingu benda til þess að lækkun matarskatts hefði áhrif á kaupmátt allra heimila en lítil áhrif til tekjujöfnunar. Virðisaukaskattur af matvælum verður lækkaður úr 14% í 7% frá 1. mars 2007. Almennir tollar á innfluttum kjötvörum úr 2. kafla tollskrár verða lækkaðir um allt að 40% frá 1. mars 2007, auk þess sem virðisaukaskattur af annarri þjónustu og vörum í 14% þrepi (bækur, tímarit, blöð, húshitun, hótelgisting og fleira) verður lækkaður í 7%. Virðisaukaskattur af öðrum matvælum sem hefur verið 24,5% verður lækkaður í 7% frá sama tíma. Samkvæmt Geir H. Haarde forsætisráðherra, mun þessi lækkun matvælaverðs á Íslandi verða sambærileg við meðalverð á matvælum á Norðurlöndunum miðað við upplýsingar um matvælaverð frá Evrópsku hagstofunni (Eurostat).

Í nýbirtri hagspá Greiningardeildar Landsbankans er gert ráð fyrir að verðbólgan hjaðni hratt á næsta ári og mun þessi lækkun virðisaukaskatts á matvælum styðja við þá þróun til skamms tíma. Aukinn kaupmáttur heimilanna sem samsvarar að meðaltali 82 þús. kr. á ári, með tilkomu skattalækkunar á matvöru þann 1. mars næstkomandi. Tekjutap ríkisins vegna aðgerðanna verður sáralítið og í raun mun ríkissjóður hagnast á því ef tillit er tekið til veltuaukningar innanlands í kjölfar verðlækkana, samkvæmt skýrslu ASÍ. Ef farið yrði einnig í breytingar á tollum, vörugjöldum og samræmingu virðisaukaskatts af matvælum, að mestu í formi lækkunar á gosi og sælgæti, gæti það skilað heimilunum 50 þús. kr. til viðbótar og heildarútgjöld heimilanna því lækkað um 130 þús.kr. Tillögur þessar um lækkun hins opinbera á matvælum er því stórt skref í rétta átt og til mikilla hagsbóta fyrir íslensk heimili.

Latest posts by Sesselja Dagbjört Gunnarsdóttir (see all)