Prófkjör?

Þegar efnt er til prófkjörs er algengt að flokksmenn kjósi þá frambjóðendur sem þeir hafa einhver persónuleg tengsl við, kunna best við eða eiga málefnalega mest sameiginlegt með. Þessi sjónarmið eru öll góðra gjalda verð en við prófkjör er mikilvægt að önnur og fleiri sjónarmið séu höfð til hliðsjónar.

Þegar efnt er til prófkjörs er algengt að flokksmenn kjósi þá frambjóðendur sem þeir hafa einhver persónuleg tengsl við, kunna best við eða eiga málefnalega mest sameiginlegt með. Þessi sjónarmið eru öll góðra gjalda verð en við prófkjör er mikilvægt að önnur og fleiri sjónarmið séu höfð til hliðsjónar.

Við val á framboðslista skiptir nefnilega mestu máli að útkoman verði listi sem á möguleika á því að vinna næstu kosningar. Ef „þinn“ frambjóðandi er almennt séð óframbærilegur eða ef fyrstu 6 menn á listanum eru allir konur eða allir karlar yfir fimmtugt er hætt við því að viðkomandi þingflokkur ynni ekki stóra sigra í kosningunum sjálfum. Ábyrgð flokksmanna er því mikil og nauðsynlegt að þeir vegi og meti sína persónulegu afstöðu til einstakra frambjóðenda við hag flokksins.

Um leið og persónulegt dálæti á einstökum frambjóðendum getur þannig verið einn af ókostunum við prófkjör er það óbeint einnig einn af kostunum við prófkjör. Prófkjör veita almenningi greiðan aðgang að frambjóðendum sem veitir frambjóðendum möguleika á að ná tengslum við kjósendur, skilja vandamál þeirra og undirbúa baráttumálin betur fyrir vorið. Listi samansettur af fólki sem er búið að taka að minnsta kosti einn snúning ef ekki fleiri á sínu kjördæmi, samflokksmönnum og sveitungum er mun líklegri til að vera í tengslum við samfélagið sitt og betur undir það búinn að ná árangri í komandi kosningum en listi samansettur af fólki sem var dregið upp úr hattinum af flokksforystunni. Við uppröðun á lista má leiða að því líkum að minna tillit sé tekið til baráttumála einstakra frambjóðenda, enda allir að bjóða fram fyrir sama flokk sem á endanum setur fram einn málefnapakka sem allir frambjóðendurnir fylkja sér á bakvið. Flokksforystan tekur þannig völdin meira í sínar hendur bæði varðandi menn og málefni. Við þær aðstæður er til dæmis gott að vera með „já“ menn á listanum sínum.

Prófkjör og uppröðun á framboðslista hafa sína kosti og galla. Hafi flokksmenn hins vegar bæði sín persónulegu sjónarmið og hagsmuni flokksins og heildarinnar að leiðarljósi ætti að fást sterkari listi út úr prófkjöri en listi sem valið hefur verið á.

Þó það sé freistandi að velja bara þá á lista sem eru skemmtilegir og sammála manni sjálfum er ekki úr vegi að bæta við nokkrum nöfnum manna sem munu standa sig vel, höfða til annars hóps en endilega manns eigins og munu á endanum gera viðkomandi lista sigurstranglegri í kosningum í vor. Sigur er víst það sem mestu máli skiptir.

Latest posts by Katrín Helga Hallgrímsdóttir (see all)

Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar

Katrín Helga hóf að skrifa á Deigluna í október 2003.