Um helgina hratt Framtíðarlandið af stað áróðursherferð sem nefnist Sáttmáli um framtíð Íslands og er ætlað að sporna gegn frekari virkjunaráformum hér á landi. Ekki er það ætlunin hér að gagnrýna þetta framtak enda margt gott um það að segja í sjálfu sér. Herferðin vekur hins vegar áhugaverðar og áleitnar spurningar um lýðræðið og starfsemi stjórnmálasamtaka.
Íslensk velferð og ör þróun landsins vekur áhuga Suður Afríkumanna. Velferðarráðherra landsins kom nýlega til þess að kynna sér málin. Hann segir Ísland á undraverðan hátt hafa orðið eitt ríkasta land heims og langar að vita hvernig við fórum að þessu á svo skömmum tíma.
Josh Groban, Toto, GusGus, Lay Low, Sir Cliff Richard og Deep Purple. Hvað eiga þau öll sameiginlegt?
Síðastliðið haust átti fátíður atburður sér stað á Suðurnesjum. Íslenska ríkið fékk, á einu bandi, afhenta tugi þúsund fermetra af húsnæði til afnota. Það var þó nær samstundis ákveðið að selja þessar eignir. Ríkið vildi ekkert með þær hafa, þær áttu heima í höndum einkaaðila.
Rétt fyrir þinglok nú á vorþinginu 2007 voru ný vegalög og þingsályktunartillaga um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2007-2010 samþykkt. Þingsályktunartillaga fyrir langtímaáætlun 2007-2018 náði þó ekki í gegn. Bæði lögin og þingsályktunartillögurnar brydda upp á ýmsum athyglisverðum og jákvæðum nýmælum, en sums staðar svífur eilítill ævintýrablær yfir vötnum.
Nokkur umfjöllun var um byggðavandann í vikunni sem er að líða. Ríkisstjórnin samþykkti að skipa vinnuhóp til að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum. Vestfirðingar hafa fært fram tillögur til úrbóta og þeir krefjast aðgerða strax. En eru sértækar aðgerðir rétta leiðin til lausnar vandanum?
Nú á síðustu klukkustundum þessa þings og þess kjörtímabils liggur fyrir frumvarp til breytinga á áfengislögum. Ef frumvarpið verður að lögum munu Íslendingar loks geta keypt áfengi í smásölu annars staðar en í Áfengis- og tóbaksverslun ríkins.
Ef það er einhver eða öllu heldur einhverjar sem hafa unnið sér til hróss fyrir verkefni vikunnar þá hlýtur það að vera íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu.
Nýleg könnun sýnir að íslenskir neytendur eru reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir íslenskar landbúnaðarvörur en innfluttar. Í þessu ljósi blasir við að engin þörf er á verndartollum og öðrum innflutningshöftum.
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti þingstörfum á þessu þingári að ljúka í gær, fimmtudag. Þinglok eru fyrr á ferðinni en í hefðbundnu ári vegna kosninganna í maí næstkomandi. Það er því líklegt að á næsta starfsári Alþingis verði skipun ríkisstjórnarinnar breytt frá því sem nú er. En var þetta starfsár þingsins, frá því þing kom saman í október 2006, gott eða slæmt?
Þó nokkur umræða hefur verið undanfarið um þá nýjung sem nokkrir framhaldsskólar eru að bjóða upp á, sem gerir krökkum kleift að hefja nám strax að loknum 9.bekk. Skiptar skoðanir eru meðal manna, en hver er rétta leiðin í þessu?
Að gefa til góðgerðarmála er ekkert grín, og að mörgu að hyggja þegar menn taka sér slíkt fyrir hendur. Fyrir einstaklinga snýst valið yfirleitt um hvaða fyrirtæki eða stofnun á að styrkja, en það val getur haft mikil áhrif á hversu vel fjármunirnir nýtast þeim sem minna mega sín.
Í nýútkominni skýrslu Alþjóðlega vísindaráðsins um loftslagsbreytingar (IPCC) kemur fram að líkurnar á því að loftslagbreytingar séu til komnar vegna gróðurhúsaáhrifa af völdum manna séu meira en 90%. Efasemdarmenn telja hinsvegar að skýrslan og sú umhverfishystería sem skapast hefur um hana sé ekkert annað en hræðsluáróður.
Evrópunefnd undir forystu Björns Bjarnasonar hefur skilað af sér góðu verki. Afar mikilvægt er að afstaða stjórnmálamanna til stórra mála á borð við ESB byggi á hlutlægu mati á því hvernig hagsmunum Íslendinga sé best borgið.
Sjónvarpsþáttarisinn Viacom vill ræna skrifstofublókina hennar helstu dægradvöl. Hversu samviskulaus er hægt að vera?
Það er mikil gróska í fimleikaíþróttinni um þessar mundir og var Íslandsmeistaramótið í hópfimleikum haldið um síðustu helgi. Mót var haldið í glæsilegu íþróttahúsi Gerplu, Versölum í Kópavogi, og var keppnin ákaflega skemmtileg. Keppt var eftir Landsreglum og Evrópureglum, eða svokölluðum team-gym reglum.
Hverjar eru markaðsvörur samgöngumarkaðarins í Reykjavík? Hverjir eru markaðsaðilarnir? Og hvernig eru markaðsvörurnar verðlagðar? Getur maður lagt mat á það hvort það séu óeðlilega margir bílar í Reykjavík með svörum við þessum spurningum? Og hver er líkleg niðurstaða?
Menningarpistill dagsins er helgaður píkum. Helmingur mannkyns er með píku og meirihluti mankyns kemur við píkur á hverjum degi. Samt förum við flest hjá okkur þegar þetta orð er notað og sumum finnst eins og þeir séu að blóta.
Á að setja í stjórnarskrá ákvæði um að „mennt sé máttur“? Eða að „æfingin skapi meistarann“? Á að taka af öll tvímælin um hið íslenska lambakjöt sé best í heimi, með því að bæta því við stjórnarskrána? Og ef vera skyldi að einhver vissi ekki enn að reykingar væru óhollar, þá hlýtur að vera góð hugmynd að taka það fram á fleiri stöðum, til dæmis í stjórnarskránni.
Í Fréttablaðinu kemur fram að þverpólísk samstaða sé um að tímabært sé að endurskoða málefnaskiptingu Stjórnarráðsins, en fyrir liggur að ráðuneyti má ekki setja á stofn né leggja af nema með lögum og er greining Stjórnarráðsins í ráðuneyti því undir löggjafanum komin. Fjöldi ráðuneyta er bundin í lög um Stjórnarráð Íslands frá 1969.