Gerpla og Selfoss Íslandsmeistarar í hópfimleikum

Það er mikil gróska í fimleikaíþróttinni um þessar mundir og var Íslandsmeistaramótið í hópfimleikum haldið um síðustu helgi. Mót var haldið í glæsilegu íþróttahúsi Gerplu, Versölum í Kópavogi, og var keppnin ákaflega skemmtileg. Keppt var eftir Landsreglum og Evrópureglum, eða svokölluðum team-gym reglum.

Það er mikil gróska í fimleikaíþróttinni um þessar mundir og var Íslandsmeistaramótið í hópfimleikum haldið um síðustu helgi. Mót var haldið í glæsilegu íþróttahúsi Gerplu, Versölum í Kópavogi, og var keppnin ákaflega skemmtileg. Keppt var eftir Landsreglum og Evrópureglum, eða svokölluðum team-gym reglum.

Keppnin í Evrópureglum hófst á föstudagskvöldið og þar kepptu sex lið um að tryggja sér þátttökurétt í undanúrslitum á laugardeginum en þrjú stigahæstu liðin komast áfram í úrslit. Lið Selfoss náði, í fyrsta skipti í tuttugu ára sögu félagsins, að tryggja sér sæti í úrslitum en ásamt þeim kepptu til úrslita sameiginlegt lið Stjörnunnar og Bjarkar og lið Gerplu P1 sem hafnaði í 2. sæti á Evrópumeistaramótinu á síðastliðnu hausti.

Keppnisfyrirkomulag á Íslandsmóti í Evrópureglum í hópfimleikum er þannig að liðin keppa á þremur áhöldum, stúlkurnar fá einkunn fyrir hvert og eitt áhald og það er svo samanlagður árangur sem telur. Keppt er í gólfæfingum, þar sem liðið saman standa af tólf stúlkum, sýnir samhæfðan dans. Á trampólíni þar sem sex af þessum tólf stúlkum stökkva tvær umferðir á trompólíni og eina með hesti. Síðast en ekki síst keppa sex af þessum tólf stúlkum líka á dýnu, þar sem þær gera æfingar á svokölluðu fiber gólfi sem er nokkurskonar stökkbraut. Liðin taka svo með sér stigin frá fyrri degi yfir á seinni daginn og ræður heildarárangur liðanna úrslitum.

Úrslitin urðu þau að lið Gerplu P1 sigraði með 50,9 stig, Stjarnan/Björk í öðru sæti með 46,80 stig og Selfoss í þriðja sæti með 44,45 stig. Fyrrnefndu liðin tvö munu taka þátt á Norðurlandameistaramóti í apríl fyrir hönd Íslands. Í mix-hópum, þar sem strákar og stúlkur saman í liði, sigraði lið Gróttu/Ármanns með 24,9 stig en keppnisfyrirkomulagið er svipað hjá kvenna og mix liðum að því undanskildu að mix liðin kepptu einungis annan daginn og tóku því ekki með sér stigin frá fyrri keppnisdegi.

Fyrir hádegi á laugardag var keppt til úrslita í landsreglum og náði eitt af liðum Selfoss, að hampa Íslandsmeistaratitli á öllum áhöldum, það er á gólfi, dýnu og trampólíni með glæsilegar einkunnir. Einnig hlaut Selfoss 2 bronsverðlaun fyrir gólfæfingar sem verður að teljast mjög góður árangur, auk þess að lenda í fjórða sæti á trampólíni.

Fimleikadeild Umf. Selfoss átti 5 lið sem kepptu til úrslita á einu eða fleiri áhöldum í landsreglum sem keppt var í fyrrihluta laugardagsins. Ekkert lið hefur áður átt jafn mörg lið á Íslandsmóti. Jafnframt átti Selfoss eitt lið, eins og áður sagði, sem keppti til úrslita í hópfimleikum samkvæmt Evrópureglum. Lið Selfyssinga var jafnframt það yngsta sem náði inn í úrslitin í Evrópureglum.

Keppnisfyrirkomulag í Landsreglum er öðruvísi en í Evrópureglum en þá er fleiri keppendum gefinn kostur á því að spreyta sig og reglurnar eru ekki eins erfiðar og strangar. Vakin skal athygli á því að einungis var keppt í hópfimleikum á þessu móti. Hópfimleikar eru oft kallaðir trompfimleikar og er það ekki það sama og áhaldafimleikar.

Mótið fór vel fram og tímamörk stóðust nokkuð vel miðað við hversu stórt mótið var, en þetta er „alltaf mikið atriði“ á fimleikamótum. Það var lítill vafi á því að lið Gerplu myndi vinna Íslandsmeistaratitilinn í Evrópureglum enda er lið þeirra eitt af bestu liðunum í heiminum í dag.

Hópfimleikar eru mjög vaxandi íþrótt á Íslandi í dag og raunar allstaðar í heiminum. Áhaldafimleikar hafa í gegnum tíðina verið vinsælli, meira iðkaðir og í fleiri löndum en nú sækja hópfimleikarnir mjög á enda er æfinga- og keppnisferill almennt lengri í hópfimleikum en áhaldafimleikum.

Norðurlöndin standa allra landa fremst í hópfimleikum en ekki er keppt í þeim á Ólympíuleikum eða Heimsmeistaramótum en sem komið er. Vonandi verður gerð bragabót þar á því liðin sem kepptu á Íslandsmótinu í hópfimleikum um helgina voru svo sannarlega í „heimsklassa“ og ættu skilið að fá að spreyta sig á stórmótum eins og Ólympíuleikum.

sport@deiglan.com'
Latest posts by Íþróttadeild Deiglunnar (see all)