“Íslandsvinum” fer fjölgandi

Josh Groban, Toto, GusGus, Lay Low, Sir Cliff Richard og Deep Purple. Hvað eiga þau öll sameiginlegt?

Josh Groban

Hvað eiga þau sameiginlegt? Þau eru öll að halda tónleika á Íslandi á næstu vikum/mánuðum.

Það er áhugavert að sjá hvernig heimsstjörnurnar safnast saman ein eftir annara á sviðum landsins. Incubus, Björk, Deep Purple og nú það nýjasta Josh Groban. Elton John tekur einnig lagið í íslenskum afmælisveislum. Hvað kom eiginlega fyrir?

Við vitum af öllum þeim stóru stjörnum sem hafa sungið hér á síðustu mánuðum, en hér er smá yfirlit hvað bíður okkar næstu mánuði. Get nú ekki sagt að það sé verið að slaka á að neinu leiti…

22.mars Lay Low og vinir (Nasa)
24.mars GusGus, Útgáfutónleikar – UPPSELT (Nasa)
27.mars Mezzoforte (Nýja Sviðið)
28.mars Sir Cliff Richard (Laugardalshöllin)
29.mars Páskatónleikar með Sinfóníuhljómsveit Íslands (Háskólabíó)
31.mars Atlantic Music Event 2007
03.apríl Blúshátíð í Reykjavík 2007
16.maí Josh Groban (Laugardagshöllin)
27.maí Deep Purple og Uriah Heep (Laugardalshölllin)
10.júlí Toto (Laugardalshöllin)
(Upplýsingar frá midi.is)

Þetta er samt bara brot úr því sem er í boði og er margt fleira að finna á mbl.is, visir.is, midi.is o.s.frv.

Staðan hefur nú ekki alltaf verið þessi á Íslandi, að á einu ári sé hægt að fara á fjölda tónleika á þessu gæðastigi. Ein bloggfærsla sem einn Einar Örn skrifar árið 2000 og veltir einmitt þessu fyrir sér, af hverju það voru ekki fleiri stórtónleikar á Íslandi á þeim tíma. En nú virðist þetta allt vera komið í lag og ekki þurfum við að hafa áhyggjur af þessu lengur.

Fólk spyr svo oft, hvað hefur breyst? En ég held að það hafi ekki orðið miklar breytingar á Íslandi. Eftirspurnin hefur kannski alltaf verið til staðar, en að við eigum okkur núna duglegt fólk sem býr til þessi tækifæri og hafa gert það að atvinnu sinni að gefa okkur þessa menningarmola sem áður fyrr voru bara draumar fyrir Íslendinga að fá að upplifa á íslenskum sviðum.

En slík dagskrá mun bara halda áfram ef eftirspurnin heldur sér, þannig að vonandi nýtum við okkur þessi boð og sjáumst hress á tónleikum og öðrum viðburðum.

rej1@hi.is'
Latest posts by Reynir Jóhannesson (see all)