„Pornstar in training“

Algengt er að sjá börn og unglinga klædd í föt með klámmyndum og klúryrðum. Þetta vekur upp fjölmargar spurningar sem erfitt er að svara. Hvað er það sem veldur eftirspurn fyrir fötum af þessu tagi fyrir börn og unglinga? Hverjir eru það sem bera ábyrgð á þessu?

Með lögum skyldi land byggja

Eftir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 bjuggust flestir við róttækum aðgerðum af hálfu Bandaríkjamanna. Fjölmargir stríðsfangar hafa verið í haldi á Kúbu undanfarna mánuði en nýjustu tíðindi þaðan hafa valdið mörgum áhyggjum. Hugmyndir um sérstakan stríðsglæpadómstól eru sérstaklega varhugaverðar.

Umboðsmaður íslenska hestsins

Margir kváðu þegar tilkynnt var fyrir stuttu að Jónas R. Jónasson tæki við embætti Umboðsmanns íslenska hestsins. Ekki af því að Jónas sé illa að starfinu kominn heldur skýtur það skökku við stofnað sé sérstakt embætti í kringum þessa skepnu. Íþróttadeildin hættir sér út á hálan ís í pistli dagsins.

Fer þetta ekki að ganga yfir?

Það kemur í hlut Menningarskrifstofu Deiglunnar (áður menningardeildar) að útbúa helgarnestið fyrir lesendur nú þegar dæmalaus veðurblíða geisar á landinu – ekki hafa allir ástæðu til að kætast yfir veðrinu.

Auðsært þjóðarstolt

StrokkurAuðsært þjóðarstolt Íslendinga er ekkert einsdæmi. Hver einasta þjóð hefur viðkvæma sjálfsímynd sem hún reynir að vernda og hlúa að. Viðbrögðin þegar að henni er vegið eru misjafnlega sterk eftir því hve viðkvæmt málefnið er.

Níðingar á netinu

Tækninni fleygir stöðugt fram og yngsta kynslóðin á gott með að tileinka sér það allra nýjasta. Samhliða færist í vöxt að börn séu lokkuð á fundi misyndismanna með hjálp nýjustu tækni. Erum við ráðalaus gagnvart þessari ógn eða er hægt að beita gömlum húsráðum á óværuna?

Vogun vinnur, vogun tapar

Án öflugra leitarvéla væri Netið varla svipur hjá sjón. Leitarvélar eru forsenda þess að hratt og einfaldlega sé hægt að finna nauðsynlegar upplýsingar á Netinu. Google er stærsta og mest notaða leitarvélin um þessar mundir og fara vinsældir hennar sívaxandi.

Vestræn villidýr I

Upp á síðkastið hafa mál komið upp á yfirborðið sem varða hegðun vestrænna starfs- og hermanna á þróunarsvæðum í Afríku. Þessi atvik sýna glöggt hvers konar óleik vestrænar þjóðir geta gert þriðja heims ríkjum með því að senda óstöðuga einstaklinga á þessi svæði, hvort sem um er að ræða til hjálpar- eða eftirlitsstarfa.

Hreyfingarleysi

HreyfingarleysiVegna tæknivæðingar og þjóðfélagsbreytinga síðustu áratuga er hreyfing ekki lengur jafn sjálfsagður hluti af dagsins önn eins og áður var. Bíll, sími, tölva og sjónvarp fullnægja þörfum fólks og ástæðan fyrir hollri hreyfingu hverfur. Þjónusta hjá mörgum fyrirtækjum er slík að auðveldlega má komast af án þess að hreyfa sig sem eitt skref úr sófanum. Þetta er einmitt ástæðan fyrir þjóðarátaki sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur staðið fyrir síðastliðið ár og kallað “Ísland á iði” með undirtitil “Baráttan við sófann”.

Slaka á!

Á degi hverjum stofna fjölmargir Íslendingar sér og öðrum í hættu með of hröðum akstri. Vandinn liggur ekki aðeins í stórkostlegu ofmati fólks á eigin ökufærni heldur einnig í viðhorfi til hraðasksturs innan þjóðfélagsins. Nú þegar sjálfsagt þykir að keyra edrú og með beltinn spennt eru margir enn á þeirri skoðun að hraðakstur sé léttvægt brot, ef brot skyldi kalla.

Héðinsfjarðargöng II – Pólitísk misnotkun?

Ljóst er að göngin verða aldrei fjárhagslega hagkvæm. Hvort þau séu skynsamleg út frá öðrum sjónarmiðum s.s., vegna þróunar byggðar, er ákaflega hæpið en þó umdeilanlegt. En af hverju var þá ákveðið að byggja þessi göng? Það er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að þau verði byggð eingöngu til að efna kosningaloforð. Frambjóðendur til Alþingis notuðu stöðu sína og lofuðu að ráðist yrði í þessar framkvæmdir næðu þeir kjöri.

Héðinsfjarðargöng I – Hvað verður þá um skattalækkanirnar?

JarðgöngRíkisstjórnin hefur látið undan þrýstingi og dregið til baka eða „mildað“ frestun Héðinsfjarðarganga. Er nú gert ráð fyrir því að hafist verði handa árið 2006 og framkvæmdahraðinn aukinn. Stjórnin virtist á tímabili ætla að standast þá prófraun að hún þyrði að taka erfiðar og umdeildar ákvarðanir á þenslutímum en nú hefur komið í ljós að hún er fallin – hvað verður þá um skattalækkanirnar?

Ánægjulegar hugmyndir sjávarútvegsráðherra

byggðakvóti, Árni MathiesenÍ kjölfar nýlegs álits umboðsmanns Alþingis hefur Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, viðrað hugmyndir um afnám byggðakvóta og að línuívilnun komi í hans stað. Þessar hugmyndir eru svo sannarlega fagnaðarefni.

Skotið á vopnin

Vopnaleit í ÍrakÍ kjölfar átakaloka í Írak héldu teymi sérfræðinga á vegum bandaríska hersins inn í landið í þeim tilgangi að staðsetja og gera óvirk hvers kyns kjarnorku-, efna- og lífefnavopn. Leitin að gereyðingarvopnum hefur ekki enn borið þann árangur sem vonir stóðu til um, en ef til vill eru aðrar leiðir, vænlegri til árangurs, sem gætu skotið vel búnum eftirlitsmönnum ref fyrir rass.

Hvar eru hugsjónirnar?

Jimmy SwaggartÞað er mikilvægt að yfirlýstir hugsjónamenn séu samkvæmir sjálfum sér. Ef hugsjónamenn tala digurbarkalega um grundvallarhugsjónir en brjóta síðan gegn þeim í daglegu lífi sínu líkjast þeir prédikara sem hvetur aðra til dyggða en stundar sjálfur syndsamlegt líferni. Orð þeirra verða lítils virði og í raun verður hegðun þeirra hugsjóninni frekar til hnjóðs en gagns.

Eru stelpur betri í stærðfræði en strákar?

FormúlurÞegar fólk ræðir um námshæfileika barna er oft talað um það að strákar séu að jafnaði betri í raunvísindum en stelpur og að stelpur séu betri í tungumálum og félagsvísindum en strákar. En á þetta við rök að styðjast?

Hlutverk miðbæjarins

ReykjavíkEkki fer fram hjá neinum að fjör miðbæjar Reykjavíkurborgar fer því miður þverrandi. Atvinnustarfsemi er að miklu leyti að færast annað og þar með stór hluti þess fólks sem undanfarin ár hafa gætt miðbæinn lífi. Rótækar breytingar þarf til að snúa þessari þróun svo sem að gera fólki kleift að leggja ókeypis niðri í bæ og loka fyrir umferð bíla um Laugaveginn.

Hún rís úr sumarsænum

VestmannaeyjarVestmannaeyingar fögnuðu um helgina því að þrjátíu ár eru liðin frá því að eldgosi á Heimaey lauk. Hátíðarhöldin voru í alla staði glæsileg og eru þeir, sem gerðu sér ferð til Eyja, á einu máli um að hátíðin hafi verið ógleymanleg. Það kemur svo sem engum, sem þekkir til Eyjamanna, á óvart.

Listin að hætta á toppnum

Að velja rétta tímann til að hætta á toppnum er vandmeðfarin list og hefur reynst mörgum garpinum þrautin þyngri..

Sovétríkin og ESB

Til eru prakkarar sem nota hvert tækifæri til að líkja saman Sovétríkjunum og Evrópusambandinu. Nýlega mátti til dæmis lesa á vef Heimssýnar grein eftir formann Flokks framfarasinna þar sem því er haldið fram að stjórnkerfi hinnar nýju Evrópsku stjórnarskrár svipi um margt til kerfisins sem var við lýði í Sovétríkjunum sálugu. Hve mikið er til í slíkum fullyrðingum?