Aðalfundur Heimdallar

Aðalfundur Heimdallar fór fram í gær. Á þeim fundi var, venju samkvæmt, kjörin ný stjórn félagsins. Í aðdraganda fundarins hafði fráfarandi stjórn hins vegar frammi fordæmislaus vinnubrögð sem vart geta annað en grafið undan trú félagsmanna að vilji til þess að virða lýðræðislegan vilja félagsmanna hafi verið til staðar.

Breski fasteignamarkaðurinn: Erfiður fyrir nýja kaupendur

Frá 1997 hefur mikill kraftur einkennt íslenska fasteignamarkaðinn. Á undanförnu ári hefur nafnverð fasteigna hækkað um 14% sem er langt umfram verðbólguhækkun. Það er forvitnilegt að skoða breska fasteignamarkaðinn í samanburði við þann íslenska en þeir eiga sumt sameiginlegt en annað ekki.

Yfirlýsing frá framboði Bolla Thoroddsen

Framboð Bolla Thoroddsen til stjórnar í Heimdalli hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar Heimdallar að meina stuðningsmönnum hans aðild að félaginu.

Fólk er hvatt til þess að senda mótmæli vegna framgöngu stjórnar félagsins með því að skrá mótmælin á vefsíðu framboðs Bolla, www.blatt.is.

Texti mótmæla sem nú er safnað undirskriftum vegna er eftirfarandi. Afrita má textann hér og líma í skeytið.

Við undirrituð, ungir sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem höfðum hug á því að styðja framboð Bolla Thoroddsen til stjórnar Heimdallar, mótmælum harðlega þeim óforsvaranlegu vinnubrögðum stjórnar Heimdallar sem hafa komið í veg fyrir eðlilega kosningu nýrrar stjórnar.

Ákvörðun stjórnarinnar um að meina stórum hópi ungs fólks aðild að félaginu er ekki hægt að kalla annað en ofbeldi gagnvart því unga fólki sem vildi hafa áhrif á störf félagsins með því að taka þátt í því, sem átti að vera opin og lýðræðisleg ákvörðun, um hvaða einstaklingar ættu að sitja í stjórn félagsins á komandi starfsári.

Þessi svívirða er ekki aðeins Sjálfstæðisflokknum til mikils tjóns, heldur stríðir hún bersýnilega gegn öllum þeim grundvallargildum og hugsjónum sem flokkurinn kennir sig við og byggist á. Þetta framferði er fráfarandi formanni og stjórn til mikillar skammar og varpar dökkum skugga á kjör nýrrar stjórnar, sem ekki er með nokkru móti hægt að segja að hafi hlotið umboð frá almennum félagsmönnum til þeirra starfa.

Stjörnuleit

Idol sönghæfileikakeppni, eða stjörnuleit er hafin á Íslandi. Velgengni stjörnuleitar og samnefndra sjónvarpsþátta, hefur verið við það sama í hverju því landi sem leitin hefur verið farið fram í og alls staðar slegið rækilega í gegn. Eitthvað við uppskriftina virðist óbrigðult til að heilla og draga fólk að skjánum.

Siðferði manna: Ræðst það af rökum eða reiði?

siðfræðiNýlegar rannsóknir sem birtar eru í vísindatímaritinu Science varpa athyglisverðu ljósi á það hvort afstaða fólks til siðferðilegra álitaefna ræðst af rökhyggju eða tilfinningum. Svo virðist sem fólk láti tilfinningarnar stundum hlaupa með sig í gönur.

Ál fyrir rollur

ÁlverÞað er nokkuð merkilegt hvað íslenskir stjórnmálamenn einblína mikið á áliðnað sem eina orkufreka iðnaðinn á Íslandi. Menn láta sér ekki nægja að byggja enn eitt álverið í Reyðarfirði, með tilheyrandi virkjanaframkvæmdum, heldur verður nú einnig að stækka Norðurál. Stefnir ekki í nógu miklu þenslu í þjóðfélaginu?

Konunglegt danskt brúðkaup í vor

donaldson.jpgHinn hálffertugi Friðrik krónprins Danmerkur mun kvænast Mary Donaldson, rúmlega þrítugri, vel menntaðri og glæsilegri konu frá Ástralíu í vor. Eftir þessu hafði danska þjóðin og danska pressan beðið lengi, en Friðrik hefur tekið sinn tíma í að velja sér kvonfang, framtíðardrottningu Dana.

Frelsi frjálshyggjumanna

Næsta miðvikudag verður kosið í stjórn Heimdallar. Nokkrir framámenn í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins hafa kosið að beita sér, og embættum sínum, í þágu ákveðinna frambjóðenda. Í dag fjallar góðvinur Deiglunnar Svava Björk Hákonardóttir um framgöngu þeirra í aðdraganda aðalfundarins í sérstökum gestapistli.

Baksviðs á Deiglunni

backstage.jpgMargir lesendur velta því eflaust fyrir sér hvað gerist bak við tjöldin á einu ástsælasta vefriti þjóðarinnar. Ástir, örlög og rýtingsstungur á Deiglunni eru umfjöllunarefni Helgarnestis að þessu sinni.

Hinir miklu hagsmunir

togari.jpgÍ Fréttablaðinu á þriðjudag birtist frétt þess efnis að á vegum viðskiptaráðuneytis væri verið að útfæra tillögur um að afnema hömlur á fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi. Haft var samband við Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi þingmann Alþýðubandalagsins og núverandi þingmann Framsóknarflokksins sem lýsti endalausum áhyggjum sínum af þessum máli. Ástæðan fyrir þessum áhyggjum Kristins var sú að „miklir hagsmunir væru í húfi“.

Hefur Kolkrabbinn breyst í Múrenu eða er hann bara fiskifóður?

Ekki hefur farið fram hjá neinum að miklar sviptingar hafa átt sér stað á hlutabréfamarkaði síðustu misserin. Hefur stríðið aðallega átt sér stað í gegnum fjárfestingafélagið Straum og Landsbankann hf. Í síðustu viku náði baráttan svo hámarki þegar flóknir samningar voru kunngerðir sem m.a. gerðu það að verkum að Eimskipafélagið er nú að stórum hluta í eigu Samson manna og Landsbankans, Straumur er stærsti hluthafinn í Flugleiðum og Sjóva verður gert að dótturfyrirtæki Íslandsbanka.

Vantraustskosningar í Kaliforníu I

davisguns.jpgÞann 7. október n.k. fara fram mjög umdeildar ríkisstjórakosningar í Kaliforníu. 1,6 milljónir íbúa ríkisins skrifuðu undir beiðni um að haldnar yrðu aukakosningar, eða n.k. vantraustskosning vegna ríkisstjórans Gray Davis. Slíkar kosningar hafa aðeins einu sinni farið fram áður í Bandaríkjunum.

Rafmagnsföndur

Vélar og tæki í umhverfi okkar virðast oft flókin og finnst mörgum illráðanlegt að glíma við alla þessa tækni. Tæknin byggir hins vegar oft á einföldum hugmyndum sem eru ekki flóknar. Dæmi um slíka tækni er rafmótorar sem einfalt er að föndra heima hjá sér.

Ert þú réttkynhneigður?

Ýmsum brygði í brún ef tekið yrði upp á því að fjalla um gagnkynheigð og samkynhneigð með orðunum réttkynhneigð og svo rangkynhneigð (eða örvkynhneigð). Enda þykir nú sem betur fer smekklaust að gagnrýna þá sem hneigjast til sama kyns. En ansi margir halda að það hafi tekist að hleypa samkynhneigðum einum inn í musteri réttlætingarinnar, en skella hurðinni á nefið á þeim sem stunda aðra óhefðbundna kynhegðun. Þeir hafa rangt fyrir sér.

Lykilhlutverk Sameinuðu þjóðanna í Írak

IraqUn.jpgBandaríkjamenn og Bretar hafa varið miklum fjármunum í tilraunum sínum til þess að koma ró á í Írak en eru nú að verða uppiskroppa með fjármagn og úrræði. Því hefur bandalagið leitað til Sameinuðu þjóðanna um stuðning og hvetur aðrar þjóðir til að taka þátt í uppbyggingunni með því að senda hersveitir til Írak í friðargæslu.

Láttu ekki þitt eftir liggja..

Í Lindh harmleiknum sænska hefur mikið verið rætt um niðurstöður DNA prófa sem skorið gætu úr um hvort réttur maður sitji í haldi lögreglu grunaður um ódæðið. Er snilldarlegri og óskeikulli tækni á stundum ef til vill gefið fullmikið vald?

Sannleikurinn um nöfn fellibylja!

hurricane2.jpgÞegar fellibylurinn Fabian gekk yfir Bandaríkin spurðu margir, eðlilega, hvort öll góðu, óveðurslegu nöfnin hefðu einfaldlega klárast. Í Helgarnesti dagsins skyggjumst við inn í veruleikaheim fellibylja. Kemur Bob aftur? Mun Clarice valda jafn miklum usla og seinast? Veit Isabel að Fabian er sonur hennar?

Útbreiddur misskilningur um einkavæðingu

Í umræðu um stjórnmál ber oft á góma ýmis hugtök, en skilningur manna á hugtökunum er oft æði misjafn, og oft er um almennan hugtaka rugling að ræða. Þetta er sérstaklega áberandi í allri umræðu um rekstur hins opinbera og þegar talað er um einkavæðingu. Til að byrja með verður að hafa á hreinu merkingu tveggja hugtaka, annars vegar einkareksturs og hins vegar andheitisins ríkisrekstur.

Er Lego ekki að gera sig lengur?

Eitt einkenna Danmerkur, auk t.d. Litlu-Hafmeyjunnar og Tívolís, eru Lego-kubbarnir. Lego hefur um árabil heillað börn víða um heim, og eflaust foreldra þeirra líka, sem keypt hafa leikföngin handa börnum sínum. En undanfarin ár virðist áhugi barna og foreldra á þessum leikföngum hafa minnkað nokkuð og hefur rekstur framleiðanda Lego gengið illa. Er því von að spurt sé; Er Lego enn að gera sig?

Sjö feitar kýr

Nú í þessari viku gaf greiningadeild Landsbankans út nýja hagspá undir heitinu „Meiri vöxtur – minni þensla?” Í þessari spá, sem nær fram til ársins 2010, er gert ráð fyrir góðum hagvexti á tímabilinu og í raun mun betri en opinberar spár höfðu gert ráð fyrir.