Sprellað í þágu alþýðunnar

asi.jpgVerkalýðshreyfingin hefur ákveðið að hefna sín á atvinnurekendum fyrir lífeyrisfrumvarp sem alþingismenn samþykktu. Útspilið er hrokafullt, þjóðfélaginu dýrt og samræmist líklegast ekki þeim væntingum sem launafólk hefur til næstu kjarabóta. En hvað um það, verkalýðshreyfingin verður víst líka að fá að sprella svolítið.

Að ferja dót

sheepferry.jpgÝmsar gátur hafa í gegnum tíðina veriðsamdar sem fjallað hafa um báta sem ferja eiga fólk, skepnur eða hluti yfir ár eða önnur vötn. Í vísindapistli dagsins er fjallað um nokkrar þeirra.

Róleg byrjun hjá nýrri kynslóð þingmanna

Aldrei hefur jafn margt ungt fólk tekið sæti á Alþingi og síðastliðið vor. Vonir voru og eru bundnar við að þessu unga fólki fylgi áherslubreytingar. Hins vegar gefur stutt ágrip af þingstörfum þessara ungu þingmanna nú á haustþinginu ekki tilefni til að ætla að þeir ætli að láta mikið til sín taka.

Sjálftaka og sjálfstæði stjórna

„Sjálftaka launa“ er mikið tískuorð á Íslandi í dag. Alþingismenn liggja nú undir ámæli fyrir sjálftöku launa og fyrr í haust voru yfirmenn Kaupþings gagnrýndir fyrir svipaða háttsemi. Til að koma í veg fyrir að æðstu menn fyrirtækja semji við sjálfa sig er nauðsynlegt að reglur um yfirstjórn fyrirtækja séu skýrar og í eðlilegri endurskoðun.

Endalok ókeypis vefmiðla

vefmiðlarUndanfarið hefur verið mikið rætt um ritmiðla, en minna hefur verið rætt um miðla á netinu. Fyrir stuttu síðan voru allir á leiðinni á netið, þar sem allir ætluðu að verða ríkir. Nú er mikið rætt um endalok ókeypis vefmiðla.

Willy/Keiko er látinn

keiko Það má með sanni segja að síðasta vika hafi verið viðburðarrík. Engin gúrkutíð hjá fréttamönnum þessa stundina. Eftirlaunafrumvarpið fræga, handtaka Saddam Hussein og síðast en ekki síst andlát Keiko.

‘We got him’

saddamtekinn2.jpgÞann 20. mars á þessu ári, eða fyrir tæpum níu mánuðum, réðust Bandaríkjamenn og Bretar inn í Írak með það að markmiði að koma Saddam Hussein frá völdum. Þetta markmið náðist í gærkvöldi þegar einræðisherrann fyrrverandi var dreginn upp úr 2ja metra djúpri holu skammt fyrir utan heimabæ sinn, Tikrit, lifandi og mótstöðulaust.

Jól hinna trúlausu

JólÞað er tvennt sem hægt er að ganga að vísu í jólaösinni ár hvert. Í fyrsta lagi er það sú staðhæfing að jólaverslunin fari „óvenjusnemma af stað þetta árið“ og í öðru lagi er það áminningin um hvert „hið sanna inntak jólanna“ sé. Í ár hefur orðið áminingin að mestu farið fram með fulltingi leikskólabarna en undirritaður hefur þegar rekist á tvær dagblaðagreinar þar sem þessir yngstu borgarar sýna flekklausa þekkingu á þessum tiltekna atburði kristinnar trúar.

Auglýsingaskrum

sdfdAuglýsingar eru sífellt vaxandi þáttur í daglegu lífi okkar og þótt sumum þyki nóg um allt skrumið er pistlahöfundur þeirrar skoðunar að auglýsingar séu skemmtilegar. Sérstaklega áhugavert er að reyna að gera sér í hugarlund hver, ef einhver, er hugsunin á bak við þau slagorð og fullyrðingar sem settar eru fram í ýmsum auglýsingum.

Svona lítur hann út

DV fór ótroðnar slóðir í blaðamennsku í vikunni og birti mynd af manni sem grunaður er um ógeðfelldan glæp. Þessi myndbirting markar stórt skref afturábak í íslenskri blaðamennsku.

11/12

Sönn vinátta er eitt það dýrmætasta sem nokkur maður getur eignast í lífinu. Vináttan er höfundi einkar hugleikin í dag.

Hrun dollarans

dollarGengi dollarans hefur aldrei verið lægra gagnvart evru. Undanfarna dag hefur það lækkað nánst án afláts. Er eitthvað vit í þessu lága gengi dollars? Getur verið að dollarinn muni halda áfram að lækka?

Reiknað með ryki

Í spám um loftlagsbreytingar gleymdist að reikna með rykinu. Eða rykfallinu öllu heldur.

Strákarnir á stöðinni

logreglan1.jpgUndirritaður hefur stundum gert Lögregluna í Reykjavík að viðfangsefni í pistlum sínum, aðallega vegna furðulegrar framkomu hennar gagnvart mótmælendum við ýmis tækifæri. Þá hefur oftar en ekki komið í ljós sérkennilegur mórall sem virðist ríkja innan hennar gagnvart borgununum. Enn á ný hefur komið upp ástæða til að skoða Lögregluna í Reykjavík.

Pútín

PútínFlokkar hliðhollir Pútín hafa unnið yfirburðasigur í rússnesku þingkosningunum. Í framhaldinu velta menn fyrir sér hvaða þýðingu þetta hefur í för með sér. Pútín var sterkur fyrir og nú óttast menn að hann muni nýta sér fylgið til þess að breyta stjórnarskránni og tryggja sér annað kjörtímabil. Slík þróun er mjög varasöm.

Stærð þín og smekkur á skrá

skyrtan.jpgTískuvöruverslun nokkur sendir iðulega viðskiptavinum sínum bréf þar sem vísað er til fyrri innkaupa hjá versluninni svo sem hvaða fatamerki voru keypt, fatastærðir viðskiptavina og tíðni verslunarferða. Nýlega var hins vegar gengið of langt og upplýsingar sendar til þriðja aðila.

Allt er vænt sem er samræmt

Á síðustu vikum hafa piltar og stúlkur í 4. og 7. bekk fengið niðurstöður úr samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði. Að venju sýnist sitt hverjum og voru deilur um prófin háværari nú en áður.

Hver er þessi Howard Dean?

Howard DeanÞótt enn séu tæpir tveir mánuðir í fyrsta prófkjör Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2004 virðist slagurinn um útnefningu flokksins að mestu ráðinn. Howard Dean ber nú höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur og allar líkur eru til þess að hann muni etja kappi við George Bush næsta haust.

Ríkur af ást

joem.jpgSkjár einn hefur hafið sýningar á þáttunum „Joe Millionaire“. Í þáttunum þykist fátækur byggingarverkamaður vera nýríkur milli. Það er bara eitt sem vantar í líf millans, en það er hin eina sanna ást!

Í kjólinn fyrir jólin

kjolinn.jpgÓhætt er að segja að mikið sé rætt um heilsu og vellíðan víðast hvar í þjóðfélaginu. Merki þess að offita sé að verða sífellt stærra vandamál eru á hverju strái. Sykursýki meðal barna, sem hingað til hefur verið frekar lítil á Íslandi miðað við aðrar vestrænar þjóðir, er að sækja í sig veðrið en margir rekja það til minni hreyfingar og verra mataræðis.