Pútín

PútínFlokkar hliðhollir Pútín hafa unnið yfirburðasigur í rússnesku þingkosningunum. Í framhaldinu velta menn fyrir sér hvaða þýðingu þetta hefur í för með sér. Pútín var sterkur fyrir og nú óttast menn að hann muni nýta sér fylgið til þess að breyta stjórnarskránni og tryggja sér annað kjörtímabil. Slík þróun er mjög varasöm.

Pútín?!Flokkar hliðhollir Pútín hafa unnið yfirburðasigur í rússnesku þingkosningunum. Í framhaldinu velta menn fyrir sér hvaða þýðingu þetta hefur í för með sér. Pútín var sterkur fyrir og nú óttast menn að hann muni nýta sér fylgið til þess að breyta stjórnarskránni og tryggja sér annað kjörtímabil. Slík þróun er mjög varasöm.

Þegar Pútín komst til valda var hann óskrifað blað í augum Vesturlandabúa. Hann kann að nýta sér áhrifamátt fjölmiðla og náði fljótlega að tryggja sér velþóknun heimsins. Þessi duli maður speglaði frá sér ímynd lýðræðisleiðtoga sem var að byggja upp hið nýja Rússland. Hann hafði frítt spil og fékk að njóta vafans þó svo að mörgum hafi þótt bakgrunnur hans í KGB vera áhyggjuefni.

Eftir að hann var búinn að tryggja sig vel í sessi og skorða stjórnmálaleg landamæri við umheiminn hefur hann sífellt sótt í sig veðrið. Hann er sagður tryggja völdin í kringum sig með því að koma sínum mönnum fyrir á réttum stöðum, beita ríkisfjölmiðlum fyrir sig á þarf að halda og reyna að hafa áhrif á alla fréttaumfjöllun frá Kreml (skv. nýútkominni bók blaðamanns í Moskvu). Með því að „ráðast“ svo á auðmanninn Khodorkovskí hefur hann sent skýr skilaboð út í þjóðfélagið til þeirra sem ætla sér að styrkja aðrar stjórnmálaskoðanir en hans. Er Pútín hér að loks að sýna sitt rétta andlit og á hann eftir að herða enn tökin á valdataumunum? Hver eru hans markmið?

Mér er minnisstætt samtal mitt við kunninga minn í Eistlandi fyrir tveimur árum síðan er við ræddum nýfengið sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Hann sagði við mig: „Pútín fyrir mér er ekki sá Pútín sem þú sérð í sjónvarpinu. Þegar hann er í heimspressunni talar hann fallega um Eystrasaltslöndin en þegar myndavélunum sleppir hvæsir hann á okkur. Við berjumst ekki fyrir því að komast inn í ESB, Nató og Evrópusamfélagið vegna styrkjakerfisins, heldur vegna þess að við erum hrædd við rússneska björninn sem bíður eftir því að valta yfir okkur – aftur.“

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)