Nú er víst verið að pranga upp á Íslendinga útlensku grænmeti sem þykist vera íslenskt og í ofanálag er því haldið fram að sumt útlenskt grænmeti sé þvegið með íslensku vatni. En íslenska vatnið er auðvitað ekki nóg. Það þarf líka íslenska sápu. Meira að segja til þess að þvo alíslenska ráðherra – hvað þá útlenskt grænmeti.
Category: Deiglupistlar
Í nýlegri skýrslu Læknasamtakanna var endanlega staðfest að þjóðin samanstendur af hálfvitum. Reyndar 67%-vitum, til að halda tölfræðinni til haga. Í vikunni kom Guðni Ágústsson svo í Kastljósið og sagði að landbúnaðarráðuneytið hefði aldrei haft meira vægi en einmitt þessa dagana. Á hinni stöðinni mökuðu síðan þáttastjórnendur terpentínu á andlit barnastjörnumóður í nafni fegurðar. Pistlahöfundur spyr: „Er ekki allt í sóma í Oklahóma“?
Kosningar til Stúdentaráðs fara fram í dag og á morgun. Kosið er á milli Vöku, Röskvu og H-listans. Umræðan um skólagjöld hefur verið mikil og öll framboðin hafna skólagjöldum við Háskóla Íslands.
Baráttuaðferðirnar eru þó ólíkar og af því má draga þá ályktun að kosningar snúist um starfsaðferðir.
Kosningaárið í Bandaríkjunum er aðeins lengra en við eigum að venjast hér heima. Um þessar mundir eru bandarískir fjölmiðlar undirlagðir af vangaveltum um hvert verði forsetaefni demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Fyrir nokkrum vikum síðan virtust flestir sammála um að maðurinn væri Howard Dean. Í dag er það hins vegar John Kerry sem leiðir kapphlaupið og virðist hann samkvæmt skoðanakönnunum vestra eiga ágæta möguleika gegn George Bush. Spurning er hins vegar hvort það sé vegna góðrar frammistöðu hans eða áður óþekktra óvinsælda George Bush. Óháð því hvernig demókratakjörið og síðar forsetakjörið fer þá læðist á þessu stigi sú spurning að fólki, hverjir eru þessir menn og fyrir hvað standa þeir fyrir utan hina klassísku skiptingu í demókrata og repúblikana?
Eitt af mínum uppáhaldslögum úr barnæsku heitir ,,Ég er furðuverk“. Ég hef hingað til ekki velt mér mikið upp úr boðskap lagsins heldur dáðst að kraftinum í flutningi Rutar Reginalds og laglínunni sem er grípandi og skemmtileg. Eftir að ég las viðtal við hana á blaðsíðu 46 í Fréttablaðinu á sunnudaginn var fór ég hins vegar af einhverjum ástæðum að velta fyrir mér inntaki textans og hef komist að því að boðskapur hans gengur þvert á þann boðskap sem Rut Reginalds sendir þjóðinni með gjörbreytingu útlits síns á næstu mánuðum.
Fyrir helgi samþykkti Alþingi lög til höfuðs einum samningi – samningi um kaup KB-banka á SPRON að undangenginni breytingu sparisjóðsins í hlutafélag. Setning laganna orkar mjög tvímælis þegar hún er skoðuð í ljósi þeirra hugmynda sem menn almennt hafa um réttarríkið og meginviðmið þess.
Þeir sem telja sig bera hag fólks í fátækum löndum fyrir brjósti en eru á móti frjálsri verslun (eða fylgjandi því að settar verði alþjóðlegar reglur um réttindi launafólks) ættu að ferðast til þróunarlanda og ræða þessi mál við innfædda.
Í þættinu Ísland í býtið á Stöð 2 í morgun var athyglisvert viðtal við formann félags múslima á Íslandi. Meðal þess sem þar kom fram var að konur hyldu ekki andlit sitt vegna trúarinnar heldur vegna hefða í löndunum þar sem þær búa. Feðraveldið hefur nefnilega meiri áhrif en margan grunar þegar kemur að túlkun manna á Íslam.
Vala Veinólínó viðskiptaráðherra lagði á þriðjudag fram frumvarp um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki í þeim tilgangi að hindra söluna á SPRON til KB banka. Óhætt er að segja að með þessu frumvarpi séu stigin mörg skref til baka á fjármálamarkaði. Ríkisvæðing sparisjóðanna er hafin.
Að veita skynjunum sínum athygli er snar þáttur í því að vera til. Bragðskyn mannsins er ófullkomið og frumstætt en eykur ánægju okkar og gerir lífið skemmtilegra.
Það er eitt sem miðlar þola illa og það er gagnrýni á sjálfa sig. Í Fréttablaðinu um helgina birtist frétt um að RÚV hafi neitað að birta auglýsingu frá SkjáEinum sem höfðaði til þeirra sem nauðugir greiða afnotagjöld en RÚV kallar „viðskiptavini sína“ á tyllidögum. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem „hornsteinn lýðræðislegrar umræðu í landinu“ neitar að birta auglýsingu sem gagnrýnir tilvist og rekstrarform sjálfs sín.
Ég ætla að biðja lesendur um að leggja frá sér skriffæri, taka sér góða stöðu og koma með pistlahöfundi í stutt ferðalag um ankanaleg hugarfylgsni: Ímyndið ykkur í skamma stund að þið séuð stödd í heiladinglinum á Júlíusi Hafstein, skipuleggjanda Heimastjórnarafmælisins…
Þeir einstaklingar sem eru svo lánssamir að hafa fæðst á Íslandi mega ekki halda að í því láni felist forréttindi. Og enn síður mega þeir leyfa sér að hindra aðra einstaklinga, sem ekki hafa verið jafn lánssamir með sinn fæðingarstað, í að sækjast eftir betri lífskjörum af eiginn rammleik og dugnaði.
Allt frá endalokum síðari heimstyrjaldar hefur ákveðin eining verið ríkjandi innan alþjóðakerfisins; draga skuli úr tollum og öðrum viðskiptahömlum, forðast verði eftir fremsta megni viðskiptastríð milli ríkja, og að vænlegasta leiðin til að ná þessum markmiðum sé í gegnum fjölþjóða fríverslunarsamninga. En eftir hina misheppnuðu samningalotu í Cancun, s.l. haust, er hins vegar óvíst hvert framhaldið verður.
Plánetan Mars hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár og ekki að furða því vangaveltur eru uppi um það hvort þar hafi eitt sinn þrifist líf. Þetta hófst allt saman með því að loftsteinn, sem talinn er vera frá mars, fannst á jörðinni er innihélt steingervðar leifar af einhvers konar gerli (e. bacteria). Hafi gerillinn í raun komið frá Mars kollvarpar það sjálfsögðu öllum okkar hugmyndum um alheiminn – og Mars.
Hundrað ár eru í dag frá því Íslendingar fengu stjórn eigin mála í hendur. Leiðtogi þjóðarinnar þá var maður sem ekki óttaðist breytingar heldur taldi að í umróti og stormi gæfist fólki og þjóðum tækifæri til að styrkjast og eflast. Sá boðskapur eldist vel.
Pistlahöfundur verður seint talinn ábyrgur faðir. Ein meginástæða þess er fólgin í þeirri staðreynd að hann á ekkert barn. Þrátt fyrir það hefir hann ítrekað sent skólastjóra Fósturskóla Íslands beiðni þess efnis að fá að halda framsögu á ársfundi skólans um nýjar og árangursríkar aðferðir í barnauppeldi.
Innherjaviðskipti – Falsanir – Fjárdráttur – Hringamyndun – Skattsvik. Þetta eru fyrirsagnir sem blasa við okkur í fjölmiðlum á hverjum degi. Fjárdráttur í Landssímanum og lífeyrissjóðum, innherjaviðskipti í bönkunum, rífleg laun forstjóra KB-banka, hringamyndun Baugs og Norðurljósa og meint skattsvik Jóns Ólafssonar eru meðal mála sem hafa skokið íslenskt viðskiptalíf undanfarið ár. Í erlendum fréttum eru vandamálin af enn stærri toga, fyrst Enron í Bandaríkjunum, Skandia í Svíþjóð og nú Parmalat á Ítalíu svo einhver dæmi séu tekin.
Í nýlegum dómi Hæstaréttar í svokölluðu gagnagrunnsmáli reyndi í fyrsta sinn verulega á túlkun réttarins á hinu nýja friðhelgisákvæði stjórnarskrárinnar. Dómurinn bendir til þess að ákvæðið muni hafa mjög sterka stöðu í íslenskum rétti.
Fyrir nokkru síðan áttaði ég mig á því að ég væri ekki eilífur, svo undarlegt sem það kann að hljóma. Skiljanlega olli þessi staðreynd mér töluverðu hugarangri og þá greip ég til þess ráðs að skrifa niður á blað lista yfir þau 25 atriði sem ég ætlaði að hafa að leiðarljósi og framkvæma á lífsleiðinni. Eitt af þessum 25 atriðum mun mér sennilega reynast erfitt að uppfylla og það er: 17. Fara út í geim.
