Frábrugðnir frambjóðendur

c2004_panhandle.jpgKosningaárið í Bandaríkjunum er aðeins lengra en við eigum að venjast hér heima. Um þessar mundir eru bandarískir fjölmiðlar undirlagðir af vangaveltum um hvert verði forsetaefni demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Fyrir nokkrum vikum síðan virtust flestir sammála um að maðurinn væri Howard Dean. Í dag er það hins vegar John Kerry sem leiðir kapphlaupið og virðist hann samkvæmt skoðanakönnunum vestra eiga ágæta möguleika gegn George Bush. Spurning er hins vegar hvort það sé vegna góðrar frammistöðu hans eða áður óþekktra óvinsælda George Bush. Óháð því hvernig demókratakjörið og síðar forsetakjörið fer þá læðist á þessu stigi sú spurning að fólki, hverjir eru þessir menn og fyrir hvað standa þeir fyrir utan hina klassísku skiptingu í demókrata og repúblikana?

c2004_panhandle.jpgKosningaárið í Bandaríkjunum er aðeins lengra en við eigum að venjast hér heima. Um þessar mundir eru bandarískir fjölmiðlar undirlagðir af vangaveltum um hvert verði forsetaefni demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Fyrir nokkrum vikum síðan virtust flestir sammála um að maðurinn væri Howard Dean. Í dag er það hins vegar John Kerry sem leiðir kapphlaupið og virðist hann samkvæmt skoðanakönnunum vestra eiga ágæta möguleika gegn George Bush. Spurning er hins vegar hvort það sé vegna góðrar frammistöðu hans eða áður óþekktra óvinsælda George Bush. Óháð því hvernig demókratakjörið og síðar forsetakjörið fer þá læðist á þessu stigi sú spurning að fólki, hverjir eru þessir menn og fyrir hvað standa þeir fyrir utan hina klassísku skiptingu í demókrata og repúblikana?

Á veraldarvefnum má að sjálfsögðu finna ótrúlegt magn upplýsinga um hverjir frambjóðendurnir eru. Mikið er lagt upp úr því að rekja skólagöngu manna, ævistörf og frammistöðu í herþjónustu, að ógleymdum eiginkonum þeirra sem virðist skipta mjög miklu máli. Það læðist hins vegar að mér smávægilegur „séð og heyrt hrollur“ við þessar ævisögur.

Aðalmálið hlýtur að vera hvaða hugsjónir menn hafa og hvaða skoðanir þeir hafa á einstaka álitaefnum. Fyrir óbreyttan Íslending gæti það hins vegar reynst vandasamt að skilja til fullnustu fyrir hvað hver og einn frambjóðandi demókrataflokksins stendur fyrir að viðbættum sjálfum forsetanum. Á kosningavef CNN er einfalt og skemmtilegt yfirlit sem sýnir í hnotskurn afstöðu frambjóðenda til margra mála ásamt afstöðu núverandi forseta. Þar má til dæmis bera saman hvaða afstöðu John Kerry og George Bush hafa til fjölda álitaefna. Með því að renna yfir samanburðin og sjá hvaða skoðun er deilt með hverjum má reyna að ímynda sér hvernig atkvæði sínu yrði ráðstafað í Bandaríkjunum.

Nokkur dæmi skal hér nefna um afstöðu Kerry og Bush til nokkurra einfaldra spurninga:

Hjónabönd samkynhneigðra – báðir á móti.

Ættleiðingar samkynhneigðra – Kerry með en Bush á móti.

Fóstureyðingar – Kerry með, Bush á móti.

Dauðarefsingar – Kerry á móti en Bush með.

Þó þetta sé kannski ekki hávísindaleg eða hápólitísk leið til að gera upp á milli frambjóðenda og forsetans er þetta alla vega mjög fljótleg leið til að sjá hvaða skoðun þeir hafa á ákveðnum grundvallarmálum sem síðan má bera saman við eigin afstöðu til sömu mála. Í mínu tilviki er niðurstaðan afdráttarlaus, Kerry!

Latest posts by Katrín Helga Hallgrímsdóttir (see all)

Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar

Katrín Helga hóf að skrifa á Deigluna í október 2003.